11.5.2013 | 01:39
Nauðgarinn er ennþá starfandi lögregluþjónn
Það var rétt ákvörðun hjá Erlu Bolladóttur að kæra lögreglumanninn sem nauðgaði henni í gæslufangelsi í Síðumúla. Vitandi það að málið var fyrnt og að hann myndi neita sök. Kæran sendir lögreglumanninum og lögreglunni í heild skilaboð og undirstrikar í hvað vondri stöðu sakborningar voru. Verra er að nauðgarinn er ennþá laganna vörður og þjónn. Verra er líka að ríkissaksóknari hafi ekki séð ástæðu til að rannsaka málið út frá því að unglingsstúlkunni í einangrun var gert að taka inn getnaðarvarnapillu í kjölfar nauðgunarinnar. Sú staðreynd, skjalfest, vottar að læknir og fangaverðir vissu af nauðguninni. Þeir voru meðsekir. Tóku þátt í að fela verksummerki (þungun) glæpsins.
Það að nauðgarinn sé ennþá starfandi lögreglumaður sýnir - eins og margt fleira - að glæpamennirnir í Guðmundar- og Geirsmálinu voru lögreglumennirnir og fangaverðir. Svo og tilteknir blaðamenn, saksóknari, dómarar og þýski spaugfuglinn Karl Schutz.
Karl var óhugnanlega líkur styttunni af Geirfinni. Fólk tók stundum feil á þeim.
Málinu er lokið af minni hálfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 26
- Sl. sólarhring: 588
- Sl. viku: 1184
- Frá upphafi: 4121566
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1006
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Verst er þó af öllu Jens að stúlkan skuli ekki hafa gert þetta lýðum ljóst mikið fyrr, er það ekki kristalljóst?? Hún hlýtur að hafa gert sér ljóst að þetta hlyti að fyrnast eftir ákveðin tíma, sem og að hún ætti að vita hver væri??
guðmundur Júliussonq (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 02:28
Nei ,það er nú ekki alveg kristalljóst Guðmundur.Hún var í ruglinu þegar þetta mál stóð yfir og mörg mörg ár eftir það.Held hún hafi ekki gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni fyrr en löngu seinna.
Jósef Smári Ásmundsson, 11.5.2013 kl. 06:21
Það er deginum ljósara að Erla hefði aldrei gengið upprétt út úr Síðumúlafangelsinu, ef hún hefði á þessum tíma gert eitthvað mál úr nauðguninni, auk þess sem óyggjandi sönnunargögnin þ.e.a.s. lyfseðlarnir hefðu örugglega "týnst" - og málið dautt(í orðsins fyllstu merkingu)
Jónatan Karlsson, 11.5.2013 kl. 09:35
Það kom fram í viðtali við hana sem ég hlustaði á, að hún var skelfingu lostinn eftir þetta, og það skiljanlega. Fólk í hennar aðstöðu hafði ekki mannréttindi, og hefur varla ennþá. Hins vegar væri ágætt að fá mynd og númer af þessum "lögregluþjóni" svo maður gæti spýtt á hana þ.e. myndina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2013 kl. 10:41
Það var og er eitthvað mikið að í lagadeild ,,eins af 500 beztu háskólum í heimi". Þetta mál var tekið upp í alþingi og líklaga helzta ástæðan til að þjóðverjinn var sóttur. Vonandi ,,týnist" ekki myndskeiðið með Jóhönnu, Sighvati og Vilmundi með ásökunum á hendur Ólafi Jóhannessyni,forsætis- og dómsmálaráðherra.
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 13:00
"Verra er að nauðgarinn er ennþá laganna vörður og þjónn."
Finnst þér, Jens, að það megi rústa lífi meintra geranda í nauðgunarmálum, án þess að sannanir liggi fyrir um sekt? Er sem sagt nóg að einhver kæri, þá geti hinn kærði bara kvatt sitt hefðbundna líf?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 14:14
Við íslendingar höfum víst nú þegar hlotið heimsfrægð fyrir Geirfinnsmálið
Og ekki batnar það við þetta....
En það virðist vera að "kerfið" sé samsekt hér .
Svo það er nú kannski ekki gott við að gera.
Það er varla hægt að lá Erlu það að hún hafi ekki lagt í að ganga ein á móti öllu genginu gráu fyrir járnum eins og búið var að fara með hana þá.
Það hefðu örugglega fleiri hikað við og ekki talið sig eiga mikla möguleika eða von á góðu úr þeirri áttinni myndi hún hreyfa því máli Að fenginni reynslu.
Sólrún (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 16:30
Það hefur aðeins einu sinni komið satt orð útúr munni Erlu Bolladóttur. Það var þegar hún játaði sekt sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.
Karl Brynjólfsson (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 18:05
Jens Guð er smá frægur eða amk. nógu frægur til að hundsa spurningar en svona uppá bókunnina spyr ég hann; Hver er þassi starfandi lögreglumaður?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 19:55
Gott hjá þér Jens að vekja athygli á þessu. Nauðgarinn starfar fyrir Stefán Eiríksson lögreglustjóra á Hverfisgötunni, ásamt barnaníðingnum sem aldrei er leystur frá störfum sama hversu oft litlar stelpur kvarta undan honum í barnahúsinu. Barnaníðingurinn hefur það fínt hjá Stefáni:
"Lögreglumaðurinn sem fékk á sig barnaníðskærurnar var hins vegar á síðasta áratug dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi og umferðarlagabrot. Honum var gefið að sök að hafa ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerð lögreglu til að stöðva ætlaðan hraðakstur ökumanns bifhjóls. Heimildir DV herma að skömmu eftir dómurinn féll hafi lögreglumaðurinn verið gerður að varðstjóra."
"[Heimildamaðurinn] vildi meina að góð tengsl lögreglumanna við yfirmenn sína gætu haft áhrif á meðhöndlun mála þegar eitthvað kæmi upp á."
http://www.dv.is/frettir/2013/2/11/logga-fekk-langan-starfslokasamning/
Það borgar sig greinilega að hafa "góð tengsl" við Stefán. Hann er örugglega ekkert veikur eða neitt slíkt, örugglega alveg heilbrigður og fínn karl. - Ríkislögreglustjórinn líka. Mjög "professional" gaurar. Fólk þarf ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Það vita allir að allt var í fína lagi hjá kirkjunni þótt svona vinnubrögð hafi viðgengist þar, ekkert vandamál í gangi, þannig að fólk þarf ekkert að halda að allt sé vaðandi í barnaníðingum og nauðgurum bara þótt svona vinnubrögð...
símon (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 20:55
símon (IP-tala skráð)! af hverju ert þú að hylma yfir með þessum "professinoal" gaurum eins og Jens?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 21:02
Hvernig er ég að hylma yfir vinur? Og hvernig er Jens að hylma yfir? Er ekki Haraldur mbl ritstjóri og frændi Ríkislögreglustjórans í betri stöðu en ég og Jens þegar kemur að því að komast að því hverjir þessir menn eru, og birta grein?
Kastljós og Silfur Egils gætu tekið Stefán í viðtal og rætt um þessa hluti.
Og svo uppá bókunina vinur, hvernig finnst þér Stefán og félagar standa sig? Allt í fína lagi?
símon (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 22:04
yfir nafni lögreglumannsins af hverju má ekki segja það?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 22:24
Jens. Það er staðreynd að minnimáttar njóta ekki mannréttinda á Íslandi. Það er óhugnanleg staðreynd. Allt kerfið er meðsekt, gerspillt og helsjúkt.
Dómskerfið er, og hefur alla tíð verið verra en ekkert, fyrir kerfis-útskúfaða og minnimáttar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 22:28
"yfir nafni lögreglumannsins af hverju má ekki segja það?"
Ef ég vissi nöfnin á meintum nauðgurum og barnaníðingum sem vinna fyrir Stefán Eiríksson, þá myndi ég ekki hika við að opinbera þau. Ég veit ekki nöfnin á þessum sjúklingum, þannig að - því miður - ég get ekki sagt frá þeim.
