Ráð gegn handskjálfta

  Flestir kannast við það að stríða við skjálfandi hendur af og til.  Þetta getur hent til að mynda eftir langvarandi fyllerí.  Eða þegar parkinson lætur á sér kræla.  Eða eitthvað svoleiðis.  Vandamálið er að þá er erfitt að hella kaffi í bolla.  Kaffið vill sullast út fyrir bollann og út um allt.  Þetta er vandræðalegt þegar gesti ber að garði.

  Það er til einföld aðferð sem kemur í veg fyrir vandamálið.  Hún er sú að grípa um kaffikönnuna með tám hægri fótar,  teygja hann upp fyrir höfuð og hella lipurlega úr könnunni styrkum fæti í kaffibollana.  Ekki dropi fer til spillis út fyrir bollana ef stutt er þéttingsfast með báðum höndum við hægri fótinn.

kaffihelling.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta gerði maður nú í þynnkunni í den. Gekk ekki eins vel að drekka úr bollanum samt, en maður reyndi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2013 kl. 01:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2013 kl. 12:01

3 identicon

Það er eitthvað að þessari konu.  Ég man ekki hvað syndromið heitir, en það er til.

Tobbi (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 21:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heitir þetta ekki bara að "flækja málin"?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2013 kl. 09:20

5 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  undir þannig kringumstæðum er best að drekka kaffið í gegnum sogrör.

Jens Guð, 30.4.2013 kl. 02:17

6 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  það er líka til einhver liðamótagalli.  Þá er hægt að teygja fætur, hendur, tær og fingur í allar áttir.  Ég þekki mann sem er með svona liðamótagalla.  Það virðist ekkert há honum.  En það er ótrúlegt að sjá hann fetta fingur aftur á handabak eins og ekkert sé.  

Jens Guð, 30.4.2013 kl. 02:26

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  jú,  þetta er kannski dálítið "ýkt". 

Jens Guð, 30.4.2013 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband