31.8.2013 | 12:59
Hvers vegna?
Í næst síðustu bloggfærslu minni, hér fyrir neðan, er samantekt á listum ýmissa fjölmiðla yfir bestu plötur rokksögunnar. Athygli vekur að allar plöturnar á listunum eru komnar vel til ára sinna. Þar af flestar frá sjöunda og áttunda áratugnum. Bítlarnir, Nirvana, Pink Floyd, Clash, Beach Boys, Bob Dylan, Rolling Stones og aðrir slíkir einoka listana. Langyngsti flytjandinn er Radiohead með langnýjustu plöturnar. Sú nýrri þeirra kom út fyrir 16 árum.
Af hverju eiga nýliðar og nýrri plötur erfitt uppdráttar á svona listum? Ég gerði könnun: Skoðaði forsíður nýjustu tölublaða helstu tónlistartímaritanna. Og sjá: Þær eru undirlagðar þessum sömu gömlu og rótgrónu nöfnum. Sömu nöfnum og tróna efst á listum yfir bestu plöturnar.
Af langri reynslu hafa ritstjórnir þessara tímarita lært hvaða forsíðuumfjallanir selja blöðin. Þær þekkja kaupendur blaðanna. Vita hvað þeir vilja.
Þetta er einskonar sjálfhelda: Tímaritin fóðra lesendur á endalausri og síendurtekinni umfjöllun um sömu gömlu poppstjörnurnar. Lesendur eru búnir að lesa svo oft sömu klisjurnar um þessar poppstjörnur að þeir kunna þær utan að. Út á það gengur skemmtunin: Það er þægilegt að lesa kunnuglegan texta og rifja upp sögurnar af gömlu hetjunum sínum. Það gefur jafnframt ástæðu til að endurnýja kynni við gömlu góðu plöturnar enn einu sinni. Það er góð skemmtun.
Kannski er líka kominn tími til að kaupa ný "remasteruð" eintök af plötunum - með aukalagi. Það er gaman. Sú er ástæðan fyrir því að almennar plötubúðir eru hættar að hafa á boðstólum aðrar plötur en þessar með gömlu góðu poppstjörnunum (ásamt þeim sem eru efst á vinsældalista dagsins). Í plötubúðunum eru allar plötur Bítlanna, Rolling Stones, Dylans og Clash. Plötur með minna þekktum tónlistarmönnum fást ekki lengur í almennum plötubúðum.
Klassíska rokkið er allsráðandi á markaðnum. Það er í góðu lagi út af fyrir sig. Rúnar heitinn Júlíusson orðaði það einhvernvegin þannig: "Mínar gömlu hetjur, Hendrix og Led Zeppelin, standast svo vel tímans tönn að ég hef ekki þurft að skipta þeim út fyrir nýrri stjörnur."
Tíminn gegnir veigamiklu hlutverki í tónlist. Eitt af þeim hlutverkum er að tíminn sorterar hismið frá kjarnanum. Gullmolarnir verða eftir og glansa skærar með hverju ári. Plötur sem þola ítrekaða og langvarandi spilun verða klassík. Hinar verða tröllum að bráð og gleymast án þess að nokkur sakni þeirra.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 18:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Eg met það svo, að popptónlitin hafa bara verið miklu betri fyrr á tímum.
Sérstaklega sirka á tímabilinu 1965-1970.
Það er eins og það hafi verið svo sérstakar aðstæður þá, hugmyndafræðileg gerjun, nýjungar í tækni, trúin á það sem menn voru að gera og mikilvægi þess o.s.frv o.s.frv. - þetta leiðir til að nefnt tímabil stendur uppúr eins og risavaxinn tindur.
þeir bestu á nefndu tímabili framleiddu því bestu tónlist ever.
Samt sem áður ber að taka fram, að Bítlarnir hafa ákveðna sérstöðu því sjaldgæft er að slíkir tónlistarsnillingar komi fram og enn sjaldgæfara að þeir rati svo saman í eina hljómsveit.
Sem dæmi er augljóst að Bítlarnir voru miklu betri en Beach Boys. Samt var Beach boys gífurlega vinsælir og kallaðir stundum ,,amerísku bítlarnir".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2013 kl. 14:08
Ps. talandi um Beach Boys, þá hefur sú hljómsveit sennilega yfirleitt verið vanmetin á Íslandi. Ótrúlega góð hljómsveit. Sterkast hlið hljómsveitarinnar í byrjun var, að mínu mati, að hún byggði á hefðbundnum amerískum grunni og hafði þ.a.l. breidd og jafnframt sérlega yfirveguð og aðlaðandi sviðsframkoma. En við erum náttúrulega að tala um allt aðra tíma hugarfarslega 1964 og 2013. Í eftirfarandi videoi ber að taka eftir samæfingunni, enda 3 ræður þarna ef eg man rétt. Jafnframt ber að hafa augu á trommaranum sem er framúrstefnulegur og feykilega góður. Taka ber líka eftir djarfri sviðsframkomu söngvarans í millikaflanum. þ.e. miðað við 1964 þá var þetta djarft.
http://www.youtube.com/watch?v=ImArVymwD-o
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2013 kl. 14:19
Ég held að þetta sé ekkert annað en að það eru engar nýjungar.
Allt hefur heyrst áður.
Bara sama gamla dótið í nýjum fötum.
Grrr (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 15:00
Edit: ,,3 bræður"
Smá viðbót, að td. komast Nirvana og Radiohead stundum hátt á listum yfir bestu plötur/hljómsveitir.
Þessar tvær hljómsveitir eru ofmetnar, að mínu mati.
Þær munu sennilega ekki halda út lengi á þessum listum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2013 kl. 15:15
Er ekki ástæðan sú að lesendur þessara tímarita eru að megninu til 40+? Yngra fólkið notar netið frekar en að kaupa tímarit.
Gunnar G. (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 15:48
Er það einhver tilviljun að stundum þegar maður er leiður og finnur ekkert pottþétt, þá setur maður Beatles, Dylan eða Villa Vill í spilarann....
Þjóstólfur (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 17:02
Það eru líklega þrjár ástæður fyrir þessu, fyrir það fyrsta þá er eins og Gunnar G. bendir á hafa ritstjórnir og lensendahópur þessara blaða elst töluvert og efnistök miða að því. Í öðru lagi er það tölfræðin, þ.e. yngri tónlistaráhugamenn eru líklegri til að hafa á listanum blöndu af nýrri og eldri plötum, á meðan eldri tónlistaráhugamenn eru ólíklegir til að setja plötur með nýjum listamönnum á listann sinn með 'gömlu meisturunum' og þ.a.l. hafa 'gömlu meistararnir' innbyggt forskot. Og í þriðja lagi þá má reikna með að um 'increasing returns' sé að hluta til að ræða, þ.e. að þær plötur sem ítrekað hafa verið kynntar sem bestu plöturnar, fá ákveðið forskot hjá fólki fremur en þær plötur sem ekki hefur verið lagt fyrir fólka að séu eins merkilegar og það því líklegra að það velji 'réttu' plöturnar ... og svo rúllar boltinn. Mér er minnisstætt þegar einn kunningi minn lísti því yfir hvað Jimi Hendrix væri frábær gítarleikari, þótt ég vissi fyrir víst að hann hefði aldrei hlustað á Jimi, né haft nokkurn áhuga á gítarspili - hann var bara prógrammaður inn á alþekkta söguskoðun.
En auðvitað er þetta allt til gamans gert og kannski verður það svo að sagan sýni fram á það þessir listar standist tímans tönn um að einungis amerískir og breskir tónlistarmenn hafi haft eitthvað fram að færa í rokksögunni.
Auðjón (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 23:55
Ómar Bjarki (#1), ég tel það vera rétt hjá þér að framþróun tónlistar hafi náð hámarki á seinni hluta sjöunda áratugarins. Hvorki fyrr né síðar hafi jafn öflug gerjun átt sér stað í tónlist; jafn mikill metnaður til nýsköpunar og jafn áköf spilagleði.
Árið 1967 hefur verið kallað "stóra stökkbreytingargenið" í rokktónlist. Þetta ár kom "Sgt. Peppers..." með Bítlunum út. Sama ár fyrstu plötur The Doors, Jimi Hendrix, Pink Floyd og ég bara nenni ekki að rifja upp alla þá nýliða sem helltust yfir markaðinn með ferska og framsækna tónlist.
Bítlarnir voru og eru á sér parti. Fyrir daga Bítlanna voru söngvahöfundar aðrir en flytjendur. Elvis Presley söng aldrei inn á plötu frumsamið lag. Jú, Jerry Lee Lewis var skráður fyrir búgí-vúgí lagi sem hljómaði eins og öll önnur búgí-vúgí lög. Hann þekktu lög voru krákur (cover songs)
Merkilega dæmið: Í Bítlunum hittust tveir af bestu lagahöfundum rokksögunnar. Þeir voru jafnframt tveir af bestu söngvurum rokksögunnar. Þeir voru jafnvígir á mjúkan söng og hömlulausan öskursöng. Fram að ferli Bítlanna 1963 hafði aðeins einn hvítur söngvari, Elvis Presley (1955), afgreitt öskursöngstíl með glæstibrag. Bítlarnir réðu að auki við flotta röddun. Þannig mætti áfram telja.
Jens Guð, 1.9.2013 kl. 00:18
Ómar Bjarki (#2), ég er ekki viss um að Beach Boys hafi verið eða sé vanmetin á Íslandi. Í mínum vinahópi er BB að minnsta kosti hátt skrifuð. En það má benda á að BB var oft flottari og kraftmeiri hljómsveit á hljómleikum en á plötum
Jens Guð, 1.9.2013 kl. 00:22
Grrr, fátt nýtt og ferskt hefur komið fram í rokkmúsík síðustu ára.
Jens Guð, 1.9.2013 kl. 00:23
Ómar Bjarki (#4), ég er ekki viss um að þetta sé rétt mat varðandi Nirvana og Radiohead. En sjáum til eftir 5 ár.
Jens Guð, 1.9.2013 kl. 00:25
Gunnar G, þetta er klárlega rétt greining hjá þér. Þetta er hluti af sjáfheldunni: Tímaritin fjalla um það sem 40+ vilja lesa um. Yngra fólk leitar þá eftir upplýsingum annað. Eða - að ég held - slæst í hóp með okkur sem erum 40+.
Jens Guð, 1.9.2013 kl. 00:30
Þjóstólfur, það þarf ekki að "sörfa" lengi um Facebook til að rekast á myndbönd (youtube) með Bítlunum, Dylan, Rolling Stóns, Clash og þeim öllum. Daglega rekst ég á þau myndbönd og deili þeim með gleði um leið og ég spila þau.
Jens Guð, 1.9.2013 kl. 00:33
Auðjón, þú ert algjörlega með þetta. Og einmitt þessi skekkjumörk: Að svona listi er einskorðaður sjálfvirkt við engilsaxneska markaðinn.
Jens Guð, 1.9.2013 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.