Fólk þarf að bera virðingu fyrir sektum

 jeppafrekja

  Hvers vegna gefa íslenskir ökumenn ekki stefnuljós?  Hvers vegna tala íslenskir ökumenn á ferð í síma?  Hvers vegna leggja "heilbrigðir" í stæði merkt fötluðum?  Hvers vegna nota hjólreiðamenn ekki öryggishjálm?  Svarið er einfalt:  Ástæðan er sú að Íslendingar bera enga virðingu fyrir umferðarlögum um þessi atriði né heldur sektum við því að brjóta þessi lög. 

  Þekkir þú einhvern sem hefur verið sektaður fyrir að gefa ekki stefnuljós?  Ekki ég heldur.  Og þó.  Fyrir 2 eða 3 árum var auglýst átak fyrir notkun stefnuljósa.  Þá vikuna notuðu flestir stefnuljós.  Einstaka manneskja var föst í gamla farinu og fékk smá sekt.  Sektin var svo lág að það var hlegið að henni.  Síðan hefur enginn skipt sér frekar af stefnuljósum.

  Oft og tíðum birtast fréttir af rannsóknum sem leiða í ljós að ökumaður á ferð sem talar í síma tapar einbeitingu og athygli í umferðinni á meðan.  Reyndar sér maður það ósjaldan í umferðinni.  Sömu rannsóknir sýna að það er enginn munur á því hvort að ökumaður talar í handfrjálsan búnað eða heldur sjálfur símanum við eyrað.  Handfrjáls búnaður er í raun verri vegna þess að hann veitir falskt öryggi.  

  Það er kjánalegt að halda í lög um handfrjálsan símabúnað.  Það ber enginn virðingu fyrir kjánalegum lögum.  Ofan á þennan kjánagang þá er refsilaust að ökumaður tali í talstöð.   

  Við höfum nýlegt dæmi um frjálsíþróttamann sem leggur jafnan jeppa sínum beint á ská í tvö stæði merkt fötluðum.  Útskýring hans er sú að hann vilji frekar borga 5000 króna sekt fyrir það en láta "hurða" bílinn á þrengra stæði.  Enda sé bíllinn á einkanúmeri.     

  Hann er ekki einangraður frekjuhundur.  Þetta er algeng afstaða jeppagutta.  Sektin fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum er svo lág að það er hlegið að henni.  Þar fyrir utan eru þessi spjátrungar aldrei sektaðir fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum.  Þeir fá að komast upp með þetta vegna þess að þeim er vorkunn.  Frekja þeirra og ótillitssemi ræðst augljóslega af andlegri fötlun.  

   

  


mbl.is Fékk ekki að borga sektina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eru upp til hópa illa upp aldir. Hér á vinstri ströndinni þar sem býr versta fólk í veröldinni (oftast nefndir kanar manna á millum) er umferðamenning einum 11 þrepum ofar en sú sem tíðkast á Íslandi. Ég held að þar sé aðallega frekju landans um að kenna.

Erlendur (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 23:39

2 Smámynd: Jens Guð

  Erlendur,  það er sláandi hvort sem er í USA eða i nágrannalöndum að ef gangandi vegfarandi sýnir löngun til að fara yfir götu þá stoppar ökumaður bíls með það sama til að hleypa viðkomandi yfir.  Líka fyrir utan merktar gangbrautir.  Hérna á Íslandi gefur ökumaður engan "sjéns".  

Jens Guð, 19.9.2013 kl. 00:00

3 identicon

Eftir höfðinu dans limirmir.

http://www.dv.is/frettir/2013/9/18/forsetabillinn-kroadi-tvo-bila-inni-vid-melaskola/

Grrr (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 06:50

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er góður pistill, Jens. Réttast væri að gera ökutæki þeirra sem leggja í stæði fatlaðra upptæk, selja þau á uppboði og nota andvirðið til styrktar fötluðum.

Hörður Þórðarson, 19.9.2013 kl. 07:11

5 identicon

Ég hef hvergi kynst verri umferðarmenningu erlendis en í Tyrklandi, en þó er hún lítið verri en umferðarómenningin hér á landi og fremstir í flokki umferðarrudda eru ofar en ekki litlir stubbar á risastórum sérútbúnum jeppum eins og sá frá AP Málun þarna á myndinni. Þegar stubbarnir eru búnir að krafsa sig upp í jeppana, þá líta þeir út eins og litlar dúkkur í sýningargluggum leikfangabúða, enda er þessir sérútbúnu jeppar leikföng dellufólks sem  helst ætti bara að halda sig á fjöllum.    

Stefán (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 09:31

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Við íslendingar förum bara eftir þeim reglum sem okkur þóknast og komumst upp með það. Enda eftirlit lítið sem ekkert.

þeir sem vilja keyra á vinstri akrein á 60 km/klst þar sem keyrt er á 80 venjulega, keyra bara þar. Það hugsar bara hver um sjálfan sig því miður. 

Sigrún Óskars, 19.9.2013 kl. 13:35

7 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  frekjan og tillitsleysið fara ekki í manngreinaálit.

Jens Guð, 19.9.2013 kl. 13:43

8 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  góð hugmynd!

Jens Guð, 19.9.2013 kl. 13:44

9 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þegar ég tók bíl á leigu í Portúgal var lagt að mér að kaupa tryggingu.  Mennirnir á bílaleigunni sögðu mér að Portúgalir væru verstu,  frekustu og tillitslausustu ökumenn í heimi.  Ég þyrfti virkilega mikið að vera á varðbergi.  

  Þegar á reyndi var þetta bara eins og í umferðinni á Íslandi.  

Jens Guð, 19.9.2013 kl. 13:48

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigrún,  þetta er dapurlega satt hjá þér. 

Jens Guð, 19.9.2013 kl. 13:48

11 identicon

Það er til teiknimynd um Guffa frá Walt Disney

þar sem hann umbreytist (Jekkyl/Hyde) þegar hann sest undir stýri

svo þetta er ekki BARA íslendingar

Ekki það að þessi frekja og fautaskapur - hreinlega OFBELDI er gjörsamleg óþolandi og hækkar blóðþrýstinginn verulega hjá flestum.

Grímur (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 15:58

12 Smámynd: Jens Guð

  Grímur,  það hefur verið sannað með rannsókn að frekjuleg hegðun í umferðinni er í beinu samhengi við það hversu stórum og dýrum bíl fólk ekur.

Jens Guð, 19.9.2013 kl. 16:06

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála við berum enga virðingu fyrir lögum og rétti svona yfirleitt, sorglegt því það skiptir máli.  Ég til dæmis er löngu hætt að treysta því hvort bílstjóri er að gefa stefnuljós eða hefur "gleymt" að taka það af, þegar hann beygði síðast.  Þess vegna bíð ég þangað til ég sé að hann ætlar virkilega að beyja, eitt dæmi um það sem virðingarleysi gerir. 

Stefán ég var í Tyrklandi fyrir nokkrum málum og ég segi sama og þú.  Maður vogaði sér ekki yfir götu á grænu ljósi nema þegar allir hinir fóru út á götuna, því það var hreinlega ekki hægt að treysta því að grænaljósið væri virt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2013 kl. 16:30

14 identicon

Merkilegt að hægt sé að merkja áhrif frá Tyrkjaráninu í umferðinni í Istanbúl.

Veit reyndar að þeir voru sennilega ekki Tyrkir en sagan er betri þannig.

Erlendur (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 17:37

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég verð að nota sömu aðferð og þú:  Reikna með að næsti ökumaður á undan ætli að beygja eða ætli ekki beygja.  Ég veit að ef hann ætlar að beygja þá gefur hann ekki stefnuljós.  Þetta tefur töluvert fyrir eðlilegum akstri.  Einkum þegar umferð er þung eins og oft vill verða eftir klukkan 16.00. 

Jens Guð, 20.9.2013 kl. 23:49

16 Smámynd: Jens Guð

  Erlendur,  Tyrkjaránið svokallaða undir forystu hollensks þrælasala er ennþá að þvælast fyrir okkur.  Sumum. 

Jens Guð, 20.9.2013 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband