9.9.2013 | 21:24
Uppfinningar sem "floppuðu"
Á hverjum einasta degi koma á markað bráðsnjallar nýjar uppfinningar. Flestar lúta að því að bæta líf okkar. Gera tilveruna þægilegri. Þökk sé letingjum. Það eru þeir sem finna leiðir til að auðvelda sér puðið. Vandamálið er að fyrir hverja eina nýja uppfinningu sem slær í gegn þá "floppa" 100 (talan er ónákvæmt slump). Ástæðan fyrir því snýr að markaðssetningunni. Annað hvort var ekki kannað - áður en varan fór í framleiðslu - hvort að spurn væri eftir henni. Eða hitt að "þörfin" fyrir vöruna er ekki kynnt á réttan hátt fyrir neytendum.
Fyrir næstum öld eyddi íslenskt ljóðskáld öllum sínum peningum í Danmörku í framleiðslu á járnlokum til að skella ofan á bjórglös. Hugmyndin var góð. Danir drekka gjarnan öl utan dyra. Járnlokið hélt flugum og fjúkandi drasli frá bjórnum. Engir keyptu járnlok. Þau ryðguðu til ónýtis í geymslu skáldsins.
Á móti höfum við ótal dæmi um vörur sem ekkert seldust árum saman. En með snjöllu markaðsátaki urðu vörurnar ómissandi á hverju heimili. Góð dæmi eru fótanuddtækin og Soda Stream.
Hér eru nokkrar uppfinningar sem ekki hafa náð almennilega inn á markaðinn:
Tjaldhælar með ljósi. Kæmu sér vel um verslunarmannahelgina í Herjólfsdal. Myndu forða mörgum ofurölvi unglingnum frá því að detta um tjaldið. Sömuleiðis myndu þeir hjálpa hinum sömu að finna tjaldið sitt.
Tölvuborð með göngubretti. Margir sem vinna við tölvur eyða dýrmætum tíma í að heimsækja líkamsræktarstöðvar og rölta klukkustundum saman á göngubretti. Þann tíma má spara með því að rölta á göngubretti á meðan unnið er í Excel skjölunum.
Allir hundaeigendur kannast við vandamálið við að passa hundinn niðri á strönd eða á tjaldstæðinu. Fólk er að böðlast við að tjóðra hundinn; hann er samt sígeltandi á aðra og reyna að hlaupa af stað. Lausnin er hundataska undir baðstrandarstólnum.
Þegar matur hefur verið olíu- eða smjörsteiktur á pönnu eru stöðug vandræði við að fjarlægja feitina. Það er reynt að hella henni af pönnunni en þá dettur maturinn út um allt. Væri þá ekki gott að hafa við höndina plasttrekt sem síar olíuna frá án þess að maturinn detti út um allt.
Þegar gashellur eru brúkaðar kostar það stöðug þrif. Það er alltaf eitthvað að sullast niður. Væri ekki þægilegt að eiga kost á tilsniðnum mottum sem smellt er undir grindina og taka við öllu sullinu? Það hefði ég haldið.
Fyrir daga brauðristarinnar var logsuðutæki ómissandi á öllum betri heimilum. Með því ristaði fólk brauðið sitt. Þegar brauðristin kom til sögunnar átti hún ekki upp á pallborðið hjá almenningi. Aðal vandamálið var það að fólki gekk illa að skera sneiðar sem pössuðu í brauðristina. Fólk var að troða of þykkum sneiðum í hana. Þær festust. Tóm leiðindi. Sami maður og fann upp brauðristina leysti vandamálið með því að hefja sölu á niðursneiddu brauði. Þær sneiðar smellpössuðu í brauðristina. Þetta var göldrum líkast. Töfrarnir voru slíkir að niðursneidd brauð urðu tískubylgja og brauðristin var árum saman talin vera þarfasta heimilistækið.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt 10.9.2013 kl. 18:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 9
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1434
- Frá upphafi: 4119001
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1099
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Steikarolíu skiljan er bara ágætis uppfinning.
Hörður Halldórsson, 9.9.2013 kl. 22:30
Fyrir mörgum,mörgum árum síðan keypti ég mér fótanuddtæki hjá Radíóbúðinni,og er það notað að öllu jöfnu á mínu heimili 2-3,í mánuði,og hefur aldrei bilað.
Númi (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 23:08
Sæll jens Guð! Að allt öðru sem kviknaði við lesturinn. Manstu eftir strætisvögnunum sem maður þurfti að skella hurðinn á að aftan,eftir að hafa kallað já ég ætla úr hér.Þá dattmér í hug einhvað í líkingu við hnappana sem maður ýtir á í dag svo vagnstjórinn viti að ehv. ætlar út við næstu stoppistöð. Það skondnasta var að ég hafði teiknað upp teygju sem átti að skella þessum þungu hurðum sjálfkrafa,eftir útgöngu. Auðvitað var þetta og svo margt annað í hausnum á mér. Ég dangla nú skrítnustu hluti á lyklaborðið,enda komin með svefngalsa sem bitnar á þinni síðu að þessu sinni. Hafðu það gott og takk fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2013 kl. 01:07
365 miðlar / Bylgjan fann upp á því að fá gamlan gúanórokkara til að fá viðmælendur úr tónlistarstétt í spjallþætti sem eru svo seint á kvöldin að flestir eru væntanlega sofnaðir. Líka er gamli gúanórokkarinn svo heyrnaskertur að hann virðist vera að tala við sjáfan sig en ekki viðmælendur. Þessi þáttur er því uppfinning sem ekki er alveg að ganga upp. Gæti því eins heitið ,, Á spjalli við sjálfan sig með gest og tæknimann ''
Stefán (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 10:39
Saved my day
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2013 kl. 11:01
Ég var einu sinni að gæla við að framleiða útvarp með innbygðu útvarpi. Það var illa tekið í þá hugmynd.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2013 kl. 17:53
Hörður, þetta eru allt meira og minna góðar hugmyndir. Það vantar bara herslumun á að markaðurinn átti sig á því.
Jens Guð, 10.9.2013 kl. 19:37
Númi, fótanuddtækin eru ódrepandi. Margir eru búnir að eiga þau í meira en þrjá áratugi án þess að þau slái feilpúst.
Jens Guð, 10.9.2013 kl. 19:39
Helga, ég er fæddur og uppalinn í skagfirskum dal, langt frá strætisvögnum. Þess vegna þekki ég ekki þessar hurðir sem þurfti að skella aftur. Hinsvegar er hugmyndin þín með teygjuna ljómandi góð.
Jens Guð, 10.9.2013 kl. 19:43
Stefán, ég hef ekki heyrt þessa þætti. En ég hlusta reglulega á fína þætti Rúnars Þórs Péturssonar, "Slappaðu af", á Útvarpi Sögu. Þar spjallar hann við tónlistarmenn eins og Axel Einarsson og Ásgeir Óskarsson. Afskaplega fróðlegir og skemmtilegir þættir. Axel upplýsti að í Svíþjóð sé starfandi hljómsveit sem spilar bara Icecross lög. Það er hellingur af myndböndum með þeirri hljómsveit á þútúpunni.
Jens Guð, 10.9.2013 kl. 19:48
Ásthildur Cesil, til þess var leikurinn gerður.
Jens Guð, 10.9.2013 kl. 19:49
Ásgrímur, það er ekki of seint að koma uppfinningu þinni í framleiðslu.
Jens Guð, 10.9.2013 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.