Kona bundin á pallbíl

bundin_a_pallbil_1215144.jpg

 

 

 

  Vegfarendum í Waco í Texas var illa brugðið í umferðinni á dögunum.  Eru þeir þó ýmsu undarlegu vanir.  Þaulvanir.  Það sem olli þeim undrun núna var sjón sem blasti við er þeir óku á eftir hvítum pallbíl.  Við blasti ljóshærð kona í hnipri á pallinum.  Hún var bundin á höndum og fótum.

  Vegfarendur gerðu hið rétta í stöðunni:  Þeir hringdu í lögregluna og tilkynntu um unga konu í vandræðum aftan á pallbíl.

  Þegar málið var rannsakað kom í ljós að aftan á pallbílnum var aðeins ljósmynd af konunni.  Eigandi bílsins er skiltagerðarfyrirtæki.  Myndinni er ætlað að sýna prentgæði á útprentuðum myndum fyrirtækisins.  Eigandi skiltagerðarinnar fullyrðir að viðbrögðin við myndinni komi sér í opna skjöldu.  Hann sá þau ekki fyrir, að sögn (les= fáviti). En viðurkennir treglega að uppátækinu sé ætlað að vekja athygli á skiltagerðinni.

   Fagmenn í auglýsingabransanum skilgreina svona aðferð sem dapurlega lágkúru.  Hún sé ekki nýstárleg heldur gamaldags, úrelt og skammarleg.  Það hafi löngum tíðkast í pallbílabransanum að sýna hliðstæðar myndir af illri meðferð á konum.  

  Spurningu er varpað upp hvort að ástæða sé til að kæra og sekta fyrirtæki sem nota auglýsingaaðferðir er auki ástæðulaust álag á neyðarlínu lögreglunnar.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi mynd á pallbílnum er nú ósköp falleg og sakleysisleg miðað við þær hörmungar og samgönguslys sem Reykjavíkurborg býður Vesturbæingum upp á á Hofsvallagötunni í dag. Burt frá því hvað Hofsvallagatan er forljót eftir uppsetningu á skúlptúrum í formi blómapotta og fuglahúsa, þá má búast við árekstrum og hálkuslysum þarna í vetur. Þegar varptíminn svo byrjar næsta vor má búast við lokun á götunni nema að verði settar upp fuglahræður með fötum og myndum af Jóni Gnarr.

Stefán (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 12:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á þessum palli er ekki ljósmynd

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.9.2013 kl. 20:28

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þetta er dálítið sérkennileg tilraun þarna á Hofsvallagötu.  Hún er sögð vera aðeins skammtímatilraun.  Ég veit ekki hvað það þýðir.

Jens Guð, 11.9.2013 kl. 21:09

4 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  jú,  þú sérð það betur á myndbandinu undir fréttinni:  http://www.dailymail.co.uk/news/article-2415339/Texas-company-makes-sign-depicting-woman-tied-truck.html

Jens Guð, 11.9.2013 kl. 21:09

5 Smámynd: Jens Guð

  Sorry,  ég misskildi þig.  Fattaði ekki að þú værir að vísa til pallsins í Rússíá. 

Jens Guð, 11.9.2013 kl. 21:11

6 identicon

Hofsvallagatan.? Já hún er kostnaðarsöm þessi skammtíma tilraun hjá þeim AÐEINS tæpar 18 milljónir kostaði þessi vitleysa hjá borginni.

Númi (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 21:11

7 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  upphæðin er ótrúlega há.  Ég hefði getað breytt götunni fyrir minni pening. 

Jens Guð, 11.9.2013 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband