Hvað vekur öflugustu viðbrögðin?

  Á samfélagsmiðlum netheima (twitter, facebook, blogg og svo framvegis) upplýsa notendur um það helsta sem á daginn hefur drifið.  Vinir og kunningjar fá að fylgjast með því hvað er í matinn,  hvað sé að frétta af börnunum,  flutningi í nýja íbúð,  flutningi á milli landa,  ferðalögum,  nýja starfinu og annað slíkt.  Það er gaman.  Þetta eru samt ekki "statusarnir" sem vekja öflugustu viðbrögð, fá flest "like",  flestar deilingar og mesta umræðu. 

  "Statusar" eða "tíst" sem eru sprottin af augljósri reiði fá kröftugustu viðbrögðin og er deilt hraðast og af flestum.  Þetta leiðir rannsókn í ljós sem náði til 200.000 notenda.

  Skilaboð sem lýsa vonbrigðum,  depurð eða andúð vekja ekki hálft því jafn öflug viðbrögð og þau öskureiðu.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið verið að skrifa núna um eineltismál kennara á netmiðlum. Kennarar sem leggja börn í einelti eru ekki ekki starfi sínu vaxnir og eru bara ekkert annað en aumingjar.  Skólastjórnendur sem taka ekki á svona málum eru heldur ekki starfi sínu vaxnir og eru siðlausar gungur.  

Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 08:55

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef eitthvað ofmetið athugasemdirnar mínar!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.9.2013 kl. 20:58

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Allir fánar eru flakandi flök, zérlega Ztefánar...

Steingrímur Helgason, 25.9.2013 kl. 00:37

4 identicon

Þetta kalla ég nú öflög viðbrögð Steingrímur - Ert þú kennari minn kæri ?

Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 08:29

5 Smámynd: Jens Guð

  Stefán (#1),  ég tek undir með þér. 

Jens Guð, 25.9.2013 kl. 16:55

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B., þínar athugasemdir eru alltaf kærkomnar.

Jens Guð, 25.9.2013 kl. 16:56

7 Smámynd: Jens Guð

  Zdeingrýmur,  þú ert brattur í dag!

Jens Guð, 25.9.2013 kl. 17:00

8 Smámynd: Jens Guð

  Stefán (#4),  kappinn var eða er kennari og tónlistarmaður.  Einhverntíma á Dalvík eða nágrenni en í seinni tíð á Bifröst eða þar í grennd.

Jens Guð, 25.9.2013 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.