Ísland í 1. sæti yfir þau lönd sem best er að sækja heim

bestu lönd að sækja heim

  Í sunnudagshefti breska dagblaðsins Daily Mail er að finna áhugaverðan lista yfir þau lönd heims sem best er að sækja heim.  Listinn er einkar áhugaverður fyrir okkur Íslendinga.  Við elskum að ferðast.  Svona listi hjálpar okkur að velja næsta áfangastað.  Ennþá áhugaverðara fyrir okkur er að Ísland trónir í 1. sæti á listanum. 

  Fyrirsögn greinarinnar er:  "Vinalegustu lönd heims?  Nýtt heimskort leiðir í ljós að Ísland er svalasti staðurinn til að heimsækja í fríi (en reynið forðast Bólivíu)" 

  Í meginmálstextanum eru Íslendingar sagðir vera vingjarnlegasta fólk heims,  samkvæmt WEF (The World Economy Forum).  Verstu lönd að heimsækja eru:

140. sæti:  Bólivía

139.  Venesúela

138.  Rússland

137.  Kúveit

136.  Lettland

135.  Íran

134.  Pakistan

133.  Slóvakía

132.  Búlgaría

131.  Mongólía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki trúi ég að þeir séu allir að koma til að skoða álver,málmblendiverksmiðjur,vatsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir. T.d. hin stórkostlegu rör sem sjá má á leiðinni yfir Hellisheiði!

Kanski eitthvað til í þessu náttúruverndartali hjá Ómari!

Verst hvað er lítið upp úr þessum ferðamönnum að hafa!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 12:48

2 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  rörin á Hellisheiði eru sterkasta aðdráttaraflið.

Jens Guð, 16.4.2013 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband