Auðvelt töfrabragð til að finna út aldur fólks og skóstærð

  Fólk er alltaf að pukrast með aldur sinn og skóstærð.  Ég veit ekki ástæðuna.  Margir skrökva til um þessa hluti.  Segjast vera yngri en þeir eru og segjast nota minni skó en raunin er.  Þetta er furðulegt og ekki einskorðað við Íslendinga.  Þetta þekkist í nágrannalöndum okkar.  Sumir ljúga svo oft til um þetta og svo sannfærandi að þeim hættir til að trúa sjálfum sér.  Í öðrum tilfellum rugla menn sjálfa svo rækilega vegna þessara lyga að þeir muna ekki frá degi til dags hvað þeir eru gamlir og hver skóstærð þeirra er.  Það getur verið hvimleitt. 
  Svo skemmtilega vill til að með einfaldri reikningsaðferð er hægt að ganga úr skugga um réttan aldur og skóstærð.  Það er hægt að beita þessari aðferð gagnvart sjálfum sér og einnig gagnvart öðrum.  Jafnvel hverjum sem er.  Það eina sem þarf til er vasareiknir.  Prófaðu og sannreyndu þetta:
1.  Sláðu inn skóstærð þína
2.  Margfaldaðu með 5
3.  Bættu 50 við
4.  Margfaldaðu með 20
5.  Bættu 1013 við
6.  Dragðu frá fæðingarár þitt
  Niðurstaðan sýnir fjóra tölustafi.  Tveir þeir fremri sýna skóstærð þína.  Hinir tveir sýna aldur þinn.  Bingó!
 
of litlir skór

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Herra Jens... þú ert óforbetranlegur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2013 kl. 00:12

2 identicon

Skemmtilegur leikur, en veitir ekki neinar upplýsingar umfram það sem þú veist fyrirfram, sem sagt skóstærð og aldur  Hins vegar er myndin af fæti kínversku konunnar hrikaleg

Hulda (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 12:48

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Svona reikna þeir sem ráða fjármálum þjóðarinnar ;)...

og við gleypum við þessu sem svo miklum sannleika.. en skemmtilegt samt sem áður...

Myndin gott vitni um grimmd og miskunnarleysi gagnvart konum.

Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.7.2013 kl. 13:12

4 identicon

Skemmtileg flétta í stærðfræði. Virkar bara ef maður segir satt ;))

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 16:08

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég geng stundum fram af mér í bulli.

Jens Guð, 8.7.2013 kl. 21:39

6 Smámynd: Jens Guð

  Hulda,  þetta hjálpar manni að fá staðfest hver aldur og skóstærð er.  Víða um heim þykir flott að konur séu með sem nettastar fætur.  Það er kjánalegt, eins og best sést á öfgunum í því. 

Jens Guð, 8.7.2013 kl. 21:45

7 Smámynd: Jens Guð

  Kolbrún,  það er rétt hjá þér að svona er reiknað í ráðuneytum landsins.  Myndin er svakaleg.  Ég veit ekki hvernig þetta er gert.  Það þarf klárlega að brjóta bein til að snúa svona upp á fót.  Kannski er fóturinn mótaður svona strax á nýburum. 

Jens Guð, 8.7.2013 kl. 22:00

8 Smámynd: Jens Guð

  Jón Logi,  þetta virkar best þannig.

Jens Guð, 8.7.2013 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband