Fær skaðabætur frá ljótri konu

  Fyrir nokkrum árum hittust ókunnug kona og ókunnugur maður.  Þau felldu hugi saman,  eins og gengur með ungt fólk.  Með þeim tókust heitar ástir.  Sagan endar ekki þar,  heldur er rétt að byrja.  Þau gengu í hjónaband og síðan í eina sæng.  Að röskum níu mánuðum liðnum fæddi hans gullfallega kona barn.

  Barnið var ótrúlega ljótt,  að mati mannsins.  Hann mat stöðuna þannig að útilokað væri að jafn fagur Kínverji og hann sjálfur gæti verið faðir svona ljóts barns.  Öll börn og fullorðnir í hans ætt eru hver öðrum fallegri.  Það var næsta víst að köttur hafi komist í ból bjarnar.  

  Kappinn lét þegar í stað taka DNA sýni úr ljóta barninu til að ekkert færi á milli mála.  Niðurstaðan var sú að hann væri örugglega faðir barnsins.  Þá var ekki um annað að ræða en rannsaka ljósmyndir af ættingjum konunnar.  Þar var klárlega einhver ljótur arfberi.  Rannsóknin leiddi í ljós að það var kínverska eiginkonan,  barnsmóðirin,  sem var svona herfilega ljót.  Hvernig mátti það vera?

  Svarið leyndist í leyndarmáli:  Konan hafði - áður en hún kynntist fagra manninum - farið í sex lýtaaðgerðir.  Samtals hafði hún kostað sem svarar 12 milljónum íslenskra króna í nýtt útlit.  

  Maðurinn taldi sig vera illa og gróflega svikinn.  Hann sótti þegar í stað um skilnað frá flagðinu.  Samtímis kærði hann konuna fyrir að hafa af makalausri ósvífni leitt sig í gildru.  Dómarinn var manninum sammála.  Hann dæmdi konuna til að borga fórnarlambinu sömu upphæð og andvirði lýtalækninganna + álagi.  Samtals 14 milljónir ísl. króna.

ljot_kona.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hvað varð um að útlitið skipti ekki máli?  Það sé innrætið sem skipti máli.   Er fegurðardýrkunin ekki komin út í öfgar í Kína?  Þetta er ljót frétt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Konan hafði - áður en hún kynntist fagra manninum - farið í sex lýtaaðgerðir>

En það sem ég skil ekki er að hvernig barnið gæti verið ljótt fyrir það?


****************
http://hvetjandi.net
****************

Guðni Karl Harðarson, 11.9.2013 kl. 23:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, vitanlega Guðni, öll börn eru falleg í augum foreldra sinna - sama hvað öðrum finnst. Móðirin er hin fallegasta kona bæði fyrir aðgerð (t.v.) og eftir aðgerð (t.h).

Ef fella ætti Salomónsdóm, sem Kínverjar og kommúnistar þekkja vitanlega ekki í heift sinni, dýrkun og græðgi, þá hefði átt að dæma þennan föður sem óhæfan til að gegna hlutverki föður. 

En er möguleiki á því að Jens hafi verið að lesa ruglufrétt úr skítableðli úti í heimi. J. Guð getum við fengið heimild og sannanir fyrir andlegum ljótleika föðurins. Var þetta kannski sjálfur Núbó á Fjöllum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.9.2013 kl. 00:19

3 Smámynd: Jens Guð

  Guðni,  barnið erfði útlit móðurinnar áður en hún fór í allar lýtaaðgerðirnar. 

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 00:29

4 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur Örn,  ég er þér sammála um að dæma hefði átt föðurinn óhæfan.  Fréttin er ekki alveg ný.  Fréttin var í heimspressunni í fyrra þegar kallinn kærði konuna.  Núna féll endanlegur dómur.  Ég er ekki viss en ég held að áður hafi lægri dómstóll komið við sögu.  Það skiptir þó ekki máli.  Afstaða fallega kallsins,  framvinda málsins og niðurstaða er það áhugaverðasta við þetta sérkennilega mál.

  Ég tel mig geta fullyrt að Núbó komi við sögu.  Samt veit maður aldrei.     

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 00:42

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Betri heimild takk, annars halda menn að börn ljóts fólks verði falleg ef þau fæðast eftir að foreldrarnir hafa gengist undir í lýtaaðgerð.

Ég þekkti einu sinn mann sem ekkert skildi upp né niður í því að börnin hans voru svo lagleg. Kona hans var reyndar lagleg, en það var hann ekki með stutta feita leggi meðan börnin vöru limalöng og glæsileg. Seinna kom í ljós að hann var ekki faðir barnanna. Slík dæmi  hefur íslensk erfðagreininga líklega uppgötvað í einhverjum tilvikum, því að meðaltali eru um 6-8% rangt feðraðir. Leyndarmálið fer móðirin of með sér í gröfina.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.9.2013 kl. 01:12

6 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mér finnst að núna, þegar tæknin leyfir það, ættu allir feður sjálfvirkt að fá upplýsingar um það hvort þeir séu raunverulega feður barna sem þeir eru bendlaðir við. Það er bara sjálfsagt réttlætismál.

Theódór Gunnarsson, 12.9.2013 kl. 05:22

7 identicon

Einu sinni var falleg og vinsæl gata í Vesturbænum, svona nokkurskonar Miklabraut Vesturbæjarins. Fólk var stollt af fallegu götunni sinni og allir vildu aka hana. Svo komu einhverjir heimskir og raunveruleikafyrrtir kerfiskarlar frá Reykjavíkurborg ( örugglega á himinháum launum ) og rústuðu ásýnd og öryggi götunnar. Nú vill fólk ekki lengur aka Hofsvallagötuna, það þykir nánast skammarlegt að láta sjá sig þar og hjólreiðafólk sést ekki einu sinni þar á rándýrum hjólreiðamerkingum. Bílstjórar hafa fært sig inn í hliðargötur og skapa þar mikla hættu fyrir gangandi börn á líð í og úr skóla. Sumir leggja mikið á sig til að verða fallegri, en aðrir leggja mikið á sig við að gera umhverfið ljótt og óaðlaðandi og fá borgað fyrir það. 

 l      

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 08:22

8 identicon

Sæll Jens!

Draga mætti af þessu öllu saman þá dapurlegu niðurstöðu
að margur hafi  ekki löglega afsökun fyrir því að
líta í spegil, - nema þá helst færeyskar blómarósir
og íslenskar sólliljur(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 12:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Man eftir fréttum af hjónum í Bandaríkjunum, konan varð þunguð og átti barn, en það var svart.  Þetta setti alla fjölskylduna upp í loft, og konan sökuð um að hafa haldið framhjá sínum "fína" ektamaka. Minnir að það hafi orðið skilnaður út af þessu, svo var farið að kanna málið og þá kom í ljós að forfaðir eiginmannsins í 7 ættlið hafði verið svartur.  Barnið var sem sagt svart vegna hans en ekki konunnar.  Svo fyrir utan að auðvitað á maður bara að elska börnin sín hvernig sem þau eru á litinn og hvort sem þau eru glæsileg eða ekki, hvort sem þau hafa einhvern sjúkdóm eða erfðafræðilegan gallal. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2013 kl. 17:43

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta minnir nú bara á "nastý"brandarann frá barnaskólaaldrinum"Óvenjulega ljótur maður og óvenjulega ljót kona giftu sig.Svo eignuðust þau barn-og þau hentu því".

Jósef Smári Ásmundsson, 12.9.2013 kl. 20:39

11 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur Örn,  prófaðu þessa slóð  http://blog.birchbox.com/post/35292842982/chinese-man-sues-wife-for-being-ugly-wins-120-000

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 22:45

12 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  er það ekki dýrt?

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 22:45

13 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  Hofsvallagatan er dáldið skrýtin þessa dagana.

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 22:50

14 Smámynd: Jens Guð

  Húsari,  vel mælt!

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 22:50

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir áhugaverða sögu.  Og vonandi elska flestir börn sín óháð húðlit, fötlun eða öðru.

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 22:53

16 Smámynd: Jens Guð

  Jósef,  þessi brandari er svakalegur

Jens Guð, 12.9.2013 kl. 22:55

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2013 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband