Ţannig á ađ koma sér í form fyrir sumarverkin

  Nú styttist í öll skemmtilegu sumarverkin og dútliđ í garđinum.  Hvađ er skemmtilegra en anda ađ sér nýsleginni töđu á sólríkum sumardegi,  raka hana saman,  reita arfa,  kveikja á grillinu,  sötra ískaldan bjór,  grilla nokkrar lambasneiđar og baka kartöflur?  Sumardagurinn fyrsti (einnig kallađur fyrsti dagur Hörpu) er núna á Ţórsdaginn,  25. apríl.  Í Fćreyjum heitir sá dagur fánadagurinn.  Ţá draga Fćreyingar fćreyska fánann ađ húni.  Íslendingar draga íslenska fánann ađ húni.  Ţannig fögnum viđ sumarkomunni.

  Stóra vandamáliđ viđ sumarverkin er ađ fólk veit aldrei hvernig ţađ á ađ hefja verk.  Koma sér af stađ og koma sér í rétta gírinn.  Hér er auđskiliđ kennslumyndband sem sýnir á skilmerkilegan hátt hvernig best er ađ standa ađ ţví:

 

  Í ţessari örstuttu, eldsnöggu og léttu leikfimićfingu fara fram snarpar teygjućfingar.  Um leiđ fćr líkaminn gott adrenalínkikk.  Í nokkrum kröftugum andköfum eru lungun fyllt af súrefni sem berst til heilans og skerpir á hugsun dagsins.  Ađ auki hellist yfir löngun til ađ tína upp rusl af gangstétt,  götu og garđi nágrannans og koma ruslinu aftur ofan í ruslatunnur hans.  Ţađ er afgreitt međ hrađi ţví löngunin til ađ hefja sem allra fyrst sumarverk í eigin garđi er miklu sterkari.     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Hahaha ţetta er frábćr kennsla í adreanfylltu teygjulífi augnabliksins  Vonandi eru samt ekki margar svona kraftmiklar sláttuvélar í bođi.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 22.4.2013 kl. 18:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.