Norskur þungarokksnasisti, morðingi og kirkjubrennari

  Ég er dálítð "svag" fyrir svartamálmi (black metal).  Þessi músíkstíll varð til í Noregi og hefur breiðst út um heim.  Verra er að einn af forsprökkum svartamálms er Norðmaðurinn Vargur Vikernes.  Léttgeggjaður hægri öfgamaður sem blandar saman nasisma og ásatrú.  Það þykir mér sem félaga í Ásatrúarfélaginu miður.  Ásatrúarfélagið á Íslandi hafnar blessunarlega kynþáttafordómum,  kynþáttahatri og nasisma. 

  1994 var Vargur dæmdur í lífstíðarfangelsi í Noregi fyrir að drepa gítarleikarann sinn og kveikja í fjórum kirkjum.  Aðrar heimildir herma að hann hafi kveikt í 50 kirkjum.  Einhverjir Íslendingar hófu bréfasamskipti við Varg á meðan hann sat í fangelsi.  Flestir gáfust fljótlega upp á þeim samskiptum þegar þeir áttuðu sig á því hvað nasistinn er kolgeggjaður. 

  Lífstíðarfangelsi í Noregi þýðir 21 ár.  Vargur losnaði úr fangelsi 2005.  Hann stofnaði fjölskyldu með franskri konu og flutti til Frakklands.  Að undanförnu hefur hann farið mikinn á internetinu.  Hann hefur hvatt til uppreisnar gegn gyðingum og múslimum í Evrópu.  Hann kennir gyðingum um bankakrísuna og skilgreinir almenning sem þræla gyðinga. 

  Frönsk yfirvöld hafa nú gripið inn í og handtekið Varg.  það gerðu þau í kjölfar þess að hann var farinn að safna að sér skotvopnum og undirbúa hryðjuverk.  Í dagblaðinu VG er Vargur sagður vera aðdáandi norska hægriöfgamannsins Breiviks og hefur átt í bréfasamskiptum við hann.  Vargur var þó ósáttur við fjöldamorð Breiviks til að byrja með. 

  Eftir sem áður er Vargur flottur tónlistarmaður.  Það reynir á prinsipp mitt að njóta tónlistar óháð viðhorfum flytjandans.  Að vísu hef ég gert undantekningu með því að sniðganga barnaníðinga.  En það er á mörkunum þegar nasistar á borð við Varg eiga í hlut.  Læt fylgja með fordæmingu á nasisma,  fasisma, kynþáttahatri og öllu því ógeði um leið og þetta ljúfa lag Vargs hljómar.


mbl.is Aðdáandi Breivik handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mer er thad hulin radgata hvernig haegt er a ad "hafa setid inni a sinum tima" fyrir mord. Thad er eitthvad virkilega ad samfelagi thar sem mordi fylgir ekki lifstidarfangelsun.

Ahugamadur um samfelag (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 02:20

2 identicon

Eins og þú veist mætavel hrærir fjöldinn af undarlegu fólki um allan heim saman ásatrú og ýmiskonar ruglstefnum á borð við wiccan, satanisma og píramíðaspádóma. Það eru engin takmörk fyrir hugsýkinni og þvaðrinu eins og dæmin á netinu saanna. Hreinræktaðir ásatrúarmenn eins og þú Jens minn Guð berið margir af þessu bilaða liði eins og gull af eiri. Með þessu er ég ekki að mæra ástatrú per se - hún er einfaldlega afsökun gamalla hippa og einfaldra náttúrubarna til að drekka brennivín úr hrútshorni og slafra í sig sauðakjöt með höndunum. Ég er unnandi færeyskrar menningar eins og þú sjálfur og tel það Færeyingum m.a. til gildis að enginn þeirra hefur enn tekið ásatrú.

caramba (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 02:53

3 identicon

Það er einhver misskilningur á því að hann sé aðdáandi Breivik. http://www.burzum.org/eng/library/war_in_europe01.shtml

Þarna er tengill á eina grein eftir Varg að gagnrýna Breivik og hann gerði það í nokkrun greinum.

Ég held að það sé einhverjir fréttamiðlar að fara fram úr sér.

http://www.burzum.org/eng/library/war_in_europe05.shtml

"To Breivik I can only say I hope you do kill yourself. You have killed more Norwegians than the entire Muslim population in Norway has done the last 40 years, and you claim to be a Norwegian nationalist and patriot fighting (alongside your Jewish masters) against Islam, to protect us against their crimes!? I am sorry to say so, but you have made a big mistake. Islam has been imported to Europe by Jews, so that guys like you would run to the Jews and fight for them like you did when you murdered future mothers of Norwegian children. Death to you and to all other "European" Zionists out there as well! You are the main problem for Europe, because guys like you allow the Jews to run Europe into the ditch. The Jews would not have been able to do anything to us if it hadn't been for Christian losers like you! "

Ekki hljómar þetta eins og stuðningsyfirlýsing

Grrr (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 06:09

4 identicon

Caramba:"Með þessu er ég ekki að mæra ástatrú per se - hún er einfaldlega afsökun gamalla hippa og einfaldra náttúrubarna til að drekka brennivín úr hrútshorni og slafra í sig sauðakjöt með höndunum."

Hver þarf afsökun á því að fá sér sælgæti eins og brennivín úr hrútshorni og sauðakjöt?

En án alls gríns, þá er þetta einföldun að tala um hippa og náttúrubörn.

Hávamál, Völuspá og fleira er - því miður - gleymdur menningarlegur fjársjóður. Það á ekki að gera lítið úr menningunni sem að byggði þetta land upp.

Án þess að vera að dæma þig; þá held ég að ef að fólk getur ekki metið arfleið ásatrúarmanna, þá sé það almennt byggt á fáfræði.

Ég nenni ekki að fara út í það en nánast allar hátíðirnar eru byggðar á svokölluðum heiðnum siðum - bara sem dæmi.

Grrr (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 06:22

5 identicon

Hmmm, mér sýnist Ólafur F vera orðinn helsti talsmaður Ásatrúarmanna á Íslandi.  Þar fyrir utan, þá held ég að fæstir í Ásatrúarsöfnuðinum séu í raun ásatrúar, heldur miklu frekar groddaralegir grallarar.  

Stefán (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 08:20

6 identicon

Sæll Jens

Hann Breivik er Zíonist rétt eins og hún Pamela Gellar er styður þetta EDL- lið í Bretlandi, og Vargur sennilega Zíonist líka.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 12:00

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Margir góðir punktar sem hér koma fram. Sá fyrsti stóri er væntanlega efi hins hugsandi manns: Get ég leyft mér að unna góðri list ef listamaðurinn er geggjaður og siðferðilega vafasamur?

Annar aðalhöfunda kristni, postulinn Páll, var morðingi og manna fyrstur að viðurkenna það. Á ég þá að forsmá þá vinnu sem hann lagði á sig síðar, bæði til að bæta fyrir glæp sinn og eins til að útbreiða innsæi, mannlega reisn, og kærleika?

Annað atriði sem er áhugavert er miðjumoð meginmiðlanna. Með því að tengja hægri-öfgamann við Breivik verður hann sjálfkrafa skrímslinu líkur. Getur það verið að hann sé handtekinn fyrir eithvað sem hann er að skrifa, og vopnasafn sé yfirbreiðsla? Getur verið að eitthvað í boðskap hans sé hættulegt samfélagi nútímans?

Sagnfræðingurinn John Irving á yfir höfði sér fangelsisdóm í Þýskalandi fyrir "setningu" og kunningi hans sat inni í fimm ár í sama landi fyrir "þáttöku í fundi þar sem setning var yfirvofandi". Slíkt er aðeins minnst á í smáklausum í meginmiðlum. Ekki má gleyma því að meginmiðlar vita tvennt: Ef engin er umfjöllunin, er efnið ekki til. Ef tengja má efnið við skrýmsli, er efnið vont.

Takk fyrir skemmtilegan pistil eins og þín er von og venja.

Guðjón E. Hreinberg, 17.7.2013 kl. 15:08

8 Smámynd: Jens Guð

  Áhugamaður,  orðið lífstíðarfangelsi er ómerkt þegar það þýðir í raun "örfá ár í fangelsi".  Í tilfelli Vargs var hluti fangelsistímans vegna þess að hann játaði að hafa kveikt í kirkjum.  Ég man ekki hver dómurinn var fyrir morðið.  Kannski 16 eða 17 ár (af þessum 21).  

  Vargur er ennþá ungur maður.  Það þarf ekki að lesa mikið af hans bulli til að átta sig á að maðurinn er kolgeggjaður, reiður og með illan hug.  Skrítið að honum hafi verið hleypt út í þjóðfélagið aftur.  Franska konan hans er víst ennþá geggjaðri og ákafari nasisti.  Það er hún sem keypti vopn í búrið þeirra.  Að vísu getur hann ekki keypt vopn í Frakklandi (þar er morðingja óheimilt að kaupa vopn).

  Í fréttir af handtöku Vargs vantar að hann á mikið safn af lásbogum.   

Jens Guð, 17.7.2013 kl. 23:16

9 Smámynd: Jens Guð

  Caramba,  það eru margir ásatrúarmenn í Færeyjum.  Ég tiltek hljómsveitir eins og Tý og Heljarauga.  Færeyingar eru jákvæðir gagnvart ásatrú.  Ég hef aldrei mætt öðru viðhorfi hjá Færeyingum en jákvæðu gagnvart því að ég sé í Ásatrúarfélaginu.  Í Götuþorpinu er vegleg stytta af frægasta ásatrúarmanni í sögu Færeyja,  Þrándi í Götu.  Einn af glæsilegustu togurum í Færeyjum heitir Þrándur í Götu.  Kristnustu Færeyingar eru stoltir af Þrándi, sem einskonar sjálfstæðishetju (þeirra Jón Sigurðsson).  Hann er líka skilgreindur sem fyrsti menntamálafrömuður Færeyja.  Stofnaði fyrsta formlega skólann í Færeyjum og eitthvað svoleiðis.  Var rammgöldróttur og bauð norska kóngnum birginn.  

  Ásatrúarfélagið á Íslandi fær iðulega heimsóknir frá hópum færeyskra skólabarna.  Kristnir kennarar þeirra vilja fræða þau um ásatrú í sögulegu samhengi.  Ég hef verið kallaður til sem túlkur.  Eitt sinn var tekið á móti hópi skólakrakka með nýbökuðum pönnukökum.  Síðan voru þeir leiddir um húsakynni,  sýndar myndir og sagðar sögur.  Það tók um klukkutíma.  Þegar hópurinn var að yfirgefa svæðið og þakka fyrir sig kom pönnukökubakarinn hlaupandi og kallaði:  "Komið og fáið afganga!"  Krakkarnir hrukku í kút.  Þau skildu íslenskuna en orðið afgangar þýðir brundur á færeysku.   

Jens Guð, 17.7.2013 kl. 23:40

10 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  Vargur fordæmdi fyrst fjöldamorð Breiviks.  Síðar mildaðist hann mjög í gagnrýni á Breivik.  Breivik var og er kristinn en Vargur anti-kristinn.  Á seinni tímum virðist sem þar greini þá nasista-bræður mest á:

   "What Mr. Breivik has said is largely true, in all except in what he doesn't say; he doesn't tell us that the Jews are the origin to all these problems, and that they were created by the Jews to hurt us. All we have to do to make this act of violence favourable to us is to make this clear to everyone; the Jews created Marxism, feminism, Christianity (need I tell you that Jesus and not least Paulus/Saul were both Jews?), so-called psychology, banking ("money lending"), the hippie-movement and all other ideologies and movements which are aimed to destroy and de-construct all nations in Europe."

Jens Guð, 17.7.2013 kl. 23:46

11 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  skráðir félagar í Ásatrúarfélagið eru í dag hátt á hálft þriðja þúsund.  Það er ekki til nein nákvæm uppskrift að ásatrú.  Félagið er andvígt trúboði og áróðri.  Hver og einn félagsmaður er í félaginu á sínum forsendum.  Sumir eru ásatrúar á sömu forsendum og menn voru fyrir kristnitöku.  Aðrir eru kristnir ásatrúarmenn.  Enn aðrir eru i félaginu vegna áhuga á sögulegu samhengi og áhuga á víkingum. 

  Fjölmargir utan Ásatrúarfélagsins sækja blót.  Meira að segja prestsvígðir hafa mætt á blót.  Svo og fjöldi útlendinga sem geta ekki verið formlegir félagar vegna þess að Hagstofan skráir í trúfélög aðeins íslenska ríkisborgara.  Ég nefni sem dæmi liðsmenn Led Zeppelin,  Killing Joke og Psychic TV.  

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 00:10

12 Smámynd: Jens Guð

  Þorsteinn,  Hitler,  Breivik og Vargur voru og eru zíonistar.  Nasistar eru zionistar.  Eða hvort það er öfugt:  Að zionistar séu nasistar.  það er eitthvað svoleiðis. 

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 00:12

13 Smámynd: Jens Guð

  Guðjón,  takk fyrir áhugaverðar vangaveltur. 

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 00:13

14 identicon

Ef lífstíðartukthús er 21 ár og Vargur var settur í svoleiðis 1994 þá getur hann ekki hafa sloppið að 21 ári liðnu árið 2005; alltént miðað við þann reikning sem kenndur var í Barnaskóla Rípurskólahverfis.  En vera má svosem að önnur lögmál hafi gilt í Hjaltadalnum?

Tobbi (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 21:14

15 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  takk fyrir ábendinguna.  Ég var ekki búinn að taka eftir þessu.  Dómurinn hljóðaði upp á 21 og kauði sat þá inni í aðeins 11 ár.  Hann hlýtur að hafa fengið reynslulausn eftir 11 ár vegna góðrar hegðunar.  Að minnsta kosti var hann skilgreindur sem fyrirmyndarfangi.  Kannski er það vegna reynslulausnar sem hann má ekki eiga vopn. 

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 21:29

16 identicon

Þessi spakmæli sem þú telur upp sem rit Ásatrúarmanna eru það fæst, því þau voru skrifuð af "kristnum" mönnum eins og Snorra Sturlusyni (sem í reynd voru hvorki heiðnir né aðhylltust hefðbundinn Kristinndóm). Þessi rit eru undir miklum áhrifum sem koma ekki frá norrænum heiðinndómi. Til dæmis hafa fræðimenn með sannanlegu móti tengt Sólarljóðin og ítalskan skáldskap eilítið eldri en ritunartíma þeirra. Snorri Sturluson las Dante. Dante var ekki "venjulegur" kaþólikki heldur, frekar en Snorri. Þessir menn lögðu stund á sömu fræði og voru "trúbræður", ef þið viljið kalla það það. Í ritum þeirra er sami andi og hann kemur hvorki frá hinni hefðbundnu kirkju né heiðni.

^ (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband