Söngvari Metallica hampar fćreyskri hljómsveit

  Bandaríska ţungarokkshljómsveitin Metallica er ein sú hćst skrifađa í heiminum.  Plötur hennar seljast í tuga milljóna upplagi.  Allt upp undir 30 milljónum stök plata.  Ţćr stökkva jafnan í 1. sćti vinsćldalista í útgáfuvikunni.  Ţegar liđsmenn Metallica tjá sig um rokktónlist ţá hlusta margir.  

  Á dögunum birti forsöngvari,  gítarleikari og ađal söngvahöfundur Metallica,  James Hetfield mynd af snjallsímanum sínum á samskiptavefnum Instagram.  Ţar sést ađ síminn er stilltur á lag međ fćreyska víkingametalbandinu Tý.  Lagiđ heitir  Sinklars Vísa  og er af plötunni  Land

  Undir myndina skrifar James:  "A little obsessed with these guys at the moment #Faroe Islands #WykingMetal".  Í lauslegri ţýđingu segist James vera heillađur af ţessum fćreysku víkingarokkurum.  Ţađ er skemmtilegt ađ lagiđ sem James er hugfangnastur af međ Tý skuli vera sungiđ á fćreysku.  Mér segir svo hugur ađ ţađ sé ađ hluta fćreyskan sem lćtur víkingametal Týs hljóma spennandi í eyrum heimsmarkađarins.  Ţegar ég var í Finnlandi um ţar síđustu jól heyrđi ég í útvarpinu splađan  Ormin langa  međ Tý.  Og í sama útvarpsţćtti annađ fćreyskt lag.  Ég man bara ekki hvort ađ ţađ var  Ólavur Riddararós  međ Harkaliđinu eđa eitthvađ annađ.  Ég kann ekki finnsku svo ađ ég veit ekkert hvađ ţulurinn sagđi um ţessi lög.  

  Ef vel er rýnt í "kommentin" hćgra megin viđ myndina má sjá Hera Joensen, söngvara, gítarleikara og ađal söngvahöfund Týs,  ţakka fyrir sig.      

metallica um Tý

  Hljómsveitin Týr nýtur vinsćlda víđa um heim.  Ekki síst hérlendis.  2002 átti Týr vinsćlasta lagiđ á Íslandi,  Ormurin langi.  Vinsćldir ţess lags og Týs urđu sprengja sem kölluđ var Fćreyska bylgjan.  Hún opnađi íslenska markađinn upp á gátt fyrir fćreyskri tónlist.  Inn á markađinn ţétt á hćla Týs streymdu Eivör,  Clickhaze,  Makrel,  Brandur Enni,  pönksveitin 200,  Hanus G.,  Arts,  Kári Sverrisson,  Krit,  Deja Vu,  Lena Andersen,  Gestir,  Taxi,  Yggdrasil,  Högni Lisberg,  Högni Restrup,  Hamferđ,  Pétur Poulsen,  Guđríđ Hansdóttir,  Dorthea Dam,  Pushing Up Daisies og áreiđanlega annar eins fjöldi sem ég man ekki eftir í augnablikinu. 

  Fyrir tveimur árum vakti mikla athygli í Ameríku ţegar plata međ Tý náđi 1. sćti CMJ vinsćldalistans.  Sá listi mćlir spilun í svokölluđum háskólaútvarpsstöđvum.  Sem er ekki nákvćm lýsing vegna ţess ađ listinn er ekki alveg bundinn viđ háskólaútvarpsstöđvar heldur nćr yfir allar framhaldsskólaútvarpsstöđvar í Kanada og Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Ţađ vakti mikla athygli ađ fćreysk hljómsveit ćtti mest spiluđu plötuna í skólaútvarpsstöđvunum ţá vikuna.  Ekki síst vegna ţess ađ útvarpsstöđvarnar eru ekki mikiđ í ţungarokkinu en ţeim mun meira í ţví sem kallast alternative rokk. Tiltekinn hluti hjólabrettapönks,  gáfumannapopps og nýbylgju er kallađ samheitinu bandarískt háskólarokk. 

  Ţađ segir töluvert um vinsćldir Týs utan Fćreyja og Íslands ađ einstök vinsćlustu lög ţeirra hafa veriđ spiluđ á 4đu milljón sinnum á ţútupunni.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband