Íslensk plata fer á flug á ebay

 

  Ég kann ekkert á ebay og veit harla lítið um það fyrirbæri.  Þetta er einhverskonar uppboðsvefur.  Hlutir eru boðnir til sölu á vefnum og áhugasamir notendur bjóða í gripinn.  Þegar seljandinn er orðinn sáttur við hæsta boð gerir hann sér lítið fyrir og samþykkir boðið.  Þá verður kaupandinn glaður. 

  Íslenskar plötur eru sjaldgæfir hvítir hrafnar á ebay - að mér skilst.  Enda kannski ekki margir í heiminum sem þekkja til íslenskra platna - ef frá eru taldar plötur Bjarkar og Sigur Rósar. 

  Nú bregður svo við að byrjað er að togast á um plötuna  Dawn Of The Human Revolution  með Herberti Guðmundssyni.  Platan inniheldur ofursmellinn  Can´t Walk Away.  Um er að ræða vinyl-útgáfuna.  Hæsta boð er 29 dollarar, eins og er (x 125 íslenskar kr. = 3625 krónur).  Næsta víst er að það á eftir að hækka.

  http://www.ebay.com/itm/Herbert-G-Dawn-Of-The-Human-Revolution-LP-Iceland-pop-/110731885844?pt=Music_on_Vinyl&hash=item19c8227d14 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seljandinn er Lucky records.

http://www.ebay.com/sch/luckyrecordsreykjavik/m.html?item=110731885844&pt=Music_on_Vinyl&hash=item19c8227d14&rt=nc&_trksid=p2047675.l2562

Hann/þeir eru með fullt af íslenskum plötum til sölu, eins og þú getur séð í gegnum slóðina.

Þar er Megas, Eik, Fræbbblarnir og ýmislegt. Sumt á vel yfir 100$

Mér sýnist í fljótu eins og það séu engin slagsmál um plöturnar.

Grrr (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 07:34

2 identicon

Ég veit um einn mann sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum, bara einn, en þó ekki.  Sá ætlar að fara í kjörklefa og krossa við flokkinn, fara svo út með atkvæðisseðilinn og auglýsa hann á ebay - það gæti vissulega tekið langan tíma að selja seðilinn, en í framtíðinni gæti hann orðið verðmætt minnismerki um flokk sem eitt sinn var og fékk næstum því atkvæði .................................  

Stefán (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 08:22

3 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  takk fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 5.4.2013 kl. 22:22

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þetta gæti orðið verðmætt sjaldgæft eintak af kjörseðli væntanlegs fyrrverandi flokks.

Jens Guð, 5.4.2013 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband