3.5.2013 | 22:29
Veitingahússumsögn
- Réttur: Asian Glazed Salmon (Grillaður lax)
- Veitingahús: Ruby Tuesday, Skipholti
- Verð: 2290 kr.
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
Ruby Tuesday er einkennilegt nafn á veitingastað. Rúbín Týsdagur. Það er eitthvað hippalegt og sýrt við þetta nafn. Enda var höfundur nafnsins dópaður hippi þegar hann kynnti nafnið til sögunnar. Það var í samnefndu sönglagi með bresku blús-rokksveitinni The Rolling Stones 1966. Heimildum ber ekki saman um söguhetju söngsins, hana Rúbín Týsdag. Sumir segja Keith hafa ort um þáverandi kærustu sína (Lindu Keith, ef ég man rétt). Aðrir telja hann hafa ort um ónefnda grúppíu, hljómsveitamellu (þetta er ljótt og neikvætt orð. Nýtt og jákvæðara orð óskast). Í textanum segir að erfitt sé að henda reiður á nafni dömunnar því að hún skipti daglega um nafn.
Veitingahúsakeðjunni Ruby Tuesday var gefið nafn í höfuðið á lagi The Rolling Stones. Sennilega má rekja upphaf Ruby Tuesday veitingahúsakeðjunnar til hippaáranna. Það má víða rekast á Ruby Tuesday veitingastaði í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar hófst ævintýrið. Það má líka rekast á Ruby Tuesday í Bretlandi. Og á Íslandi.
Á matseðli Ruby Tuesday í Skipholti er að finna rétt sem kallast útlensku nafni, Asian Glazed Salmon. Um er að ræða grillaðan lax. Það væri meiri reisn yfir því að hafa einnig íslenskt heiti á réttinum. Á sama matseðli er að finna ýmsa rétti með íslenskum heitum. Til að mynda Lúðu-sítrónusneið og Kryddhjúpaða ýsu.
Á matseðlinum er sagt að Asian Glazed Salmon sé borinn fram með brokkolí, hrísgrjónum, tómötum og osti. Út frá þessari lýsingu sá ég fyrir mér að á disknum væru nokkrar vænar tómatsneiðar og rifnum osti stráð yfir laxinn. Þegar á reyndi var aðeins fáa örsmáa (0,5 x 0,5 cm) tómatteninga að finna ofan á hrísgrjónabeði. Ef vel var að gáð mátti finna örfáa pínulitla ostabita inni í hrísgrjónabeðinu. Þar fundust einnig örfáir smáir paprikuteningar. Þetta hrísgrjónabeð var þurrt og ekki merkilegt.
Rétturinn var borinn fram á löngum mjóum disk. Það er veislustemmning i því. Laxasneiðin lá í miðjunni. Hrísgrjónabeðið hægra megin og ágæt hrúga af gufusoðnu brokkolí vinstra megin. Það jaðraði við að vera ofsoðið. En slapp fyrir horn. Brokkolí á að sjóða þannig að það sé mitt á milli þess að vera stíft og mjúkt. Á Ruby Tuesday jaðraði það við að vera nær mjúku útfærslunni.
Við fyrstu sýn virtist laxasneiðin vera rýr (um 4 cm á breidd). Ofan á henni flaut sæt hnetusósa. Ofan á sósuna var stráð nokkrum sesamfræjum. Mér þótti sæta sósubragðið til óþurftar. Ég er hinsvegar viss um að það hentar bandarískum bragðlaukum. Eftir að hafa skafið sósuna af fékk ljúfengt grillbragðið að njóta sín. Ég saknaði þess pínulítið að hafa ekki sítrónusneið til að dreypa yfir laxinn.
Þegar yfir lauk reyndist laxasneiðin vera í rúmlega hæfilegri stærð. Þetta vera saðsamur réttur. Ég var ánægður með laxasneiðina og brokkolíið. Hrísgrjónabeðið olli vonbrigðum. Það væri eiginlega nákvæmara að sleppa því á matseðlinum að nefna tómata og ost.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt 4.5.2013 kl. 21:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þú skrifar um Skipholtið en ég fór upp á höfða og verð að segja ég hef aldrei á ævinni upplifað annað eins. Ég hef komið á veitingahús í tugum landa og um allt land. Þetta er það lélegasta sem ég hef upplifað. Þú kemur á veitingastað þar sem þú býður til að þér er boðið til sætis. Ég býð tvær klukkustundir eftir matnum. Þegar unglingarnir tala loksins við þig þá er það einhver annar sem er sökudólgurinn !!!!
Ég og þú eigum aldrei að stíga fæti inn á þennan veitingastað ! Þarna er bara verið að misnota ungt fólk sem starfskrafta !!!! Er alveg viss um að ungafólkið fær ekki mikil laun og er ekki viss um að ekki er verið að borga í félagssjóð og aðra sjóði til að standa straum fyrir framtíðina !
JR (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 23:59
JR, þín reynsla er verri en mín. Í mínu tilfelli í Skipholti gekk afgreiðslan fyrir sig á eðlilegum hraða. Kannski 15 eða 20 mínútur frá pöntun. Hinsvegar gleymdist til að byrja með að færa mér vatnsglas sem ég bað um. Afgreiðsludaman bað svo auðmjúklega afsökunar á því klúðri að ég fyrirgaf henni undir eins. En Ruby Tuesday á Íslandi er frekar dýr staður. Eða kannski réttara sagt í efri verðflokki á milliverðlagi. Innréttingar og það allt er í anda veitingastaða í milliflokki. Hægt er að bæta við máltíð aðgang að (frekar lítilfjörlegum) salatbar og súpu fyrir 390 kall.
Jens Guð, 4.5.2013 kl. 00:48
Þar fyrir utan: Það er í öllum tilfellum óásættanlegt að afgreiðsla taki 2 klukkutíma. Hálftími er hámark.
Jens Guð, 4.5.2013 kl. 02:19
Þetta er auðvitað smekksatriði líka en matseðill RT hefur ekki höfðað til mín og matinn fíla ég ekki þótt umgjörðin sé næs.
Gylfi Gylfason, 4.5.2013 kl. 11:13
Fer aldrei á Ruby Tuesday, buddan leyfir það varla. Samnefnt lag er þó í uppáhaldi hjá mér og þetta myndband er skemmtilegt. Var einhvern tímann til á YouTube þessi sama upptaka, en búið að synca stúdíóútgáfuna af laginu við myndbandið. Það fékk ekki að standa lengi.
Gaman að þessum lögum þar sem Brian Jones var ennþá með þeim (og á lífi.) Skrautlegur þarna eins og oft áður, með hatt sem hann gæti hafa fundið á hattahillunni hjá mömmu sinni. Brian var gríðarlega hæfileikaríkur, skilst að það hafi varla verið til það hljóðfæri sem hann gat ekki spilað á.
Theódór Norðkvist, 4.5.2013 kl. 14:40
Gylfi, vissulega er þetta spurning um matarsmekk. Og smekk fyrir umgjörð, þjónustu og verðs. Ég sniðgeng veitingastaði þar sem réttur kostar mikið yfir 3000 kall. Þar fyrir utan eru veitingstaðir með réttum á verðbili þar yfir og nálægt 10 þúsund kalli yfirleitt svo rækilega bókaðir að það er ekki hægt að "detta" þar inn án góðs fyrirvara.
Jens Guð, 4.5.2013 kl. 23:17
Theódór, BJ var eiginlega undrabarn á hljóðfæri. Spilaði á hvað sem var. Ekki aðeins hljóðfæri með svipaða nálgun. Hann spilaði jöfnum höndum á strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri og hvað sem var. Það eru kannski ekki margir sem vita að hann spilaði á saxafón í lagi Bítlanna "You Know My Name".
Jens Guð, 4.5.2013 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.