Byltingarkennd hönnun

  Fréttir frá umheiminum berast seint og illa til íbúa í Norður-Kóreu.  Jafnvel þeir hæst settu í Norður-Kóreu - sem búa ekki við eins harða ritskoðun og almenningur - sitja uppi með allskonar brenglaðar hugmyndir af veruleikanum.  Upplýsingaflæðið er svo takmarkað og misvísandi. 

  Nýverið barst - eftir krókaleiðum - leiðtoga Norður-Kóreu,  Kim Jong Un,  til eyrna óljóst slúður um að Hussein,  forseti Bandaríkja Norður-Ameríku,  ætti vatnsrúm.   Kim vildi eðlilega ekki vera eftirbátur Husseins.  Báðir leiðtogar norður-ríkis sem á kjarnorkuvopn og samstíga um margt fleira.

  Kim setti færustu verkfræðinga og hönnuði Norður-Kóreu umsvifalaust í það verkefni að hanna fyrir sig vatnsrúm.  Til að trompa kollegann í Norður-Ameríku bað Kim um að sitt vatnsrúm væri með áföstu lesljósi - svo að hann geti lesið ljóð eftir föður sinn undir svefninn. 

  Útkoman fór fram úr björtustu vonum.  Vatnsrúmið þykir einstaklega smart.

vatnsrúm 

 


mbl.is Sprenging talin í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir munu sjálfsagt aldrei frétta það þarna í Norður Kóreu, að breska Járnfrúin er látin og munu því tæplega senda Bjarna Ben og Hannesi Hólmsteini grátklúta.

Stefán (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 12:15

2 identicon

Kim Jong Un er ekki forseti heldur leiðtogi Norður-Kóreu. Forseti Norður-Kóreu er Kim Il-sung og er hann eilífur forseti "lýðveldisins", dáinn síðan 1994. :)

Kristján (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 19:41

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það er vont ef BB og HHG berast ekki fleiri grátklútar.  Þá bráðvantar aukalager af klútunum.

Jens Guð, 8.4.2013 kl. 21:01

4 Smámynd: Jens Guð

  Kristján,  bestu þakkir fyrir leiðréttinguna.  Ég verð að laga þetta í færslunni.

Jens Guð, 8.4.2013 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband