15.7.2013 | 21:59
Eitraður brandari
Ég rakst á þessa skemmtilegu mynd á netinu. Ég sprakk úr hlátri og ætlaði seint að hætta að hlæja. Ég veit ekki hvers vegna. Það er bara eitthvað óbærilega fyndið við þessa mynd. Til að sitja ekki einn að þessum hláturvaka smellti ég myndinni inn á Fésbók. Á örfáum mínútum var hálft þriðja hundrað manns búið að deila henni yfir á sínar síður. Myndin kitlaði greinilega hláturtaugar fleiri. Því er mér ljúft og skylt að setja hana líka hér inn:
Já, holtin og veggirnir hafa eyru eins og flugan.
Bandaríkjamenn festa Snowden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 14
- Sl. sólarhring: 578
- Sl. viku: 1172
- Frá upphafi: 4121554
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 995
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Jamm mikið hefur andlitið á forsetan Bandaríkjanna orðið ljótt undanfarið. Hann er bara eins og allir hinir. Skömmin er algjör. Og við sem héldum að þarna væri eitthvað betra á ferðinni, en oj bara Barac Obama, þú ert bara skíthætt eins og forverar þínir.
Og þar með kemst ég ekki inn í Bandaríkin, því njósnanetið er allt um kring og stóri bróðir á vappi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2013 kl. 22:15
Hvað myndi ríkisstjórn Pútíns gera við uppljóstrara einsog Snowden. Og hvað myndir þú gera ef þú hefðir þau tæki í hendi þér að geta njósnað um hvern sem er hvar sem er? Alveg viss um að þú myndir ekki freistast til að njósna um einn og einn?
Auðvitað njósna stórveldin um allt og alla, en ekki hvað? Þú myndir gera það sjálf(ur) ef þú gætir. Veröldin er rotin, enda er mannkynið algerlega geðveikt.
serious (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 04:08
Serious, margur heldur mig sig.
Theódór Gunnarsson, 16.7.2013 kl. 07:08
Já og sig mig líka. En hvað kemur það málinu annars við? Var enginn sem að stalst að hlusta á nágrannann í sveitasímanum í gamla daga, eða er það bara ég sem er svona pervertískur? Kommon þið bloggarar þið þykist ekki mega vamm ykkar vita, en vitið samt allt best í öllum málum heimsins. Facebook er svona minimal njósnakerfi sem gerir almenningi fært um að svala gægjuþörf sinni um nágrannann. Stórveldin hafa svo á sínum snærum há þróaðri kerfi sem gera þeim kleift að fylgjast með hverju sem er hvar sem er. Í hvernig heimi hélduð þið annars að þið byggjuð? Allt sem hægt er að misnota er misnotað, og ef það er ekki hægt að misnota það, þá er fundin upp leið til þess að misnota það. Enda er mannkynið snar-bilað.
serious (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 07:49
Ef að veggirnir hefðu nú eyru eins og þessi á myndinni, þá myndu þeir heyra hvað almenningur er hneykslaður á Þjóðhátíðarnefnd Eyja, að ætla að eyðileggja ímynd hátíðarinnar með því að láta Egil Gilzenegger stýra húkkaraballinu. Fjóldaáskoranir streyma nú til hátíðarnefndar um að hugsa sinn gang og nú er að sjá hvernig Eyjamenn bregðast við, hvort að Elliði Vignisson bæjarstjóri er maður eða mús ?
Stefán (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 08:18
Tek undir með Serious. Allt sem hægt er að misnota er misnotað. Var ekki Egill búin að fá uppreisn æru..??? Eða á bara að láta mannin líða fyrir það sem eftir er vegna einhvers hefndaruppspuna..??? Vona að Elliði sé maður en ekki mús og láti ekki rotturnar ráða.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 11:27
Hvaða æru hefur Egill ? - Kærði stúlkur og málið dautt sem er afar pínlegt fyrir hann
Steffán (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 14:04
En brandarinn er samt góður.Var það annars ekki aðal upfjöllunarefnið.En þó það sé annað,Andlát Jóhanns G. Jóhannsonar virðist fara skammarlega hljótt á síðum Morgunblaðsins.Mér finnst að þessi maður ætti skilið meiri virðingu þar sem hann var einstakur tónlistarmaður og listmálari og gull af manni.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.7.2013 kl. 14:53
Ásthildur Cesil, það er lítill munur á forsetum Bandaríkjanna á meðan þeir sitja í embætti. Þeir eru kostaðir í embættið meira og minna af sömu hagsmunahópum, auðhringjum og þess háttar. Leyniþjónustur og ýmsar stofnanir eru ríki í rikinu og leika lausum hala. Forsetinn hverju sinni er strengjabrúða þessara aðila. Andlitið út á við. Forsetinn lærir fljótt að það er ekki hann sem ræður. Pyntingabúðirnar í Guantanamo eru gott dæmi um þetta. Hussein Obama lofaði í kosningum fyrir 5 árum að eitt af hans fyrstu verkum í embætti yrði að stöðva Guantanamo hneykslið og loka fangabúðunum. Hann komst eldsnöggt að því að embættismenn og stofnanir eru ekki á sömu línu. Þess vegna er ennþá verið að kvelja fanga í Guantanamo, 5 árum eftir embættistöku Husseins.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 22:04
Serious, Pútín myndi láta slátra honum. Þannig fara fasískir ráðamenn að. Lýðræðissinnar sem aðhyllast einstaklingsfrelsi og friðhelgi einkalífs hafa Pútín ekki sína fyrirmynd eða sitt viðmið. Né heldur hafa löngun til að njósna um einn né neinn.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 22:25
Theódór, ég tek undir með þér.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 22:27
Serous (#4), á mínum uppvaxtarárum í útjaðri Hóla í Hjaltadal var "sveitasími". Hvorki á mínu fjölmenna æskuheimili né á öðrum bæjum í sveitinni þar sem ég þekkti til var áhugi fyrir því að "hlera símann". Ég dvaldi vikum saman á öðrum bæjum af ýmsu tilefni. Ég varð aldrei var við að neinn væri að "hlera símann". Að undanskildum einum gömlum einstæðingi, Sigga Pósti. Hann tók hraustlega í nefið og andaði þess vegna í gegnum munninn um leið og hann eins og tuggði með fölsku tönnunum sínum (þó að hann hefði ekkert til að tyggja). Hann átti það til að "hlera símann". Það leyndi sér ekki á þungum andardrætti hans og jórtri. Fræg er saga af því þegar mæðgur sem bjuggu á sitthvorum bænum urðu varar við að Siggi Póstur var kominn á línuna. Önnur sagði: "Nú heyri ég að Siggi Póstur er byrjaður að hlera." Þá hrökk upp úr kallinum: "Það er lýgi!" og skellti á.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 22:38
Stefán, hvar er hægt að skrifa undir?
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 22:39
Sigurður, það er fullgróft hjá þér að segja Egil misnota ALLT sem hægt er að misnota. Hann hlýtur að eira einhverju. Ég sé ekki að æra hans sé uppreist eftir að saksóknari taldi ekki vera forsendur fyrir því að lögsækja meint fórnarlömb hans fyrir falskar kærur. Egill er þar með kominn á bekk með Ólafi Skúlasyni sem gekk sama veg með sömu niðurstöðu.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 22:48
Stefán, tek undir það.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 22:49
Jósef Smári, mig undrar þetta líka. Kunningi minn vill meina að JGJ hafi þótt óþarflega gagnrýninn krati á "spilltan heim" í söngtextum með Óðmönnum á sínum tíma. Ég veit samt ekki hvort að sú sé ástæðan. Skömmu fyrir andlát sitt sagði Haukur Morthens mér frá því að hann hefði alla tíð goldið þess að vera krati og hafa sungið á einhverri skemmtun í Rússlandi. Fyrir bragðið hafi hann verið sniðgenginn á Mogganum. Honum þótti það reyndar vera heiður frekar en annað.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 23:02
Teddi og Jens: Hvað eruð þið að delera? Fréttin um Jóa var á forsíðu mbl.is í gær og var mest lesna fréttin þann daginn. Svo sá ég ekki betur í sjoppunni en hún væri á síðu tvö í Mogganum í morgun. Hvaða gervigrös eruð þið að reykja?
kári kárason (IP-tala skráð) 16.7.2013 kl. 23:02
Kári, hver er Jói? Ég reykti Camel og tók ekki eftir neinu.
Jens Guð, 16.7.2013 kl. 23:22
Jens, ég hef ekki fundið undirskriftalista á netinu, en það stefnir í að húkkaraballið verði á afar lágu plani í ár og það bæði bæjarstjórn Vestmannaeyja og styrktaraðilanum Ölgerðinni til háborinnar skammar. Ég er allavega hættur að drekka Egils Appelsín og Malt. Sem betur fer hef ég aldrei haldið með því auma knattspyrnu liði ÍBV, sem keyrt er áfram af útgerðaraðlinum og gömlum útbrunnum stjörnum eins og David James og þjálfara sem er bara lélegur brandari.
Stefán (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 08:34
Jens þetta er örugglega alveg hárrétt hjá þér. En menn sem vilja halda áfram í ósómanum og jafnvel óska eftir endurkjöri eru nú ansi siðblindir að mínu mati.
Góð sagan um Sigga Póst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2013 kl. 10:35
Stefán, ég tek þig mér til fyrirmyndar og hætti snarlega að drekka Egils Malt. Ég skipti snarlega yfir í Malt frá öðrum framleiðanda. Ég kíkti á heimasíðu Ölgerðarinnar og sá að það eru fleiri vörur sem ég þarf að sniðganga.
Jens Guð, 17.7.2013 kl. 20:18
Ásthildur Cesil, ég tek undir þetta með siðblinduna.
Jens Guð, 17.7.2013 kl. 20:19
Verð nú bara að segja eina sveitasímasögu frá mínum heimslóðum norður í Fljótum.Þorbjörg(Tobba) í Nesi var iðin við kolann í hlustunarmálunum(Njósnunum).Eitt sinn voru tveir menn að tala saman þegar þeir heyrðu þungan andardrátt í símanum.Þá segir annar:Það er ég viss um að hún Tobba í Nesi er að hlusta.Þá heyrðist í Tobbu:Það er helvítis lýgi.
Jósef Smári Ásmundsson, 18.7.2013 kl. 15:16
Jósef Smári, þetta er trixið; að þræta út í eitt
Jens Guð, 18.7.2013 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.