9.5.2013 | 21:02
Gætið ykkar á lottóvinningaþjófunum
Allir kaupa lottómiða einstaka sinnum. Sumir jafnvel oftar. Enginn fylgist með sjálfum útdrættinum. Enda óþarfi. Miklu þægilegra er að koma síðar við á næsta lottósölustað og láta renna miðanum í gegnum lottóvélina. Þar liggur hinsvegar hundur grafinn. Vandamálið er það að víða er vélin staðsett langt frá afgreiðsluborðinu. Einungis afgreiðslumaðurinn sér hvort að um vinningsmiða sé að ræða eða ekki. Til þess er leikurinn gerður: Að stela lottóvinningum af grandalausum viðskiptavinum.
Á dögunum var 26 ára afgreiðslumaður í Kent á Englandi dæmdur fyrir svona þjófnað. Dómurinn hljóðar upp á eins árs fangelsi og 200 klukkutíma samfélagsþjónustu. Að vísu fellur fangelsunin niður ef þjófurinn heldur almennt skilorð í 24 mánuði. Þetta er vægur dómur fyrir næstum 15 milljón króna þjófnað frá manni út í bæ (79.887 sterlingspund x 184).
Aðferð þjófsins var hefðbundin: Viðskiptavinurinn rétti honum nokkra gamla lottómiða og bað hann um að renna þeim í gegnum lottóvélina. Afgreiðslumaðurinn brást vel við erindinu. Eftir að hafa rennt miðunum í gegn lagði hann miðana til hliðar og tilkynnti kúnnanum að einn miðinn gæfi 2000 krónur (10 sterlingspund). Kúnninn snéri glaður til vinnu sinnar. Þar fletti hann í rælni upp á lottóútdrættinum. Honum sýndist þá sem vinningsmiðinn ætti að skila sér næstum 200 þúsund kalli (1000 sterlingspundum).
Þegar hér var komið sögu fór að síga í kallinn. Það sótti að honum ólund. Hann hélt þegar í stað með nokkrum vinum sínum til lottósölustaðarins. Þar krafðist hann þess að fá miðann sinn. Afgreiðslumaðurinn sagði að það tæki nokkra klukkutíma að fara í gegnum 3 poka fulla af lottómiðum og bauð honum að koma síðar. Vinirnir kusu heldur að fara í gegnum pokana sjálfir. Þar fannst ekki rétti miðinn. Eftir ítarlega leit í sjoppunni fannst vinningsmiðinn upprúllaður á bak við trésúlu. Þegar á reyndi kom í ljós að vinningurinn var miklu hærri en eigandinn hélt.
Fyrir dómi sagði þjófurinn að þetta væri allt saman hlálegur misskilningur. Það hafi aldrei hvarflað að sér að stela vinningnum. Því til sönnunar fullyrti hann að fjármál sín væru í góðu lagi og hann hefði enga þörf fyrir aukakrónur. Að vísu væri hann ekki ríkur. En heldur ekki alveg blankur.
Takið eftir því hvað afgreiðslufólk á lottósölustöðum er oft allt í einu loðið um lófana; Kaupir sér óvænt 10 milljón króna bíl (þó að árslaun séu 2,5 milljónir fyrir skatt) og fer í heimsreisu á lúxusfarrými. Tilviljun? Alltaf tilviljun? Ó nei. Þumalputtareglan er sú að sniðganga aðrar lottóvélar en þær sem eru á afgreiðsluborðinu. Þá getur þú séð hver viðbrögð vélarinnar eru við lottómiðanum. Hitt eru ósvífin þjófabæli. Skamm, skamm.
Lottóvinningsþjófur.
Vettvangur lottóvinningsþjófnaðar.
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjármál, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt 10.5.2013 kl. 00:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Líka að láta afhenda sér svarmiðann um leið og hann kemur útúr kassanum.
axel (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 11:54
Ég er nú búinn að missa marga milljónina á þennan hátt, Jens. Helvítis sjoppuófétin.
FORNLEIFUR, 10.5.2013 kl. 12:46
Gætum okkar á alhæfingum. Þar sem ég læt skoða miðann réttir afgreiðslufólkið mér báða miðana án þess að þeir fari úr sjónmáli. En auðvitað á maður að kíkja sjálfur á þetta á netinu og stela þessu þá frá sjálfum sér.
Ómar Ragnarsson, 10.5.2013 kl. 15:28
Axel, ég hef aldrei vitað af tilvist svarmiða. Ég kaupi reyndar lottómiða aðeins kannski þrisvar eða fjórum sinnum á ári. Svo fer ég einu sinni á ári eða svo með þá í "tékk". Ég hef aldrei fengið neinn svarmiða.
Jens Guð, 11.5.2013 kl. 00:40
Fornleifur, það er einmitt svona sem við töpum milljónum.
Jens Guð, 11.5.2013 kl. 00:41
Ómar, ég vissi ekki fyrr en núna að kúnninn eigi að fá kvittun (svarmiða). Ég hef aldrei fengið kvittun. Oftast lét ég renna mínum miðum í gegn í Hagkaup í Skeifunni. Án þess að fá kvittun. Vissulega er alhæfing um óheiðarleika glannaleg. En dæmi eru um ástæðu til tortryggni, samanber dóminn í Bretlandi sem ég vísa til.
Ungur maður sem vann í sjoppu í þrjá mánuði fyrir mörgum árum sagði mér að hann hafi náð nokkrum aukakrónum með því að leika á kúnnann á þennan hátt. Að vísu náði hann aldrei að stela hárri upphæð. Þetta voru aðeins nokkrir hundrað kallar af og til.
Ástæða er til að ganga sjálfur úr skugga á netinu um vinningstölur, eins og þú bendir á.
Jens Guð, 11.5.2013 kl. 00:58
Lottó vélarnar spila lag þegar vinningur er á miðanum, en algengt er að svona þjóðfar klippi á snúruna sem liggur að hátalaranum.
Torrekur (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 14:55
Ég held ég hafi tvisvar sinnum keypt lottómiða á ævinni og týndi þeim í bæði skiptin. Annars er voða lítið mál að vera bara með skriflið í vasanum og fara yfir tölurnar sjálfur fyrir framan imbann..
Siggi Lee Lewis, 11.5.2013 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.