Ég skil ekki hvers vegna þú sakar mig og Jens um einhverja yfirhylmingu á upplýsingum sem við höfum ekki? Hvers vegna beinir þú þessum ásökunum að þeim aðilum sem eiga að stunda rannsóknarblaðamennsku og hafa aðstöðu til þess að birta greina í fjölmiðli?
Skrifaðu frekar bréf til ritsjóra Moggans og biddu þá um að setja einn starfsmann Moggans í að rannsaka þessi mál og skrifa góða grein!
símon (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 23:08
Leiðrétting: "Hvers vegna beinir þú ekki þessum ásökunum að þeim aðilum.."
símon (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 23:10
ætlar þú að segja mér að Jens viti þetta ekki?????
Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.5.2013 kl. 23:29
"ætlar þú að segja mér að Jens viti þetta ekki?????"
Einmitt það sem ég er að segja.
símon (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 00:29
Guðmundur, hún var í vonlausri stöðu að kæra þetta á sínum tíma. Hún var meira en núll og nix í þessum hildarleik. Nauðgarinn og aðrir glæpamenn þessa máls fóru létt með að fá hana saklausa dæmda sem morðingja. Hún átti ekki sjéns.
Jens Guð, 12.5.2013 kl. 04:21
Símon, ef þú getur ekki bent á þessa menn, þá eru þeir ekki til.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2013 kl. 04:22
Jósef Smári, rétt hjá þér. Hún átti engan möguleika á leita réttlætis.
Jens Guð, 12.5.2013 kl. 04:23
Jónatan, nákvæmlega.
Jens Guð, 12.5.2013 kl. 04:24
Gunnar Th. segir: "ef þú getur ekki bent á þessa menn, þá eru þeir ekki til."
Ég vona þín vegna að þú hafir skrifað þetta um miðja nótt í einhverju ölæði.
símon (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 07:13
símon (IP-tala skráð) (eða aukasjálf af Jens Guð (Guð er þríeinn))
Þið eruð búnir að sanna að þið vitið hver maðurinn er en þorið ekki að birta nafnið.
tomas (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 12:19
Og sönnunin er?
símon (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 15:37
Eiga menn að hafa einhvern rétt í okkar þjóðféalgi sem eru í ruglinu. Eigum við sem erum með fulde fem að borga fyrir þetta dót?
Reynir (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 15:57
þetta er sorglegt allt saman og rettarkerfinu til skammar og ekkert riki sem telur sig siðmenntað er með eins miklar sektarkröfur i kynferðisafbrotamálum og Island,þannig getur fólk setið áfram óáreytt, ekki skal mig undra að hun hafi ekki sagt frá á sinum tima með allt rettarkerfið á bakinu ,Jens flottur að þora að skrifa um þetta
sæunn (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 16:30
Ásthildur Cesil, hún mat stöðuna klárlega rétt á sínum tíma.
Jens Guð, 12.5.2013 kl. 20:15
Aðalsteinn, ég reyndi að finna það myndband á þútúpunni. Án árangurs.
Jens Guð, 12.5.2013 kl. 20:21
Gunnar Th. (#6), ég er ekki að hvetja til þess að líf meints nauðgara sé lagt í rúst án sannanna fyrir sök. Þvert á móti er ég að kvarta undan því að ekki hafi verið leitað sannanna. Þarna var full ástæða til þess að kanna hvers vegna stúlka í einangrun í fangelsi var af embættismönnum sett á getnaðarvarnapillu. Hver óskaði eftir því? Hvaða læknir skrifaði upp á pilluna? Hvaða upplýsingar fékk læknirinn sem fengu hann til að skrifa upp á? Hvað með fangaverðina sem skráðu samviskusamlega í dagbók fangelsins lyfjagjöf stúlkunnar? Hvaða upplýsingar fengu þeir?
Jens Guð, 12.5.2013 kl. 20:34
Hverjir aðrir en lögregluþjónar og fangverðir höfðu aðgang til að barna greyið stelpuna í fangelsinu? Hverjir vissu af því að hún þurfti pilluna?
Hvers vegna missti enginn vinnuna eftir Þvagleggsmálið?
Og hvað með ógeðið sem sem hefur þrisar verið ásakaður um að nauðga barni, en aldrei leystur frá störfum, ekki einu sinni á meðan ekki-rannsókn fer fram?
Ef rétt er hjá Stefáni Eiríkssyni að hann hafi ekki lagalega heimild til að leysa menn frá stöfum á meðan afbrot eru rannsökuð, hvers vegna hefur Stefán aldrei beðið ráðherra um að breyta lögunum? Hver samdi/samþykkti þessi lög, ef til eru?
Gilda þessi lög líka fyrir presta og leiksskólakennara? Mega menn sem hafa verið 3 sakaðir um að nauðga barni vinna sem kennarar, eða eru þetta sér lög bara fyrir lögguna? Ef svo er, hvers vegna þarf lögregla svo rúmar reglur?
Er eitthvað smá "problem" í gangi á Hverfisgötunni?
Hvað þarf eiginlega til að fólk í lögreglunni missi amk vinnuna? Er ekki hægt að reka lögregluþjón vegna vanhæfis? -T.d. vegna sífelldra ásaka um barnaníð? - Þarf að góma þetta lið í bólinu með 10 ára barni?
Hefur eitthvað breyst hjá lögreglunni frá því þessi nauðguna átti sér stað?
Og hvað með yfirmenn sem gera ekki neitt?
Hvað er Stefán að hugsa? Hvað er Ríkislögreglustjóri að hugsa?
Hvort er meiri þörf á því að lögreglan fái meiri heimildir til að níðast á fólki, sbr forvirkar heimildir, eða að það verði sett upp óháð innra eftirlit og hreinsað til?
símon (IP-tala skráð) 12.5.2013 kl. 21:48
Sumar konur sem stunda ekki kynlíf nota pilluna til að minnka túrverki
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2013 kl. 09:30
"Sumar konur sem stunda ekki kynlíf nota pilluna til að minnka túrverki"
Úff, Gunnar th., ég vona bara að þú sért ekki lögga, sérstaklega ekki á Hverfisgötunni.
símon (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 10:58
Sólrún, ég tek undir þín orð.
Jens Guð, 13.5.2013 kl. 12:17
Karl, fylgja þessu verkir?
Jens Guð, 13.5.2013 kl. 12:18
Símon, hefurðu aldrei heyrt af þessu? Engar konur í þínu lífi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2013 kl. 12:54
"Símon, hefurðu aldrei heyrt af þessu? Engar konur í þínu lífi?"
Finnst þér í lagi að afskrifa pilluna þarna sem verkjameðal án rannsóknar? Í nauðgunarmáli? Var einhver sem athugaði það vinur?
Segðu mér nú Gunnar, finnst þér í lagi að maðurinn starfi áfram sem lögga? Og hvað með lögregluþjóninn sem starfar fyrir Stefán Eiríksson, og hefur verið sakaður 3 um að nauðga börnum? Er í lagi að hann starfi ennþá sem lögga? Finnst þér í lagi að hann hafi aldrei verið leystur frá störfum á meðan "rannsókn" fór fram?
símon (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 13:16
Ég er bara að benda á að pillan er ekki BARA notuð sem getnaðarvörn og ekkert óeðlilegt við það að konur í fangelsi noti hana.
Ég tek enga afstöðu í málinu aðra en þá að ég er á móti dómstóli götunnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2013 kl. 13:52
Það er nú málið Gunnar minn, pillan hefur nefnilega aukaverki sem er hætta á blóðtappa, þess vegna vilja margar konur nota eitthvað annað, til dæmis lykkju eða smokka, margar láta líka "loka" sér þegar barnafjöldin er orðin æskilegur, það gerði ég m.a.
Svo finnst mér þetta frekar siðlaust af þér að tala svona um þessa ungu konu, sýnir mér í raun og veru þá fordóma gagnvart fólki í hennar sporum sem ég hef svo oft talað um. Þið sem eruð svona þenkjandi verðið að skilja að um leið og þið sýnið fíklum svona vanvirðingu þá særið þið um leið alla sem að þeim standa. Þeirra réttindi ættu að vera tryggð í stjórnarskrá en eru það greinilega ekki og sumum finnst það bara allt í lagi. Ég verð afskaplega reið yfir svona afstöðu svo það sé alveg á hreinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2013 kl. 14:05
"Ég tek enga afstöðu í málinu aðra en þá að ég er á móti dómstóli götunnar."
Getur þú ekki einu sinni tekið undir að það sé sjálfsagt mál að leysa lögregluþjóna frá störfum á meðan verið að rannsaka hvort þeir hafi nauðgað? Og þá sérstaklega þegar verið er að rannsaka hvort viðkomandi hafi nauðgað 10 barni? Og þá sérstaklega, sérstaklega...þegar viðkomandi hefur verið kærður 2 áður fyrir að nauðga barni?
símon (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 14:16
Áshildur. Þeir sem leiðast inn á varnarlausra brautina, fá ekki sömu þjónustu og mannréttindi, eins og hinir háu hvítflibbar og þeirra afkomendur, ættingjar og bakland, sem skammta sér og sínum ókeypis, það sem öðrum er bannað.
Þeir fáu vönduðu og góðu læknar, sem reyna að tala máli minnimáttar, eru lagðir í einelti af kerfinu og fjölmiðlunum. Fjölmiðlum sem stjórnað er af mafíunni.
Þeir sem fara í svokallaða "meðferð" á Vog, fá ekki vandaða þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu (fordómar hindra það). Þeir fá ekki sterk verkjarlyf við verkjum (vegna fordóma). Þeir fá ekki að líftryggja sig (vegna fordóma), og svo mætti lengi telja. Það er til lítils fyrir utangarðs-sjúklinga að reyna að standa sig, þegar þeirra bíður ekkert annað en fordómar yfir-kerfisins með tilheyrandi mannréttindabrotum.
Listinn er langur, sem fordóma-yfirlæknirinn á Vogi, og hans glæpaklíka víða í samfélaginu sendir á "heilbrigðis-kerfið", til að hindra þá sem vilja standa sig.
Mafían á Íslandi verðlaunaði fyllibyttu-flottræfils-lækni, með því að gera hann að eilífðar-yfirlækni á Vogi, sem í dag hreykir sér í sumum fjölmiðlum, af því að hafa haft sjúklinga á sinni stofu úti á landi í aðgerð, undir miklum áhrifum vímuefna.
Ótrúlegt að í dag er þessi læknir kallaður yfirlæknir, á afeitrunarstöð, sem klíkunni hans hefur tekist að skíra "sjúkrahús". Alvarleiki spillingarinnar á Íslandi er svo alvarlegur, að það verður að segja frá, og stoppa glæpina.
Það er ekki undarlegt að mafíustýrðir löggæslumenn/stjórnmálamenn, þurfi ekki að taka ábyrgð á sínum níðingsverkum, þegar yfirstjórnin er rotin í gegn.
Og varnarlausu sviknu sálirnar fá enn þann dag í dag að deyja, vegna réttarmorða kerfisspilltu dómstólanna, í friði fyrir þessum spilltu yfirmönnum þessa lands.
Þetta er satt, sem ég var að skrifa hér, en ekki getgátur út í loftið!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2013 kl. 14:53
Jú, Símon, ég get tekið undir það
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2013 kl. 15:51
"Jú, Símon, ég get tekið undir það"
Mikið er nú ofsalega gaman að heyra það. Þakka þér.
símon (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 15:59
Anna Sigríður já ég veit allof vel hvernig þessu er varið. Og það verður að brjóta þetta upp og láta fólk skilja að við erum öll manneskjur og það fólk sem lendir utan garðs er ekki vont fólk, heldur miklu frekar viðkvæmar sálir sem eru of viðkvæmar fyrir þennan heim. Og kerfið brýtur þau niður smátt og smátt, en líka með risa stórum höggum. Svei þessu bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2013 kl. 17:31
Kristján Sigurður (#9), eðli málsins samkvæmt get ég ekki gefið upp nafnið á manninum. Nauðgun er alvarlegur glæpur. Ekki síst þegar lögreglumaður nauðgar ungri konu sem er í einangrun í fangelsi hjá honum. Á meðan maðurinn hefur ekki verið sakfelldur yrði þessari bloggsíðu minni lokað til frambúðar ef ég birti hér nafn hans. En nafnið mun leka út á öðrum vettvangi.
Jens Guð, 13.5.2013 kl. 19:05
Símon (#10), gott hjá þér að vekja athygli á lögreglumanninum sem hefur verið kærður fyrir að níðast kynferðislega á þremur börnum og var hækkaður í tign í kjölfarið.
Jens Guð, 13.5.2013 kl. 19:08
Anna Sigríður (#14), því miður er þetta rétt hjá þér.
Jens Guð, 13.5.2013 kl. 19:10
"gott hjá þér að vekja athygli á lögreglumanninum sem hefur verið kærður fyrir að níðast kynferðislega á þremur börnum og var hækkaður í tign í kjölfarið."
Bara sjálfsagt, en takk samt. Vona að það gangi vel hjá litlum fuglum að leka nafni - slysin gerast.
Hvet fólk að skrifa ástarbréf til Ögmunds ráðherra og/eða Stefáns lögreglustjóra, og þakka þeim fyrir að standa sig svona vel. Ekki gleyma að þakka Ömma líka fyrir að endurnýja starfssamninginn við Ríkislögreglustjórann - eins gott að hann var ekkert að nýta tækifærið til að hreinsa til.
símon (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 20:09
Símon (#15), það heyrir undir saksóknara og yfirmenn lögreglunnar að taka til: Að vera ekki með nauðgara og barnaníðinga í vinnu við að taka við kærum frá fórnarlömbum nauðgara og barnaníðinga.
Jens Guð, 14.5.2013 kl. 00:41
Nákvæmlega Jens. Mig minnir líka að það hafi verið sögusagnir um lögregluþjón, þrálátar að hann og bróðir hans hafi misnotað systur sína ítrekað, ég man vel nafnið, en ætla ekki að segja það hér, það var aldrei gert neitt í málinu þó orðrómurinn væri sterkur. Ætli hann sé ekki ennþá lögga? eða komin á eftirlaun. Þetta er ógeðslegt og hvað getur maður gert til að ýta á að það verði hreinsað til. Lögreglan rétt eins og prestar þurfa að hafa traust fólks algjörlega og tiltrúnað. Það er erfitt þegar trekk í trekk koma upp svona sagnir og allt þaggað niður og mönnum ekki einu sinni vikið frá meðan mál eru könnuð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2013 kl. 09:12
"það heyrir undir saksóknara og yfirmenn lögreglunnar að taka til"
Það mætti halda það, en Ríkislögreglustjóri og Stefán segja báðir að þeir geti ekki gert neitt lagalega séð. Það má ekki reka lögregluþjón á meðan rannsókn fer fram, ef þeir segja satt. Ef þeir segja satt, þá eru eru einhverjar reglugerðir í gangi sem hafa verið samdar og samþykktar af veikum mönnum.
Ég vil vita hvort þetta sé rétt hjá þeim, og hvort þetta séu sér reglur fyrir lögregluna, eða hvort sama gildir um alla opinbera ríkis og bæjarstarfsmenn, hvort sem það eru prestar eða leikskólakennarar.
Og ég vil vita hvers vegna enginn hefur gert neitt til að laga þessar reglugerðir, ef rétt er. Ef lögreglumaður er sakaður um að nauðga barni, og Stefán kemst að því að vegna einverra klikkaðra reglugerða þá megi ekki reka manninn, og ekki einu sinni leysa frá störfum á meðan rannsókn fer fram, þá væri hægt að afsaka Stefán og Ríkislögreglustjóra.
En hvers vegna báðu þeir ekki ráðherra/Alþingi um að breyta lögunum? Þeir hafa enga afsökun þegar sami lögreglumaður er sakaður í annað skiptið um að nauðga barni, og Stefán ypptir öxlum...og svo aftur í þriðja skiptið.
Hvern fjandann eru þessir menn að hugsa? Eru þetta í alvörunni svona miklir kálhausar?
Á endanum þá ber ráðherra ábyrgð á yfirmönnum lögreglunnar. Yfirmenn sem sætta sig við endalaus hneykslismál, ofbeldi, nauðgara og barnaníðinga án þess að hreinsa til - Þeir hafa ekkert að gera í þessi störf. Og það er ráðherra sem þarf að hreinsa til.
Yfirmennirnir þarna virðast ekki sjá neitt athugavert við ástandið hjá sér, það eina sem Stefán og Ríkislögreglustjóri hugsa um er að auka eigin völd, fá forvirkar rannsóknarheimildir og meiri vopn.
símon (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 10:56
Ásthildur segir "Það er erfitt þegar trekk í trekk koma upp svona sagnir og allt þaggað niður og mönnum ekki einu sinni vikið frá meðan mál eru könnuð."
Lögreglan á Íslandi er bara fræg fyrir þetta, ofbeldi og perraskap. Það heyrast ennþá söfur af fólki sem er misþyrmt og jafnvel nauðgað uppá stöð. Fáir þora að kæra enda er hvort sem er 97% af málum felld niður eða týnast á einhver hátt. Og ennþá er sama viðhorfið í gangi og var með kirkjuna, "þetta getur ekki verið satt", bla bla bla, afneitun.is. Vonlaust. Fíknó er sérstaklega frægt:
Þetta eru bara krakkar að fikta,“ og honum ofbýður þetta ,,sexual ofbeldi“, ,,káf“ og ,,fautaskapur“ sem unglingum er sýnd. ,,Ef þeir sjá einhverja ljóshærða skutlu með stór brjóst sem er samt bara krakki þá er káfað á henni, hiklaust meira segja tekin upp á stöð, algert rugl,“ segir fíkniefnalögreglumaðurinn.
http://www.sigurfreyr.com/vimuefnaneysla-radamanna/
símon (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 11:08
Já það þrífst allskonar perragangur í undirheimunum, og það væri ekki skrýtið ef lögreglan sem er það með annan fótinn brenglaðist ekki á einhvern hátt á því hvað er eðlilegt og hvað ekki. Þó menn séu ef til vill ekki slæmir að upplagi.
En fyrst og fremst þarf að taka alvarlega á brotum lögreglumanna, því eins og ég sagði þá er það skilyrðislaust að þeir verða að hafa trúverðugleika gagnvart almenningi. Annar er ekki þolandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2013 kl. 12:35
Já einmitt Ásthildur, en því miður er gamla taktíkin sú að þagga allt niður til að halda frontinum, trúverðuleikanum. En þetta er svoddan spilaborg. Það þarf að þrýsta á breytingar, hafa samband við þingmenn þegar ballið byrjar aftur. - Og borgarstjórn. Kannski væri hægt að byrja með innra eftilit með lögreglunni í Reykjavík, og þróa það síðar í eftirlit fyrir allt landið.
Hvað sem fólk heldur um Jón Gnarr og félaga, þá er ég nokkuð viss um hann og fólkið í kring um hann hafi ekki sama tolerans fyrir perrum og barnaníðingum og ýmsir ónefndir aðilar.
Svo þarf einfaldlega að þrýsta á fjölmiðla líka, svo farið verði að fjalla um þessi ógeðslegu mál, og hætt að spila með þögguninni.
símon (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 16:50
Algjörlega sammála þessu Símon.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2013 kl. 17:15
Gunnar Th. (#32), stúlkan var hætt á blæðingum - eins og algengt er þegar stúlkur lenda í hremmingum.
Jens Guð, 14.5.2013 kl. 22:38
Tómas (#24), sjá athugasemd #45.
Jens Guð, 14.5.2013 kl. 22:39
Reynir (#26), hver er í ruglinu og hver er ekki í ruglinu?
Jens Guð, 14.5.2013 kl. 22:42
Sæunn, nákvæmlega.
Jens Guð, 14.5.2013 kl. 22:43
Útaf færslu minni í (#9) ætla ég að nota dulnefnið. Eggert N. Bjarnason og Sigurbjörn Víðir Eggertsson vóru rannsókarlögreglumenn á þessum tíma. Eggert er hættur.
Gerandinn í þessu máli er Þórður björnsson yfirlögregluþjónn í Papey og starfar þar enn.
Þá er það á hreinu
tomas (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 12:18
Þórður var saksóknari, en hin 2 nöfnin koma til greina.
símon (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.