Hvað er í hamborgaranum þínum?

ham-borgari_1215404.jpg

 

 

 

 

 

 

 

  Veistu hvað er í samlokunni þinni?  Þessari sem kallast hamborgari?  Áleggið er flöt "kjötbolla";  hakkað nautakjöt.  Í auglýsingum segir:  "Einungis úr 1. flokks úrvals ungnautahakki af nýslátruðum."  Stenst það skoðun?  

  Í nýrri rannsókn í Bandaríkjum Norður-Ameríku voru hamborgarnir efnagreindir.  Það er að segja hamborgarakjötið.   Þetta voru hamborgarar frá 8 helstu hamborgarakeðjunum í Ameríku.  Niðurstaðan var þessi:

  Helmingurinn af hamborgarakjötinu var vatn (allt upp í 62,4%.  Í skásta tilfellinu var vatnið aðeins 37,7%).  Það kom ekki á óvart.  Matvælaframleiðendur eru orðnir lagnir við að drýgja framleiðsluna með vatni.  

  Hitt kom verulega á óvart:  Kjöt var ekki nema 8,45% af kjötinu!  Í grófasta dæminu var kjötið bara 2,1%.  Það eru hrein og klár vörusvik,  næstum eins og íslensku kjötlokurnar sem voru án kjöts.  Í skásta dæminu var kjötið 14,8% af kjötinu.

  Hvaða fylliefni fylla upp í 41,5% sem kjötið samanstendur af ásamt vatni og kjöti?  Í stuttu máli:  Drasl og viðbjóður.  Bein, brjósk, æðar, fituvefi, taugar og svo framvegis.  Að ógleymdum saurgerlum!

  Þannig lítur fylliefnið í hamborgaranum út:

 hamborgari_1215406.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Það er spurning hvort að íslenskir hamborgarar séu frábrugðnir þeim bandarísku.  Hér voru til skamms tíma tvær hamborgarakeðjur sem eru áberandi í Bandaríkjunum.  Annars vegar McDonalds og hinsvegar Burger King (Burger King hefur lengst af verið ensk keðja með útibú víða um heim).  Þannig keðjur hæla sér af því að bjóða upp á nákvæmlega eins vöru frá einu landi til annars.  

  Margir sem eiga það til að laumast í hamborgara segjast ætíð fá magakveisu í kjölfarið.  Til að verjast henni er ástæða til að sniðganga hamborgarakeðjur í útlöndum.

  Ég hef sannfæringu fyrir því að rammíslenskir hamborgarastaðir séu lítið sem ekkert í því að drýgja nautakjötið hjá sér.       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er það allur rándýri vegasjoppu hamborgaraviðbjóðurinn sem landinn lætur plata ofan í sig í tonnavís á sumrin og skríður svo undir stýri með sósutauma niður á kvið og ekur á næstu rándýru ógeðssjoppu.

Stefán (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 08:30

2 identicon

Ekki mæli ég með hamborgurum sem fæði, þó eru þeir skárstir hér á landi af þeim löndum, sem ég hef smakkað hamborgara í. En talandi um vegasjoppur, þá bjóða flestar upp á hamborgara, aðallega vegna þess að viðskiptavinir gera kröfur á sinn hamborgara og franskar. En það fæst fleira á sjoppunum, sem er bæði á lægra verði, bragðbetra og hollara. Ég nefni sem dæmi að á tveimur, stórum vegasjoppum, sem ég hef komið nokkrum sinnum á, þ.e. Staðarskála í Hrútafirði og Hlíðarenda á Hvolsvelli, hef ég getað fengið stóran disk af íslenskri kjötsúpu með ekta kjöti og ekta grænmeti. Ekkert plat þar. Bragðið aldeilis ágætt og verðið lægra en á hamborgara með frönskum og sósu - og miklu hollara. Þurfum við sem viðskiptavinir "vegasjoppana" ekki líka að skoða svolítið í eigin barm hvað óskir okkar og kröfur varðar?

E (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 10:43

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  láttu mig þekkja það.  Á rúntinum um landið (að kenna skrautskrift) er í sumum fámennari þorpum ömurlegt að hafa ekki val um annað en hamborgara eða pylsu í einu sjoppu þorpsins.

Jens Guð, 13.9.2013 kl. 23:49

4 Smámynd: Jens Guð

  E,  þetta er alveg rétt hjá þér.  Fyrir nokkrum árum gerði eitthvað fyrirbæri átak eða áskorun á vegasjoppur að bjóða upp á íslenska kjötsúpu.  Ýmsir (en samt ekki margir) urðu við kallinu.  Þar á meðal Staðarskáli.  Það er til fyrirmyndar.  Kannski pínulítið of dýrt ef ég man rétt (1300 kall eða svo).  Í Hressingarskálanum (eða hvort hann heitir Café Hressó?),  er ívið stærri skammtur af íslenskri kjötsúpu seldur á 890 kall. 

Jens Guð, 14.9.2013 kl. 00:00

5 identicon

held að við séum með allt annan sannleika her, bæði við að vinnu mina á matsölustöðum og i kjötborði þá var 100% nautahakk i báðum tilfellum, get auðvita ekki svarað fyrir aðra staði en hef ansi mikið unnið við þetta og aldrei seð notað annað en 100% kjöt ;)

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 14:09

6 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  ég veit að hamborgararnir eru í góðu lagi fyrir norðan.  En það er ástæða til að hafa allan vara á hér fyrir sunnan. 

Jens Guð, 15.9.2013 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband