14.8.2013 | 20:46
Greitt eftir eyranu
Þegar árunum fjölgar fækkar hárunum. Einkum á hvirflinum á karlmönnum. Þau sem eftir sitja grána. Menn bregðast við á ýmsan máta. Sumir taka varla eftir þessu. Aðrir fagna. Þeim þykir breytingin færa sér yfirbragð virðulegs eldri manns. Það er gott að losna við galgopasvip unglingsáranna.
Svo eru það þeir sem bregðast ókvæða við. Þeir hefja gagnsókn og berjast á hæl og hnakka gegn þróuninni. Hárígræðsla og snotur kolla geta gert kraftaverk.
Þegar svoleiðis lúxus er ekki fyrir hendi má grípa til annarra ráða. Klassíska leiðin er að safna hári fyrir ofan annað eyrað og greiða það (hárið, ekki eyrað) yfir skallann. Þegar best tekst til fattar enginn hvað er í gangi.
Gott ráð er að safna einnig hári allt umhverfis eyrað og í hnakkanum, leyfa því að falla niður að öxlum. Skegg hjálpar heilmikið. Þar með er talað um að viðkomandi sé loðinn um höfuðið og enginn áttar sig á skallanum.
Til að leiða athyglina enn fremur frá hvirflinum er upplagt að svitna vel undir höndunum. Þá beinir fólk sjónum ekki eins ofarlega.
Það er einn galli við þessa hárgreiðslu: Þegar viðkomandi er berhöfðaður úti að ganga og gustur kemur, feykir hárinu af hvirflinum og það flaggar eins og láréttur fáni fyrir ofan eyrað.
Það gerist ekki oft. En ég hef séð svoleiðis. Það kemur ekki nógu vel út.
Oft vill brenna við að menn séu heldur seinir á sér að bregðast við breytingunni á hárvexti. Þegar þeir loks taka ákvörðun um að safna hári frá eyra yfir hvirfil líður á löngu þangað til hárið nær yfir hvirfilinn. Á meðan er hárgreiðslan skrítin. Þolinmæði vinnur þrautir allar. Málið er að halda sínu striki.
Jafnvel þó að ekkert sé hvassviðrið þá er hlýðir hárið ekki alltaf fyrirmælum um að sitja eins og þægur krakki á hvirflinum. Margir sem aðhyllast þessa útfærslu þróa með sér kæk sem felst í því að strjúka hárið stöðugt. Ganga þannig úr skugga um að það sitji vel og veita því strangt aðhald.
Algengt vandamál við aðferðina er að hún virkar vel í spegilmyndinni beint framan frá en aftar á höfðinu er allt í klúðri.
Önnur aðferð er að safna hári í hnakkanum og greiða það snyrtilega fram á enni. Þá er ekkert klúður í hnakkanum.
Ein heimsfrægasta útfærsla á "greitt frá hnakka" er íslensk. Jón "sprettur" límir hárið úr hnakkanum á ennið á sér og krullar það þar.
Enn ein aðferðin er að safna síðu skeggi og greiða það rækilega yfir höfuðið. Eins og einskonar húfu.
Frægasta hárgreiðsla heims er sennilega sú sem einkennir bandaríska auðmanninn Donald Trump. Hann brúkar hárið úr hnakkanum með góðum árangri til að vera hárprúður. Fyrrverandi ástkona segir hann aðeins þurfa hálftíma á morgnana til að græja dæmið. Hann notar ljósmynda-spreylím til að festa hluta af hárinu úr hnakkanum fram á enni. Þannig tryggir hann að skalli komi ekki í ljós þó að veðurguðirnir blási.
Myndin hér fyrir neðan er frá því áður en Donald komst upp á lag með að brúka ljósmynda-spreylímið:
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt 16.8.2013 kl. 00:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég man þegar ég var í Byko þá ákváðum við strákarnir allir að raka svokallan "Ómar" á hausinn á okkur. Ég reyndar bailaði sjálfur eins og aumingi, en félagar mínir gerðu það. Þá var allt rakað af nema svokallaður "Ómars kragi" og áskorunin var sú að halda út daginn með þá klippingu fyrir framan viðskiptavininn. Það gekk eftir og allir fengu 10, nema ég sem týmdi ekki hárinu mínu og var þar með "aumingi dagsins" og fékk fótbolta dúndrað í rassgatið á mér þar sem ég þurfti að stilla mér upp. Good times!
Siggi Lee Lewis, 15.8.2013 kl. 00:09
Svo má alltaf ganga með færeyska húfu!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 15.8.2013 kl. 19:01
Ég heiti Falur, og ég er með svona hárgeiðslu, og mér finnst þetta vera móðgun í minn garð, þar sem ég vil vera með hár. Því miður er ég aðeins með hár á hliðunum, en það er í lagi, þar sem ég greiði fyrir skallann. En brátt mun það ekki verða svoleiðis lengur, þar sem ég lét drauminn rætast. Ég fer í hárígræðslu 15. júní 2015, þar sem ég á pantaðan tíma í Boston. Hlakka til að setja inn næstu færslu þar sem ég verð kominn með hárið aftur Endilega ekki eyða blogginu svo ég get sett aftur inn á 2015, MEÐ MYNDUM ! Falur kveður að sinni, heyrumst 15. júní, 2015
Falur Dolli Geirbrandsson (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.