Presley eftirhermur

elvis-prElvis-p 

  Út um allan heim er allt morandi í svokölluðum Presley-eftirhermum.  Það eru menn sem lifa að meira og minna leyti á því að herma eftir bandaríska rokksöngvaranum Elvis Presley.  Eftirhermurnar reyna að líkjast Presley sem mest í útliti og sviðsframkomu.  Þær klæðast samskonar hvítum samfestingi og Presley lét sérsauma á sig á áttunda áratugnum.  Þær líma á sig gervibarta og syngja lög sem Presley gerði fræg.  Herma að sjálfsögðu sem nákvæmast eftir söngrödd og söngstíl Presleys.

  Einhverra hluta vegna er uppistaðan af Presley-eftirhermum "skrítnir" náungar.  Sumir mikið skrítnir og laglausir.  Aðrir smá skrítnir og syngja betur.  Þetta á ekki við um alla.  Og hver er svo sem ekki skrítinn á sinn hátt?  Málið er bara að í nánast öllum löndum má finna aragrúa af laglausum og skrítnum Presley-eftirhermur.   Sumar eru stjörnur í sínu landi.  Til að mynda Svíinn Eilert Pilarm.  Hann er stórstjarna út um alla Skandinavíu og víðar. 

  Presley sjálfur var mjög góður söngvari;  lagviss með sterka baritón-rödd og góða raddbeitingu.  Sennilega var hann fyrsti hvíti söngvarinn til að beita öskursöngstíl.  Og afgreiddi það dæmi frábærlega flott. 

  Margir hafa velt fyrir sér og reynt að greina ástæðu þess að tugþúsundir mishæfileikaríkra/-lausra manna um allan heim hermi eftir Presley.  Sumir sjá samlíkingu við þann fjölda vistmanna á geðdeildum sem telur sig vera Napoleon og aðrir telja sig vera Jesú.  Sá munur er á að Presley-eftirhermurnar eru meðvitaðar um að þær eru ekki Elvis Presley.  Þær vita að um hlutverkaleik er að ræða. 

  Hvers vegna tugþúsundir Presley-eftirherma en teljandi á fingrum annarrar handar Mikjáls Jacksons eftirhermur og varla finnast Paul McCartney eftirhermur af þessu tagi?  Það er alveg jafn auðvelt að herma eftir útliti og söng Johns Lennons og Bobs Dylans,  svo dæmi séu tekin.  Margir fagmenn gera út á það.  En Presley-eftirhermurnar dúkka upp við öll tilefni við misjafnar undirtektir.

  Sumir vilja rekja ásóknina í að herma eftir Presley felast í hvíta samfestingnum.  Hann sé svo sterkt einkenni fyrir Presley að sá sem klæðist samfestingnum upplifi sig vera að klæðast í sjálfan Presley.

  Það vantar sjaldan íburðinn þegar takt- og laglausar Presley-eftirhermur fara mikinn á sviði.  Né heldur vantar fagnaðarlætin frá áheyrendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér datt ekki í hug annað á sínum tíma en að fyrsta Presley-eftirherman hér á landi héti Elli prestsins, væri alþýðumaður og gæti því sungið eins illa eða vel eftir atvikum og hugsast gat.

Ómar Ragnarsson, 29.7.2013 kl. 01:15

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú varst frábær í gervi Ella Prestsins Ómar og söngst bara nokkuð vel, að mig minnir.

Þótt við séum ekki sammála í öllum málum, þá ert þú í hópi bestu skemmtikrafta landsins og fáir eins liprir textasmiðir og þú.

Og í þáttagerð kemst enginn með tærnar þar sem þú hafðir hælanna, ég efast um að nokkur eigi eftir að toppa þig þar. Svo er ég með bókina "Mannlífsstiklur" um borð, nýt þess að glugga í hana og drekka í mig skemmtilegar persónur.

Þótt við séum ekki sammála í stjórnarskrármálinu Ómar, þá vill ég koma því að, að ég er þrátt fyrir búinn að vera aðdáandi þinn frá barnæsku, það breytist aldrei.

Og hafðu þökk fyrir allt, góðar stundir:)

Jón Ríkharðsson, 29.7.2013 kl. 12:43

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég varð að koma þessu til Ómars, Jens, því ég hef stundum tekið það nærri mér að þræta við idolið frá bernskuárum, en ég býst við að það hafi aldrei verið í illu, hvorki hjá mér né Ómari.

En varðandi Presley-eftirhermur, þá var Elvis Presley sérstakur söngvari, það nær honum enginn til fulls. Það lýsir honum best, að enginn söngvari virðist hafa haft eins mikil áhrif á heiminn og hann, enda sérstakt að honum tókst að túlka fallegar melódíur af einstakri næmni, svo gat hann sungið rokklög með rifinni rödd betur en flestir aðrir. Jailhouse rock var t.a.m. gott dæmi.

Jón Ríkharðsson, 29.7.2013 kl. 12:48

4 identicon

Það er auðveldar fyrir feita menn að herma eftir Prestley en Bob Dylan.

Steini (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 13:50

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  Elli prestsins var vel heppnað grín. 

Jens Guð, 29.7.2013 kl. 21:17

6 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  það er ekkert nema gaman að taka þátt í umræðu á kurteislegum nótum,  eins og hjá ykkur Ómari.  Enda gott að fá sem flest sjónarmið í stjórnarskrármálinu sem og öðru.

  Ég kvitta 100% undir lýsingu þína á Presley.  

Jens Guð, 29.7.2013 kl. 21:20

7 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  vissulega býður það upp á fleiri möguleika að Elvis breyttist verulega í útliti frá því hann sló í gegn og þangað til að hann féll frá. 

Jens Guð, 29.7.2013 kl. 21:22

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Síðbúin ath. Ég man vel eftir Arnari,jafnan kallaður Addi, sem lék í síðasti bærinn í dalnum,syngja “Blue suede shoes” . Hann tróð eitt sinn upp hjá Hemma Gunn í útvarpi og sagði frá ,,frægðarför,, sinni til Bandaríkjanna og hvað hann naut þess að koma fram og syngja þessa perlu kóngsins. Þót ég muni ekki hvers,son hann er kannastu örugglega við hann,gæða piltur.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2013 kl. 22:49

9 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  ég kannast við Adda Rokk.  Þekki hann ekki persónulega en hef fylgst með honum í gegnum tíðina.  Ég man ekki heldur hvers son hann er.  Hann er alltaf kallaður Addi Rokk.  Mikill rokkari. 

Jens Guð, 29.7.2013 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.