Breskt dagblað hvetur til Íslandsferða

  Breska fríblaðið Metro státar sig af því að vera stærsta og útbreiddasta dagblað heims.  Ég hef ekki forsendur til að rengja það.  Á tímabili var íslenskt fríblað í Danmörku,  Nyheds-eitthvað,  toppurinn.  Á sama tíma íslenskt dagblað gefið út í Boston.  Það hét Boston News eða eitthvað álíka.  Núna er ekkert íslenskt dagblað gefið út utan Íslands.  Satt en ótrúlegt.

  Í fimmtudagsblaði Metro er mælt með því að þeir sem eigi eftir að taka út haustfrí velji sér einhvern af eftirtöldum 5 áfangastöðum:  Ísland,  Kúpu,  Ítalíu,  Sri Lanka eða Oman.  Þunginn í meðmælunum með Íslandi er sá að norðurljósin sem sjást á Íslandi verði sérlega áberandi og fjörug þetta haustið.  Vísað er til fullyrðinga geimvísindastofnunar, Nasa, í því sambandi.  Heildarkostnaður við 7 nátta ferð til Íslands er aðeins um 170 þúsund kall:  Flug, gisting og morgunverður.  Góður og ódýr kostur fyrir Breta.  Einn af 5 bestu kostum.  Til samanburðar kostar ræfilsleg 5 daga ferð til Ítalíu Bretann hátt á þriðja hundrað þúsund.  Valið er auðvelt.   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.