Einvígi indverskrar prinsessu og geltandi frosks

 

  Í gær kvaddi Bubbi Morthens sér hljóðs.  Hann skipaði indversku prinsessunni,  Leoncie (Icy Spicy),  að halda kjafti.  "Leoncie, farðu að þegja,"  sagði hann.  Indverska prinsessan hlýddi ekki.  Þess í stað kallaði hún Bubba geltandi frosk.  Eða réttara sagt:  Hún sagði hann hljóma eins og geltandi frosk.  Það er eiginlega það sama.  Til viðbótar dró indverska prinsessan hæfileika Bubba í efa.  Mjög svo í efa.  Bubbi hafði áður efast um hæfileika indversku prinsessunnar og sakað hana um að vera dóna.  Þau gefa lítið fyrir hæfileika hvors annars.  Hvað er til ráða?

  Leoncie hefur komist að sanngjarnri niðurstöðu.  Niðurstöðu sem gengur út á það að þau etji kappi hvort við annað.  Fari í tónlistareinvígi.  Eðlilega á hlutlausu svæði.  Indverska prinsessan stingur upp á Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Hún hefur sterkan grun um úrslitin:  Að Bubbi fari grátandi heim. 

  Þorir Bubbi?   Tekur hann áskorun indversku prinsessunnar?  Eða lúffar hann? Í umræðunni á fésbók hallast flestir að því að hann setji skottið niður og þori ekki.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HA ha ha... Minnir að þú hafir sagt við mig að vinsældir pönksins megi rekja til þess að tveir turnar hafi risið upp á svipuðum tíma. Sex pistols og Clash.

Kannski er sama í uppsiglingu núna. Bubbi og Leoncie. Fullkomið! ... minnir dálítið á rimmuna á milli Blur og Oasis, Mohameth Ali og Gorge Forman, Rolling stones og Bítlana, Tomma og Jenna, Larry Bird og Magic Johnson. Er sannfærður um að frægðarljós þeirra muni í kjölfarið skína skærar en stærstu sólir alheimsins til samans.Framtíð þeirra verður ekkert nema gull og demantar.

Brynjar Jóhannsson, 14.6.2013 kl. 01:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér fekkstu mig til að brosa, Jens!

Svo mátti nú í flýti mislesa yfirskrift efra myndbandsins: Ást á bobbingum!

Jón Valur Jensson, 14.6.2013 kl. 01:57

3 identicon

Í fyrsta lagi þá hefur Bubbi Morthens tæplega efni á því að segja nokkrum manni að þegja.   Í öðru lagi verður varla greint hvort þeirra er meiri bullukollur, Bubbi Morthens eða Lioncie.   Í þriðja lagi þé tel ég víst að Bubbi Morthens þori aldrei að mæta Lioncie í nokkru einvígi.  Tel Bubba Morthens einfaldlega huglausan strigakjaft sem felur sig á bak við ennþá minni karla inni á sundurlimuðum 365 miðlum.

Stefán (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 08:20

4 identicon

Er þetta bara ekki algjör "BOMA".......

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 19:50

5 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  það er rétt hjá þér:  Það er eitt besta auglýsingatrix sem til er að gera út á samkeppni á milli tveggja.  Þetta er ekki bundið við tónlistarfólk.  Þetta á líka við um Coca Cola og Pepsi og hvað sem er. 

  Það sem gerir trixið svo öflugt er að athyglin og umræðan er þrengt niður á aðeins þessa tvo keppinauta.  Í stað þess að fólk spyrji sig og aðra:  "Hvernig finnst þér Bítlarnir?" þá verður spurningin:  "Hvort líkar þér betur við Bítlana eða Stóns?".

  Í hugleiðingu um svar við fyrri spurningunni eru Bítlarnir bornir saman við öll önnur fyrirbæri í tónlist.  Möguleikar á svari eru endalausir.  Einhver getur svarað að hann sé meira fyrir djass.  Annar getur svarað að hann sé meira fyrir þjóðlagatónlist.  Þriðji getur nefnt að hann sé meira fyrir blús eða kántrý.  Og svo framvegis. 

  Í svari við seinni spurningunni eru líkurnar orðnar 50% á að viðkomandi segist vera meira fyrir Bítlana (eða meira fyrir Stóns).  

Jens Guð, 14.6.2013 kl. 22:37

6 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  þá er tilgangnum náð;  að laða fram bros hjá lesendum.  Takk fyrir ábendinguna með bobbana.  Nú var það ég sem glotti. 

Jens Guð, 14.6.2013 kl. 22:38

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það virðast flestir vera á því að Bubbi þori ekki í einvígi við Leoncie. 

Jens Guð, 14.6.2013 kl. 22:40

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Kristján,  þetta er algjör B-O-B-A!

Jens Guð, 14.6.2013 kl. 22:40

9 Smámynd: Jens Guð

  Leoncie hefur blokkerað öll myndbönd með sér á youtube.  Það er miður.  Þau eru svo skemmtileg, mörg hver.  Þar fyrir utan var forskot á sæluna að bera saman myndböndin með keppinautunum hér fyrir ofan.  En,  sorry.  Indverska prinsessan hefur lokað á deilingu frá þútúpunni á myndbönd sín.  Það má þó áfram horfa á þau á youtube.  Það er kostur.

Jens Guð, 15.6.2013 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband