12.8.2013 | 00:10
Færeysku fjölskyldudagarnir á Stokkseyri
Hátíðin Færeyskir fjölskyldudagar var haldin á Stokkseyri dagana 1. - 5. ágúst. Hún tókst í flesta staði afskaplega vel. Veðrið lék við gesti og gangandi. Glampandi sól, hlýtt og þurrt. Undantekningin var að um miðbik hátíðarinnar blésu veðurguðirnir óvænt. Flestum þótti það bara hressandi. Svo datt allt í dúnalogn aftur.
Í næstu bloggfærslu hér fyrir neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar. Hún er ekki tæmandi. Nokkur skemmtileg dagskráratriði bættust við. Ber þar hæst heimsókn kanadísku hljómsveitarinnar Horizon. Sú hljómsveit sérhæfir sig í lögum úr smiðju Pink Floyd, Guns N´ Roses og fleiri slíkra. Þetta eru afskaplega flinkir fagmenn, hvort heldur sem er í hljóðfæraleik eða söng.
Liðsmenn Horizon fréttu í Dubai af Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri. Ótrélegt en satt. Svo heppilega vildi til að hljómsveitin var stödd í Reykjavíkurhöfn í útlendu skemmtiferðaskipi um verslunarmannahelgina. Það lá því beinast við að skjótast til Stokkseyrar. Þar skemmti hljómsveitin sér konunglega. Hún kvittaði fyrir sig með því að troða í tvígang upp á dansleik Bee on Ice á laugardagskvöldinu, undrandi gestum til óvæntrar ánægju. Fagmennskan var slík að það var eins og Pink Floyd væri mætt á svæðið.
Fyrr á laugardeginum mætti á svæðið einn góður gestur til, píanósnillingurinn Siggi Lee Lewis.
Hann brá sér í tvígang upp á svið í hátíðarsal Lista- og menningarverstöðvarinnar og gaf gestum vænt sýnishorn af fjörlegri búgívúgísveiflu og blús.
Af öðrum hápunktum Færeyskra fjölskyldudaga má nefna smakk á færeyskra þjóðarréttinum skerpikjöti. Það er þurrkað og verkað lambalæri af ársgömlum sauð. Bragðsterkt með rífandi eftirbragði, skolað niður með færeysku Eldvatni (einskonar færeysku brennivíni, þríeimuðu).
Skerpikjötið á það sameiginlegt með kæsta hákarlinum að annað hvort verða menn sólgnir í það sem algjört sælgæti eða þá að bæði lykt og bragð vefjast fyrir óvönum. Mun fleiri falla gjörsamlega fyrir sælgætinu en þeir síðarnefndu.
Nafnið skerpikjöt vísar til þess að bragðið sé skarpt. Það er búið að skerpa á því.
Á laugardeginum og sunnudeginum voru þrjú væn skerpikjötslæri skorin niður í smakkbita og borðuð upp til agna. Margir gerðu sér langa ferð til að komast í smakkið. Sumir til að forvitnast um kjötið og spurðu margs. Aðrir vegna þess að þeir þekktu sælgætið og voru friðlausir að komast í bitann.
Hér eru Færeyingarnir Gunnar og Tóti að skera skerpikjötið niður. Ég stend ábúðafullur hjá, gæti þess að allt sé "undir kontról" og er tilbúinn að svara fyrirspurnum þegar gestir hópast að og deila út namminu. Við Gunnar erum með færeysku þjóðarhúfuna:
Skerpikjöt er svo girnilegt og spennandi að meira segja grænmetisætur, eins og Harpa Karlsdóttir, létu freistast til að smakka:
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Furðulegur ágreiningur
- Örstutt og snaggaralegt leikrit
- Týndi bílnum
- Herkænska
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
Nýjustu athugasemdir
- Furðulegur ágreiningur: Lika má líkja þessu við útlenda ferðamenn í Reynisfjölu. jensgud 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Rétt eins og útlenskum ferðamönnum hættir til að vanmeta glæpsa... Stefán 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Stefán (#13), útlenskum ferðamönnum hættir til að vanmeta hæt... jensgud 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: En hvað er að ske í Færeyjum núna Jens ? Færeyingar eru jú þekk... Stefán 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Stefán, takk fyrir innleggið. jensgud 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Ég bjó alveg nógu lengi í Svíþjóð til að geta sagt að svíar eru... Stefán 13.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Bjarni, þetta er snúið. jensgud 13.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Rukka gesti fyrir kaffið! Verður varla flokkað sem gestrisni. H... Bjarni 13.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Grímur, takk fyrir fróðleiksmolana. jensgud 12.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Stefán (#5), ég þekki ekki til þarna hjá Play. Vonandi gengur... jensgud 12.9.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 849
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 681
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Færeiingar sem ég þekki kunna á tímann.Það liggur ekkert á.Númer eitt er að treysta böndin við Færeyinga.Og Dani.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 01:41
Sigurgeir, fyrir mörgum árum varð mér á að nefna tímahrak við Færeying. Hann kváði. Kannaðist ekki við orðið tímahrak. Ég útskýrði það fyrir honum. Hann hafnaði orðinu tímahraki sem bulli. "Það kemur alltaf tími á sama hraða hvort sem maður flýtir sér eða ekki," sagði hann.
Jens Guð, 12.8.2013 kl. 01:49
Alveg rétt Jens.Ég var á netum á íslenskum fiskibát víð V-Grænland fyri 45 árum .Færeyingarnir voru ráðnir til þess að finna fiskinn.Færeyskur fiskilóðs.Og þrír aðrir til þess að kenna okkur að salta fiskinn.Þegar allt var orðið fullt af fiski benti einn færeyiingurinn mér á það,ég var stýrimaður, að vinna tæki aldrei enda.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 03:21
Þetta var við V-Grænland 1968.Árið eftir var ekki branda á slóðinni.En Færeyingar þekkja til þarna.Þetta er að lagast.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 03:34
Sigurgeir, takk fyrir þessa skemmtilegu frásögn.
Jens Guð, 12.8.2013 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.