Nýtt og betra

  Það er merkilegt að ekki sé búið að koma fyrir hljóðdeyfi á höggborinn.  Það er leiðinda hávaði frá þessu verkfæri.  Hvellur og óþægilegur hávaði sem ærir alla nærstadda og í töluvert stórum radíus frá bornum.  Það væri strax til bóta ef borinn gæti boðið upp á mismunandi tóna þannig að hægt sé að spila róandi lagstúf með honum.  En hljóðdeyfir er betri kostur.  Hann er hljóðlátari aðferð.

  Tækninni fleygir fram við allt svona.  Sú var tíð að hellulagnamenn bröltu um á hnjánum til að leggja gangstéttarhellur eða vegahellur.  Það tók heilu dagana að helluleggja örfáa metra.  Í dag eru hellur lagðar fljótt og snyrtilega eins og teppi með hellulagningavél.  Vélin fer ekki hratt yfir.  En hún helluleggur tugi metra á klukkutíma.  

hellulagt.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Lengi vel var meiriháttar mál að leggja malbikaða vegi.  Með ýtum var jarðvegi rutt upp í rétta hæð.  Þar sem ekki var nóg um möl voru vörubílar á þeytingi með möl úr malargryfjum.  Yfirborðið sléttað út.  Heitt malbik lagt ofan á það.  Það tók heilu mánuðina að leggja hvern vegaspotta.  Fjölmenni þurfti til.  Við hvert verkefni var sett upp lítið þorp vegavinnuskúra.  Þar sváfu vegavinnuflokkar.  Einn skúrinn var mötuneyti.  Það varð að fóðra kvikindin.  

  Núna er farið að leggja malbikaða vegi á annan hátt.  Menn fá malbikaða vegi upprúllaða og leggja þá eins og teppi.  Rúlla þeim eftir slóðinni.   Það þarf aðeins einn mann í verkið.  Hann leggur veginn jafn hratt og hann gengur.  

vegur_lag_ur.jpg   Af því að tækninýjungar eru til umræðu má ég til með að nefna nýjan penna sem var að koma á markað.  Hann lítur út eins og venjulegir pennar.  Munurinn er sá að þegar orð er vitlaust stafsett þá titrar penninn.  Víbrar og gefur smá stuð.  Hann hættir ekki að víbra fyrr en orðið er rétt stafsett.  


mbl.is Ólétt kona stöðvaði vinnu höggbors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þyrfti sko að fá þessa snillinga til að valta hressilega yfir litlu karlana á 365-miðlum, sem eru hvort sem er alltaf að valta yfir starfsfólkið sitt.

Stefán (IP-tala skráð) 15.7.2013 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband