Hvar er húfan mín? II

  Fyrir nokkrum dögum birti ég á þessum vettvangi skemmtilegar myndir af höfuðfötum aldraðra Finna.  Sjá:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1296630/ .  Svo skemmtilega vildi til að sama dag fékk kunningi minn sendan í pósti frá Bandaríkjum Norður-Ameríku glæsilegan hatt.  Svo einkennilega vildi til að í fljótfærni yfirsást kunningjanum verðið.  Mislas eitthvað um það.  Eins og gengur.  Hatturinn kostaði næstum hálfa milljón ísl. króna þegar á reyndi.  Reyndar aðeins meira þegar hann var leystur út úr tolli. En hatturinn er flottur og hverrar krónu virði.   

hattur

#STET- 1M48 DIAMANTE - Silver Belly 
1000X Premier Felt with carrying case.
4''  or 3 1/2" Brim. 4 5/8" Crown Height. Profile 48
Sizes: 6 3/4 - 7 3/4
Available Colors: 61-Silver Belly, 07-Black, 34-Mist Grey, or 72-White
CC Price: $4,124.99

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það vantar þessar upplýsingar: Diamante Hatband with 
14k gold buckle set including 26 genuine diamonds

Siggi Lee Lewis, 4.5.2013 kl. 22:31

2 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy Lee, takk fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 4.5.2013 kl. 23:23

3 Smámynd: Jens Guð

  Nú ertu eiginlega búinn að kjafta frá hver keypti hattinn glæsilega. 

Jens Guð, 5.5.2013 kl. 00:26

4 identicon

Ekki má vanta ekta gull og demanta þegar að maður er að reyna að sleppa við það að píra augun

Grrr (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 05:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá eins gott að eiga eitthvað í handraðanum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2013 kl. 19:34

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég snýti þessum peningum. Nú get ég farið að grilla eins og sönnum sjálfstæðismanni sæmir.

Siggi Lee Lewis, 6.5.2013 kl. 19:55

7 Smámynd: Jens Guð

  Grrr, ég held að gullið hafi það hlutverk að endursenda sólargeislana til síns heima.

Jens Guð, 6.5.2013 kl. 19:59

8 Smámynd: Jens Guð

 Ásthildur Cesil,  það hjálpar.  Svo mikið er víst.

Jens Guð, 6.5.2013 kl. 20:00

9 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy,  það er snilld að snýta peningum og allskonar skartgripum og jólaskrauti.

Jens Guð, 6.5.2013 kl. 20:02

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2013 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband