Plötuumslög í sínu rétta umhverfi

  Ţegar rölt er um New York borg ber margt fyrir auga sem kemur kunnuglega fyrir sjónir.  New York borg er vettvangur margra kvikmynda,  sjónvarpsţátta og tónlistar.  Demókratar eru ráđandi.  Íbúar eru um 8 milljónir.  Daglegir túristar í New York eru jafn margir:  8 milljónir.

  New York er suđupottur fjölmenningar í tónlist og ýmsu öđru,  međ sitt  Kínahverfi,  litlu Ítalíu,  fátćkrahverfi svertingja (Harlem) og svo framvegis.  New York er heimsálfa ólíkra hverfa,  ólíkra menningarsvćđa...

  Mörg af frćgustu plötuumslögum rokksögunnar hafa veriđ ljósmynduđ í NY.   Ţađ er ţess vegna sem gestkomandi í New York borg kannast viđ umhverfiđ.

umslag_ny-thewho.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Plötuumslag bresku mod-hljómsveitarinnar The Who  "The Kids are Allright",   byggir á ljósmynd í New York.

umslag ny-VanMorrison 

  Umslag plötunnar "Too Long in Exile" međ írska söngvaranum Van Morrison.

 umslag ny-NeilYoungGoldRush

  "After The Gold Rus" međ kanadíska tónlistarmanninum Neil Young skartar ljósmynd frá NY.

umslag ny-VelvetUnderground

  Umslag plötunnar "Live at Max´s Kansas City" međ NY sveitinni Velvet Underground.

 umslag ny-NewYorkDolls

  Hljómsveitin New York Dolls og umslag samnefndrar plötu.

umslag ny-Ramones

  Ramones, enn ein NY sveitin og umslag plötunnar "Rocket to Russia".

umslag ny-SteelyDan

  Steely Dan brugđu sér í Central Park garđinn í NY til ađ sitja fyrir á mynd á umslag plötunnar "Pretzel Logic".

umslag ny-WestSideStory

  Söngleikjaplatan "West Side Story".

umslag ny-dylanhighway

  Bob Dylan bjó í NY og ţurfti ekki ađ sćkja myndefni langt.

umslag ny-DylanSubterranean

  Dylan fór samt til London til ađ filma myndband viđ lagiđ "Subterranean Homesick Blues".


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íbúar New York eru um 19 milljónir. Í fjölmennustu borg Evrópu, London, eru íbúar 11 milljónir. Ein allra besta plata meistara Lou Reed heitir New York, en   misheppnuđ plata frá meistara John Lennon heitir Some Time in New York City.  Nánast allar uppáhalds jazzplöturnar mínar eru teknar upp í New York og ţangađ flykktust bestu jazzistarnir frá öđrum ríkjum USA á gullaldarárum jazzins 1950 - 1970.  Í New York eru frćgustu og bestu óperur fluttar í Metropolitian Opera House. Hipparokkiđ kviknađi og blómstrađi á Vesturströndinni, en New York átti sína Simon & Garfunkel, Lovin Spoonful og Velvet Underground. Ţangađ fluttust líka og störfuđu meistarar Bob Dylan og Frank Zappa. Stóra epliđ er bćđi súrt og sćtt í senn.   

Stefán (IP-tala skráđ) 18.9.2013 kl. 08:53

2 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  íbúar New York borgar eru um 8 milljónir.  Ţađ gćti veriđ ađ heildaríbúafjöldi alls NY ríkis sé 19 milljónir.

Jens Guđ, 18.9.2013 kl. 12:56

3 identicon

Um 20 milljónir búa á New York svćđinu, svona eins og ef talađ er um höfuđborgarsvćđiđ okkar hér, en ekki bara Reykjavík.  

Stefán (IP-tala skráđ) 18.9.2013 kl. 14:18

4 identicon

Ég er ekki sammála ađ Some time in NYC sé misheppnuđ. Án hennar hefđum viđ ekki lög eins og Woman is the nigger of the world, Que pasa New York, The luck of the irish, John40ono Sinclar o.fl. Ég hef alltaf veriđ hrifinn af ţessari plötu.

Jónas Yngvi Ásgrímsson (IP-tala skráđ) 18.9.2013 kl. 21:03

5 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  ţetta er eflaust rétt hjá ţér.

Jens Guđ, 18.9.2013 kl. 22:53

6 Smámynd: Jens Guđ

  Jónas Yngvi,  ţađ eru alveg ljómandi góđ lög á NY-plötunni.  En dálítill vandrćđagangur á hljómsveitinni.  Samanburđur viđ fyrri tvćr plötur Lennons,  "Plastic Ono Band" og "Imagine" er líka óhagstćđur.  Ţćr tvćr plötur voru snilldin ein.  Á NY-plötunni er djamm-stemmningin ekki ađ skila nógu góđu í lögum eins og "We´re All Water",  "Sunday Bloody Sunday" og "Attica State".  

  Lennon var dálítiđ kćrulaus varđandi kröfu til hljómsveitarinnar.  Til ađ mynda samdi hann " Woman is the Nigger of the World" sem reggílag.  Hljómsveitin réđi ekkert viđ reggí.  Lennon var svo vćrukćr ađ hann nennti ekki ađ reyna ađ kenna hljómsveitinni ađ spila reggí.  Hugsađi bara međ sér ađ ţetta vćri plata sem hann ćtlađi ekki ađ liggja yfir eđa eltast viđ smáatriđi.  Hljómsveitin mćtti spila ţađ sem hún kynni og hann ćtlađi ekki ađ stressa sig á neinu öđru.  Ţetta vćri djamm ţar sem allir vćru ađ skemmta sér.

  Aukaplatan međ Zappa dregur plötuna ennfremur niđur.

  Á   http://www.allmusic.com/album/some-time-in-new-york-city-mw0000195247  fćr NY platan 2 og hálfa stjörnu hjá gagnrýnanda Allmusic og 3 og hálfa stjörnu hjá lesendum.  Ég hallast ađ stjörnugjöf lesenda. 

Jens Guđ, 18.9.2013 kl. 23:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband