Rolling Stone tímaritiđ gefur út fćreyskt lag

newnoizes   

  Tímaritiđ Rolling Stone er söluhćsta tónlistarblađ heims.  Upplag blađsins er hálf önnur milljón eintaka.  Ţar af er stćrsti hluti upplagsins á ensku.  Nćst stćrsti hlutinn er á ţýsku.  Blađiđ kemur einnig út á frönsku,  spćnsku og einhverjum fleiri tungumálum.  Ţýska útgáfan selst í 60.000 eintökum.  Međ nćsta tölublađi fylgir safnplatan Whatever Turns You On.  Á henni eru 10 lög;  sýnishorn af ţví ferskasta,  flottasta og efnilegasta í poppmúsík dagsins í dag.  

  Međal laga á plötunni er eitt frá Fćreyjum.  Ţađ heitir  Inner Beast  og er af plötunni  Ghost With Skin,  sólóplötu söngvaskáldsins,  gítarleikarans og söngvarans Benjamíns í Götu.   Benjamín Petersen er 24ra ára og hefur oft komiđ fram á hljómleikum hérlendis.  Bćđi sem sólólistamađur og einnig sem gítarleikari Eivarar og hljómsveitarinnar Kvönn. 

  Um lagiđ međ Benjamín segir í Rolling Stone: 

  "07.  Der Hype eilt Benjamin Petersen voraus. So wurde der junge Songwriter von den Färöer-Inseln schon vor Erscheinen seines Albums „Ghost With Skin“ mit Etiketten wie „Rock’n’Roll-Jesus“ belegt. Zu solchen Begeisterungsstürmen wollen wir uns nun nicht gleich hinreißen lassen, auch wenn Benjamin – zugegeben – ziemlich viel kann. In „Inner Beast“ zum Beispiel verbindet er MGMT-Pop mit halsbrecherischen Gitarrenläufen im Stil eines Dick Dale." 

  Ţýski markađurinn er ţriđji stćrsti tónlistarmarkađur heims.  Ţađ er öflug kynning ađ eiga lag á plötu sem fer inn á 60 ţúsund heimili ákafra tónlistarunnenda.  Í kjölfariđ heldur Benjamín í hljómleikaferđ til Ţýskalands og Danmerkur. 

  Ég er ekki međ Inner Beast lagiđ.  En hér er annađ lag međ Benjamín:

   Benjamín er ekki óţekkt nafn í Ţýskalandi.  Hér fyrir neđan er ljósmynd úr stćrstu plötubúđinni í Berlín.  Ţar er plötu Benjamíns hampađ á sérstökum stalli undir yfirskriftinni "Tipp!".  Ef vel er ađ gáđ má sjá plötu Ólafar Arnalds ţarna fyrir neđan.  Ólöf nýtur töluverđra vinsćlda í Ţýskalandi,  Englandi og Skotlandi.  Og kannski víđar.

Benjamin-plata     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ hlýtur ađ styttast í ađ Rolling Stone komi út á fćreysku ...

Stefán (IP-tala skráđ) 18.4.2013 kl. 08:12

2 Smámynd: Jens Guđ

  Tímarit eiga erfitt uppdráttar í Fćreyjum.  48 ţúsund manna markađurinn ţar virđist vera of lítill. 

Jens Guđ, 18.4.2013 kl. 22:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband