Litríkir og flottir bæir og þorp

siglóAsiglóFsiglóEsiglóCsiglóBBB

  Íslensk þorp,  íslenskir kaupstaðir,  íslenskir sveitabæir og bara flest hús á Íslandi eru litlaus og ljót.  Hvít, grá eða máluð öðrum dauflegum litum.  Siglufjörður er undantekning.  Myndirnar hér fyrir ofan eru þaðan.  Gott ef það var ekki myndlista- og kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Steinar Ragnarsson sem málaði bæinn rauðan og gulan og bláan...

  Grænlendingar kunna vel að meta skæra liti,  hvort sem er á fatnaði eða húsum.  Fyrir bragðið eru grænlensk þorp litrík og flott.  Hér eru nokkrar myndir:

litrík-greenland townlitrík-kangamiut--greenland

  Í sumum löndum aðeins lengra í burtu má rekast á skærlitaða bæjarhluta.  Til að mynda í Gamla Stan í Stokkhólmi í Svíþjóð:

litrík-Gamla-Stan, svíþjóð

  Einnig í Wroclaw í Póllandi:

litrík-Wroclaw, Póllandi

  Í Cinque á Ítalíu lífgar litagleðin upp á annars frekar ljótar byggingar:

litrík-Cinque-Terre Ítalíu

  Margir Íslendingar hafa heillast af ýmsu á Pattaya í Tælandi. 

litrík-Pattaya, Thælandi

  Til samanburðar höfum við grámyglulega Reykjavík (og næstum hvaða bæ eða þorp á Íslandi):

reykjavik 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Litrík og uppfrískandi færsla. Hef komið til Wroclaw og Siglufjarðar fyrir litrófsbyltinguna þar. Eitthvað hefur nú verið átt við litina á húsunum í Póllandi, því þeir eru daufari í raunveruleikanum.

FORNLEIFUR, 29.5.2013 kl. 20:15

2 Smámynd: Jens Guð

  Fornleifur,  takk fyrir upplýsingarnar.  Litirnir þarna í Póllandi eru hrópandi ýktir. 

Jens Guð, 30.5.2013 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband