25.9.2013 | 20:34
Egill kærir Gillz
Líkamsræktarfrömuðurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson stendur í ströngu þessa dagana. Það er margt sem hefur mætt á honum. Það er líka margt sem mæðir á honum. Nú er hann að undirbúa stefnu á hendur fjölmiðlafígúrunni Gillz, öðru nafni Gillzenegger, fyrir stórfelldar ærumeiðingar. Tilefnið er það að fígúran, Gillz, hefur valdið Agli óbætanlegum skaða. Dregið nafn hans niður í svaðið og reitt af honum æruna gróflega. Svo gróflega að eftir stendur ærulaus maður. Enginn hefur leikið mannorð og æru Egils jafn grátt og Gillz. Velt Agli eins og hveitipoka upp úr sora og hugarfari nauðgara.
Siðblinda fígúrunnar, Gillz, hefur haldið fyrir Agli vöku mánuðum og árum saman. Hann er meira og minna ósofinn - allt að því uppvakningur (zombie) - á sama tíma og fígúran, Gillz, sefur vært eins og kornabarn. Siðlaus framkoma fígúrunnar, Gillz, hefur ekki aðeins verið Agli erfið heldur fjölskyldu hans einnig og heimiliskettinum. Einkum vegna þess að í sumra augum líta þeir eins út. Munurinn er sá að Egill er hágrenjandi pissudúkka viefandi kærum upp á dag hvern á meðan Gillz er granítharður boðberi nauðgarans.
Fullvíst þykir að fígúran, Gillz, gagnstefni Agli. Jafnvel tvisvar.
Þegar ljósmynd af fígúrunni, Gillz, er "gúggluð" kemur upp myndin til vinstri. Þegar ljósmynd af Agli Einarssyni er "gúggluð" kemur upp myndin til hægri. Eru þeir nokkuð svo líkir - ef frá er talið að klæðnaðurinn er álíka?
Ekki Egill heldur Gillz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Heilbrigðismál, Löggæsla | Breytt 8.10.2013 kl. 00:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1025
- Frá upphafi: 4111550
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Snilldar færsla hjá þér Jens
Eysteinn (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 21:54
Hahaha þú ert frábær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2013 kl. 21:58
Gillz er ógeðfelldasta persóna sem hefur verið sköpuð hér á landi að mínu mati, en þó hugsanlega líkari skaparanum en flestar aðrar skáldsagnapersónur ? Hafi Egill átt við svefnvanda að stríða að undanförnu þá er hann bara að takast á við vandamál sem hann hefur skapað sjálfur. Svo er bara spurning hvernig gamli hálfheyrnarlausi gúanórokkarinn sefur núna eftir að hafa logið veiðiþjófnaði upp á fjölda manns ? ,, Menn þurfa að hugsa áður en þeir syngja " eins og maðurinn sagði.
Stefán (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 08:15
Það sem er lagt á suuuuuma.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2013 kl. 14:39
Það eru sérstök lög í mörgum löndum um að rétt eins og kennarar mega ekki sofa hjá nemendum, mega einkaþjálfarar ekki standa í sambandi við viðskiptavini. Segjum sem svo að ekki hafi verið um nauðgun að ræða, (en ég er alls ekki að segja svo hafi verið, því um það veit ég ekkert, þó varla endi fullkomlega eðlilegt kynlíf með ferð á sjúkrahúsið). Það breytir því samt engan veginn að stúlkan var á menntaskólaaldri en Gillz er fullorðinn maður. Hefði hann verið kennarinn hennar hefði hann verið sviptur starfsleyfi um aldur og æfi og gæti átt sektir og fangelsisvist yfir höfði sér. Hann hefði verið í sömu stöðu ef hann væri sálfræðingurinn hennar. Afhverju eiga einkaþjálfarar að vera yfir lög og reglu hafnir? Þeir eru í mjög svipaðri stöðu siðferðilega gagnvart sínum skjólstæðingum og kennarar og sálfræðingar. Afhverju eru ekki sérstök lög sett á hér á landi? Nú er einkaþjálfunin að breytast frá því að vera eitthvað viðvik sem hvaða plebbi sem er gat tekið að sér, upp í að háskólavæðast og verða mun vandaðri. En ef einkaþjálfar gangast ekki undir lög um siðferðilegar skyldur gagnvart þeim sem þeir þjónusta, þá eiga þeir ekki skilið að verða virðuleg starfstétt og öll háskólavæðingin er til einskis. Ef þeir vilja komast í alvarlegra starfsgreina tölu verða þeir að uppfylla sömu siðferðisskyldur og aðrir og um þær þarf að setja ströng lög með fyrirfram ákveðinni refsingu þeim til handa sem gerast brotlegir við lögin.
Common sense (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 16:00
Eysteinn, takk fyrir það.
Jens Guð, 26.9.2013 kl. 20:03
Ásthildur Cesil, bestu þakkir.
Jens Guð, 26.9.2013 kl. 20:04
Stefán, það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 26.9.2013 kl. 20:05
Jenný Anna, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 26.9.2013 kl. 20:05
Common Sense, takk fyrir þennan athyglisverða vinkil.
Jens Guð, 26.9.2013 kl. 20:06
Athugasemd #5 er ekki common sence, hún er nonsence.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2013 kl. 00:11
Og þá er ég auðvitað að tala um að um samþykkt kynlíf sé að ræða, en siðlaust er það, ekki spurning. Og viðkomandi kennari, t.d. í menntaskóla yrði örugglega rekinn. En ekki sviptur starfsleyfi og þaðan af síður í fangelsi. Það er af og frá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2013 kl. 00:17
Mér finnst ég svolítið vond manneskja að hafa haft gaman af pistlunum sem Gillz skrifaði í dv á sínum tíma. Þeir voru svo uppfullir af karlrembu og sýrðir og ógeðfelldir í garð kvenna að ég taldi þetta vera stólpagrín. Síðan þá hafa runnið á mig tvær grímur.
Hjóla-Hrönn, 27.9.2013 kl. 12:03
Gunnar Th., Common Sense er að vísa í lög eða reglur í útlöndum. Ég þekki það dæmi ekki en rámar í einhverja dóma í slíkum málum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Það er að segja að kennarar hafi fengið dóma fyrir sænga hjá nemendum.
Jens Guð, 27.9.2013 kl. 23:43
Hjóla-Hrönn, ég man eftir að unglingsstrákum hafi þótt einhverjir pistlar Gillz fyndnir. Svo náðu drengirnir fermingaraldri og skammast sín í dag fyrir vanþroskann.
Jens Guð, 27.9.2013 kl. 23:45
Það getur ekki verið ef nemandinn er lögráða og vildi sjálf/ur kynlífið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2013 kl. 23:46
Gunnar Th., Ég var að spjalla við mann í Florida sem bjó við landamæri Alabama. Í Alabama hefur reynt á lög þar sem kennari má ekki eiga kynferðislegt samneyti við nemanda sem er undir 19 ára aldri.
Jens Guð, 28.9.2013 kl. 00:24
Þá hlýtur lögræðisaldur að vera þar 19 ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2013 kl. 00:52
Það er ekki hægt að dæma fullveðja einstaklinga fyrir samþykkt kynlíf. Það er brot á mannréttindum og slíkum dómi yrði troðið þversum upp í.... þú veist, á dóamranum af mannréttindadómstól.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2013 kl. 01:06
Gunnar Th., kunningi minn segir - eftir að hafa kannað það núna áðan - að lögræðisaldur í Alabama sé 16 ár en þegar málið varði kennara og nemendur þá sé aldurstakmarkið 19 ár. Það hefur reynt á þetta fyrir dómsstólum.
Jens Guð, 28.9.2013 kl. 01:41
Ég trúi því ekki fyrr en ég sé heimildir svart á hvítu. Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur í manninum, eitthvað annað hangið á spýtunni
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2013 kl. 01:44
Gunnar Th., ég er lélegasti "gúgglari" í heimi. Í fljótu bragði fann ég dæmi frá Bandaríkjunum. Þetta virðist eiga við um fleiri ríki en Alabama. Ég á eftir að finna dæmi þaðan.
Nicole Chapman, 28, was this month jailed for 10 to 12 months earlier this month for having sex with a 19-year-old special needs student in North Carolina.
Barbara Anderson, 37, a teacher at a Washington State school, was arrested in March after allegedly having sex with a 17-year-old student.
Angela New, 39, from Gladewater, Texas, was arrested last week after school chiefs at Union Grove High School, where she taught English received a tip off about an alleged affair between her and an 18-year-old student.
Jamie Waite, 35, a swimming instructor at a school in Utah, was arrested in March for allegedly having sexual relations with a 17-year-old student.
Jens Guð, 28.9.2013 kl. 13:24
Hérna fann ég texta um lögin í Alabama:
Kim Bynum, 31, who was fired from her job at Vina High School in Alabama, was indicted on June 16, 2011, for the forbidden relationship.
The young man was above the age of consent, 16, at the time, but Alabama law prohibits teachers from having sexual relationships with students under the age of 19.
Jens Guð, 28.9.2013 kl. 13:26
Kemur mér á óvart, en margt skrítið í Ameríku. Spurning hvort þetta stenst mannréttindalög
Fyrsta er vegna nemanda með sérþarfir...
Annað er vegna 17 ára nemanda en kennarinn "að sögn" haft kynmök við hann, ekki sagt nánar frá málavöxtum og í raun ekkert nánar um málavexti í hinum málunum... 17 ára í síðasta
Takk fyrir fyrirhöfnina, Jens, fróðlegt en auðvitað út í hött.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2013 kl. 13:49
... og finnst varla í öðrum löndum nema í USA, hugsanlega í múslimalöndum þar sem kynlíf er alfarið bannað utan hjónabands.
Suðurríkin eru reyndar fræg fyrir ýmiskonar rugl í lögum og kristin öfgatrú er þar fyrirferðarmikil.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2013 kl. 13:53
Gunnar Th., ég átti bandarískan tengdapabba í næstum aldarfjórðung. Svo og fjórar bandarískar mágkonur og svo framvegis. Þegar ég hef dvalið í Bandaríkjunum hef ég jafnan valið 6 vikna pakka. Þar fyrir utan hef ég oft kíkt vestur um haf án þess að heilsa upp á fólk mér tengt. Mér lærðist snemma að USA er heimsálfa þar sem eitthvað algengt á einum stað er óþekkt á öðrum stað. Þetta á við um alla hluti: Matarmenningu, tónlist, pólitík... það er svoleiðis eins og sitthvor heimsálfan að vera í Boston eða Dallas. Öll viðhorf til allra hluta og allt er svo öðru vísi.
Jens Guð, 29.9.2013 kl. 00:30
Sammála, ríki BNA eru ótrúlega fjölbreytt í menningu og auðvitað landfræðilega líka. Hvert ríki er í raun sjálfstætt en eiga sameiginlegt s.s. utanríkisstefnuna, forsetann, þing, (congress) fánann, alríkislögin, alríkisdómstóla, alríkislögreglu og herinn. En svo hefur hvert ríki sín eigin lög, inn og útflutningur er reiknaður í hverju ríki fyrir sig, einnig verðbólga, atvinnuleysi o.s.f.v.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2013 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.