Fólk er fíklar

  Fólk elskar að ögra sér.  Fólk elskar að taka áhættu.  Fólk er fíkið í "adrenalínkikk".  Þetta er algengast hjá stálpuðum krökkum og seinþroska unglingum.  Þeir eru stöðugt að láta reyna á það hvað þeir þora að stökkva fram af háum byggingum,  hvað þeir þora að glannast mikið á hjólabrettum eða reiðhjólum.  Það eru stöðugar tilraunir í gangi.  Þessi ungmenni reikna síður með því að slasast og dauðsfall er ekki til í þeirra hugsun.

  Þegar unglingar ná fullum þroska hægir um.  Flestir eignast börn og verða ábyrgir uppalendur án glæfralegs glannaskapar.  Svo fljúga ungarnir úr hreiðrinu og hversdagurinn verður grár.  Þá blossar upp löngun í gamla adrenalínskammtinn.  Fólk fer að ögra sér með því að klífa fjöll,  fara í teygjustökk,  fallhlífastökk, kjósa Framsóknarflokkinn og allskonar.  Bölvaður glannaskapur alltaf hreint.

Ekk fyrir lofthrædda á Indlandi

  Íbúar þessa turns á Indlandi láta lofthræðsluna kitla sig.  Aðrir þurfa stærri adrenalíngusu.  Þeir ganga á línu. 

ekki fyrir lofthrædda - gengið á vír   

  Mig grunar að þessi skemmtilegi fjallatroðningur sé í Asíu.  Útsýnið er fagurt en vegfarandur eru uppteknari af því að detta ekki. 

ekki fyrir lofthrædda - gengið í skólann

  Myndin fyrir neðan er af íslenskum fjallavegi.  Sumir kjósa fremur að ganga hann en aka.

ekki_fyrir_lofthraedda_-_islenskur_fjallavegur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Adrenalínfíknir Spánverjar byggja bratt.

ekki_fyrir_lofthraedda_a_spani.jpg


mbl.is Háskaleg ljósmyndataka ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á 365 miðlum er mikið sótt í áhættusamar uppsagnir þessa dagana og sagt er að þar sé raunar enginn öruggur í starfi lengur.  Þar sitja ,, litlir menn " saman úti í dimmum hornum og skipuleggja uppsagnir á öllu því fólki sem enn þorir að opna munninn.  Nýjustu sögur herma að nú eigi jafnvel að segja næst upp þeim sem stjórna síðdegisútvarpinu á Bylgjunni, þeim af öllum ?   Já, fólk er svo sannarlega fíkið í adrelankikk á 365 miðlum þessa dagana.

Stefán (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 08:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki myndi ég vilja búa í þessum turni úff, ég kæmist aldrei að gluggunum. 

Gaman að lokaorðunum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2013 kl. 12:01

3 identicon

Mann sundlar við að skoða myndirnar.

Steini (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 13:55

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Pure hell..martröð..

hilmar jónsson, 20.6.2013 kl. 20:15

5 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  jú,  það er einhver öruggur í hlýjunni hjá JÁJ. 

Jens Guð, 20.6.2013 kl. 23:02

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  maður slær á létta strengi inn á milli. 

Jens Guð, 20.6.2013 kl. 23:03

7 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  stundum þarf ekki meira til. 

Jens Guð, 20.6.2013 kl. 23:03

8 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  þetta er glannalegt. 

Jens Guð, 20.6.2013 kl. 23:04

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvar er þessi fjallvegur á Íslandi Jens?

Guðni Karl Harðarson, 20.6.2013 kl. 23:08

10 Smámynd: Jens Guð

  Guðni,  hann er á Vestfjörðum.  Ég man ekki hvað fjallið heitir.  Það eru fleiri vegir á Íslandi í þessum dúr.  

Jens Guð, 21.6.2013 kl. 00:07

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vegur þessi, ef veg skyldi kalla, er slóði sem Elías Kjaran lagði á lítilli ýtu um til Selvoga í Arnarfirði og allt inn til Lokinhamra.

Steingrímur Helgason, 21.6.2013 kl. 00:18

12 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur, bestu þakkir kæri vin fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 21.6.2013 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband