Dularfullt mál upplýst

numeraplotulaus_bill.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

  Gríđarlega undarleg sjón blasti viđ gestum og gangandi í fćreyska bćnum Klakksvík í gćr.  Klakksvík er einskonar Akureyri ţeirra Fćreyinga;  höfuđborg norđureyjanna.  Íbúar eru á fimmta ţúsund.  Ţađ sem vakti undrun Klakksvíkinga í gćr - og enn í dag - er ađ einn af bílum stofnunar sem heitir Nćrverk ók um götur bćjarins án númeraplatna.  Ţetta er nýlegur og flottur silfurlitađur Renault fólksbíll (sjá mynd.  Ég er ekki alveg viss en mig minnir ađ Nćrverk sé einhverskonar félagsmálastofnun).  

  Múgur og margmenni ţusti ađ bílstjóranum hvar sem hann lagđi bílnum.  Alla ţyrsti í ađ vita hvers vegna engar númerplötur vćru á bílnum.  Bílstjórinn svarađi ţví til ađ hann hefđi ekki hugmynd um ţađ.  Númerplöturnar vćru horfnar af bílnum og ţađ vćri ekkert sem hann gćti gert í ţví.

  Rannsóknarblađamenn gengu í máliđ.  Út úr rannsóknarblađamennskunni kom ađ Nćrverk skuldađi bifreiđagjöld (á fćreysku kölluđ vegaskattur).  Lögreglan hefđi ţess vegna klippt númeraplöturnar af bílnum.  Ţćr fćru ekki á bílinn aftur fyrr en bifreiđagjöld vćru í skilum.  

  Svo virđist vera sem gíróseđill vegna bifreiđagjaldsins hafi ekki skilađ sér til Nćrverks.  Nćrverk getur ekki borgađ gíróseđil sem ekki skilar sér.  Máliđ er í vandrćđalegum hnút.  Á međan er bíllinn kjánalegur međ engar númeraplötur.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er ţó skýring á ţví afhverju númeraplöturnar vantar ţarna, en ég veit ekki afhverju heilana virđist vanta í suma dagskrárgerđamenn á FM 95'7 ?

Stefán (IP-tala skráđ) 4.10.2013 kl. 08:25

2 identicon

„Ţađ er ţó skýring á ţví afhverju númeraplöturnar vantar ţarna, en ég veit ekki afhverju heilana virđist vanta í suma dagskrárgerđamenn á FM 95'7 ?“  Samhengiđ milli pistils Hrafnhćlingsins og ţessa svars er vitaskuld augljóst og svariđ viđ spurningunni líka.  Ţetta er vitaskuld ríkisstjórninni ađ kenna, annađ hvort núverandi eđa fyrrverandi.  Borđleggjandi.  Nema Jónsen eigi hlut ađ máli?

Tobbi (IP-tala skráđ) 4.10.2013 kl. 09:33

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Ćtli strákarnir á Litla-Hrauni geti ekki reddađ einni plötu međ textanum: Vantar Giró!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 4.10.2013 kl. 18:30

4 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  mér tekst ađ forđast dagskrá FM957.  Músíkin ţar á bć er ţannig.  Ég veit ţví ekkert um dagskrárgerđarmennina. 

Jens Guđ, 7.10.2013 kl. 21:41

5 Smámynd: Jens Guđ

  Tobbi,  mig grunar Jónsen. 

Jens Guđ, 7.10.2013 kl. 21:41

6 Smámynd: Jens Guđ

  Sigurđur I.B.,  ţetta er upplagt verkefni fyrir ţá. 

Jens Guđ, 7.10.2013 kl. 21:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband