Breskur morgunverður er bráðhollur

  Að óathuguðu máli eru margir gagnrýnir á enskan morgunverð.  Þá erum við að tala um þennan hefðbundna:  Beikon,  spæld egg,  bakaðar baunir,  sausage pylsur,  djúpsteiktar kartöflukökur og ristað brauð með smjöri.  Á hátíðis- og tyllidögum er splæst í steiktar tómatsneiðar og sveppi að auki.

  Eitthvað af þessu hráefni er ekki beinlínis verulega hollt út af fyrir sig.  Síst ef þess er neytt þegar degi tekur að halla.  Og alls ekki ef þess er neytt seint að kvöldi.  Hinsvegar hefur ný rannsókn leitt í ljós að enskur morgunverður sé hollur þegar hann er snæddur að morgni.  Hann stillir af blóðsykurinn fyrir restina af deginum.  Viðkomandi langar ekkert í sætindi,  gosdrykki eða skyndibita.  Þvert á móti.  Það er bara til staðar löngun í smávægilegt nart í ávexti og annað heilsufæði.  Kannski tesopa og tekex með ostsneið.   

enskur morgunverður 


mbl.is Egg er málið á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona orkuríkur morgurnmatur byggir mann bara upp fyrir daginn og t.d. eggin eru ein hollasta fæða sem völ er á og ekkir skemmir nú að steikja upp úr bráðhollu og bragðgóðu íslensku smjöri.  Nei, það eru öfgafullar grænmetisætur eins og söngvarinn Morrissey sem missa heilsuna af einhæfu grænmetisæti. Gott ef öll hans grænmetisétandi hljómsveit var ekki sögð vera orðin svo heilsulaus, að aflýsa þurfti hljómleikaferð um daginn.

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 08:24

2 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  mikið rétt.

Jens Guð, 16.4.2013 kl. 10:45

3 identicon

Mmmm bacon....slef!

palli páfi (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 10:49

4 Smámynd: Jens Guð

  Palli páfi,  verst að biblían fordæmir svínakjöt.

Jens Guð, 16.4.2013 kl. 11:10

5 identicon

Svíar eru sniðugir að lauma svínakjöti í kjötafurðir ætlaðar múslimum.

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 11:17

6 identicon

Vörusvindl er glæpur. Fáar þjóðir hafa lyst á hrossakjöti sem dæmi. Íslendingar borðuðu ekki hrossakjöt af trúarástæðum í næstum þúsund ár. Sannkristnir,  gyðingar, múslimar og fleiri borða ekki svínakjöt. Sumir eru grænmetisætur af trúarástæðum.

Sveinn (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 12:58

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jens.Þú segir að Enskur morgunverður sé hollur þegar hann er neyttur að morgni.En þegar hans er neytt á öðrum tímum þá er þetta ekki "morgunverður".Nei ,ég ætlaði bara að benda þér á þetta.En mér er minnisstætt þegar við hjónakornin fengum enskan morgunverð í ferð okkar um Skotland um árið þá sátu á móti okkur ensk miðstéttar hjón.Sjónvarpið var í gangi og mr.Gordon Brown var að bulla.Maðurinn hlustaði með andakt á hvert orð og umlaði eitthvað en konan sagði:"I wish that Mr.Brown would not wear a purple tie".Þar fannst mér koma glöggt í ljós skýr munur á reynsluheimi karla og kvenna í enskri mistétt.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.4.2013 kl. 16:16

8 identicon

Heldurðu ekki, kæri sveitungi, að þú hafir látið óskhyggjuna ná nokkrum tökum á þér?  Í tilvitnaðri frétt er ekkert minnst á feitt beikon og aðrar lostasemdir; bara egg!

Tobbi (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 18:10

9 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  svo virðist sem veitingahús og aðir framleiðendur matvara noti ódýrara hráefni hvar sem færi gefst;  drýgja nautakjöt með hrossakjöti og soyjapróteini,  drýgja lambakjöt með svínakjöti og jafnvel hundakjöti.  Og svo framvegis. 

Jens Guð, 16.4.2013 kl. 22:28

10 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  sá sem kaupir vöru á allan rétt á að fá það sem hann borgar fyrir.

Jens Guð, 16.4.2013 kl. 22:29

11 Smámynd: Jens Guð

  Jósef,  þetta er rétt hjá þér með enska morgunverðinn.  Engu að síður má sjá auglýst fyrir utan mörg bresk veitingahús:  "Breskur morgunverður afgreiddur allan daginn".  Eða þá að tiltekið er að hann sé afgreiddur til klukkan 18.00 eða 20.00 eða eitthvað svoleiðis.  

  Þannig er þetta líka hérlendis.  Til að mynda má fá enskan morgunverð á Prikinu allan daginn.  Enskur morgunverður er þess vegna einskonar vörumerki,  lýsing á tiltekinni máltíð,  fremur en að vera bundinn við að vera einungis snæddur að morgni.

  Ég kannast við ólík viðhorf kynja til stjórnmála.  Vinur minn í Bandaríkjunum er virkur í pólitík.  Konan hans er áhugaminni um það vafstur.  Í alþingiskosningum þar vestra upplýsti konan að hún ætlaði að kjósa tiltekinn frambjóðanda.  Vini mínum var brugðið því að sá frambjóðandi var í "röngu liði".  Hann spurði konuna í forundran:  "Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að kjósa þetta gerpi."  Konan svaraði í einlægni:  "Hann er svo gasalega huggulegur."

Jens Guð, 16.4.2013 kl. 22:40

12 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  þessu er öðru vísi farið.  Þegar ég sá fréttina um eggin var ég nýbúinn að leggja frá mér eintak af breska dagblaðinu Record Mirror.  Þar las ég frétt um rannsókn á enskum morgunverði (Full English breakfast).  Rannsóknin var framkvæmd af University of Missouri-Columbia undir styrkri handleiðslu Dr. Heathers Leidys.  Mér þótti sem mér bæri skylda til að fylla upp í eggjafréttina með því að vísa í fréttina úr Record Mirror.  Betri vinnubrögð hjá mér hefðu verið að vísa í hvaðan ég sótti fróðleikinn.  Ég var bara ekki með blaðið við hendina þegar skrifaði bloggfærsluna.  Það var úti í bíl en ég inni í húsi og nennti ekki að hlaupa út í bíl á því augnabliki.          

Jens Guð, 16.4.2013 kl. 22:48

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég biðst forláts.  Blaðið heitir Daily Mirror.  Record Mirror var músíkblað sem fór á hausinn fyrir nokkrum árum. 

Jens Guð, 17.4.2013 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband