Spennandi hljómleikar, kaffi og sölumarkaður 1. júní

 

  Nú verður heldur betur handagangur í öskjunni og fjörlegt í miðbæ höfuðborgar Íslands,  Reykjavík,  um næstu helgi.  Nánar tiltekið á Kirkjustræti 2.  Boðið er upp á glæsilega hljómleikadagskrá,  rjúkandi heitt og ilmandi kaffi,  nýbakað bakkelsi og stóran, fjölbreyttan og spennandi fata- og nytjamarkað. 

  Fjörið hefst klukkan 11.00 laugardaginn 1. júní í Herkastalanum og stendur til klukkan 17.00 sama dag.  Klukkan 14.00 stíga vinsælar poppstjörnur og hljómsveitir á stokk,  ein af annarri.  Þeirra á meðal er júrivisjón-söngvarinn Eyþór Ingi,  hljómsveitin Leaves,  færeyska söngkonan Dorthea Dam,  Steini í Hjálmum,  Sísý Ey og Siggi Ingimars. 

  Hátíðin heitir Hertex dagur 2013.  Tilgangurinn með hátíðinni er að skemmta sér og öðrum,  vekja athygli á og virkja náungakærleika og safna fé til hjálparstarfs Hjálpræðishersins;  fyrst og fremst til reksturs Dagsetursins á Eyjaslóð.  Það er athvarf fyrir útigangsfólk og aðra sem eru bágt staddir í lífinu. 

  Engin ein manneskja getur allt en allir geta eitthvað.  Nú er lag að hjálpast að við að hjálpa meðbræðrum okkar og -systrum sem hafa fallið utangarðs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband