14.10.2013 | 23:37
Flugbíll á göturnar og í loftið eftir rúmt ár
Þú ferð út í bíl að morgni. Bíllinn reynist vera innikróaður. Öðrum bílum hefur verið lagt of nálægt framan við og aftan við. Jafnframt hefur snjóruðningstæki rammað bílinn inn með myndarlegum snjógarði. Þarna kæmi sér vel að geta hafið bílinn á loft eins og þyrlu og flogið á áfangastað. Þetta er ekki neitt sem þarf að bíða eftir fram á næstu öld.
Eftir aðeins rúmt ár kemur svona flugbíll á almennan markað.
Til að byrja með verður hægt að velja á milli tveggja tegunda. Minni tegundin sem almenningur kemur til með að kaupa heitir TF-X. Hún er tveggja manna, kostar svipað og er álíka rúmfrek í bílskúr og algengustu jeppar.
Þegar bíllinn hefur sig lóðrétt á loft þá liggja vængirnir þétt með hliðum hans. Alveg eins og þegar fugl hefur slíðrað vængi sína. Yst á vængjum bílsins eru súlur með svörtum spöðum (sjá mynd). Súlurnar fara í lóðrétta stöðu, snúast á ógnarhraða, spaðarnir spennast út og mynda hreyfil (eins og þyrluspaðar).
Eftir að bíllinn er kominn í æskilega flughæð eru vængirnir réttir af og súlurnar á endunum leggjast láréttar niður. Bíllinn svífur eins og fugl. Aftan á bílnum er hreyfill sem hjálpar til við flugið.
Bílnum er lagt á sama hátt og við flugtak. Reyndar er líka hægt að taka hann á loft og lenda honum á sama hátt og flugvél. En það kallar á gott rými fyrir útspennta vængina.
Bílarnir verða með sjálfstýringu eins og flugvélar.
Ætla má að ýmsar spurningar kvikni þegar bíllinn kemur á markað 2015. Dugir hefðbundið ökuskírteini til að stjórna flugbíl? Kallar þetta á einhverskonar blöndu af flug- og ökuskírteini?
Þegar bíllinn er á lofti eiga þá umferðarreglur ökutækja að gilda eða þarf nýjar reglur? Á lofti eru bílarnir ekki einskorðaðir við vinstri og hægri heldur þarf einnig að taka tillit til bíla fyrir ofan og neðan.
Samfélagslegir ávinningar af flugbílavæðingu eru margir. Mestu munar um að flugbílar létta á umferðarþunga og draga stórlega úr sliti á malbiki.
Það verður heldur betur gaman hjá nefndarfíknum embættismönnum að sitja fundi um breyttar reglur vegna flugbílanna.
![]() |
Naut ásta með þúsund bifreiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Samgöngur, Spil og leikir, Vísindi og fræði | Breytt 15.10.2013 kl. 16:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
Nýjustu athugasemdir
- Ástarsvik eða?: Fallega Halla sem náði ekki forsetakjöri og lenti í skaðræðis g... Stefán 5.7.2025
- Ástarsvik eða?: Stefán (# 13), ég fatta ekki hvaða Höllu þú vísar til. jensgud 5.7.2025
- Ástarsvik eða?: Fallega Halla er svo óskaplega týnd og tröllum gefin í sínum sl... Stefán 5.7.2025
- Ástarsvik eða?: Guðmundur, takk fyrir fróðleikinn jensgud 5.7.2025
- Ástarsvik eða?: Það er hægt að finna gervigreindarkærustur ókeypis á netinu ef ... bofs 5.7.2025
- Ástarsvik eða?: Guðjón, þú ættir frekar að hafa samband við gullfallega Höllu f... Stefán 4.7.2025
- Ástarsvik eða?: Guðjón E, hún er áreiðanlega með e-mail. Ég veit ekki netfang... jensgud 4.7.2025
- Ástarsvik eða?: Er hún með email þessi geðgóða stúlka? Ég er mjög einmana. Hún ... gudjonelias 4.7.2025
- Ástarsvik eða?: Sigurður I B, ég gæti trúað að þetta sé rétt hjá þér! jensgud 4.7.2025
- Ástarsvik eða?: Held að þessi mynd af henni sé á tómatsósu frá Uganda! sigurdurig 3.7.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 19
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 1105
- Frá upphafi: 4147640
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 896
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Ég vona að það sé töluverð bið í að þetta birtist á Íslandi. Miðað við alla ölvunar-/lyfjaakstrana. Einnig töluvert af fólki sem að virðist einfaldlega ekki ráða við einfalda hluti eins og stefnuljós.
Grrr (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 08:07
Íslendingar eru einstaklega frekir og tillitslausir ökumenn, sérstaklega litlu frekjurnar á stóru jeppunum. Íslendingar höndla varla umferð á götum og þjóðvegum landsins og hafa því enn síður með ökutæki að gera sem líka geta tekist á loft.
Stefán (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 08:37
Bráðskemmtileg frétt, hvort hún verður að veruleika svona rétt handan við hornið er svo önnur saga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2013 kl. 12:44
Skemmtileg frétt :). Jarðneskur ál-engill ætti að geta bjargað einhverjum frá umferðarteppum, þó ekki væri annað.
Ökuréttindi kosta víst meira en flugréttindi í dag, eða svona næstum því. Ætli ökuréttindapróf lækki þá í átt að flugréttindaprófi, eða flugréttindapróf hækki í átt að ökuréttindum?
Já, þeir eiga víst eftir að klóra sér í hausnum yfir reglugerðar-vafningunum af minna tilefni, þeir sem falda valdið hafa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 13:40
Grrr, ég er sannfærður um að flugbíllinn verði tískufyrirbæri á Íslandi. Ég er viss um að bændur eiga eftir að hamstra hann til notkunar í smalamennsku.
Það er bara spurning hvernig embættismenn afgreiða flugbílinn. Hvernig tollum, vörugjöldum og þess háttar verður háttað, svo og skráningu á svona ökutæki sem einnig er í raun flugvél.
Jens Guð, 15.10.2013 kl. 21:12
Stefán, mér segir svo hugur að það verði einmitt jeppakarlarnir sem muni togast á um flugbílinn. Þessir sömu jeppakallar og leggja jafnan í tvö stæði merkt fötluðum.
Jens Guð, 15.10.2013 kl. 21:13
Ásthildur Cesil, flugbíllinn er í raun orðinn að veruleika. Það er búið að fullhanna hann. Núna er verið að setja upp stóra verksmiðju í Massachusetts til að fjöldaframleiðsla geti hafist af fullum þunga eftir rúmt ár, 2015. Það eina sem getur sett strik í reikninginn er að salan gjörsamlega "floppi" og dæmið svífi í gjaldþrot.
Jens Guð, 15.10.2013 kl. 21:19
Anna Sigríður, getur það verið rétt að ökuréttindi séu dýrari en flugréttindi? Ég á erfitt með að trúa því. Fyrir fáum árum var kostnaður við að öðlast flugpróf margfaldsinnum meiri en kostnaður við ökupróf.
Jens Guð, 15.10.2013 kl. 21:21
Ekki fyrir einfaldasta einkaflugmanns-próf, ef ég hef skilið rétt, Jens minn.
En ég þarf nú kannski að kanna þetta aðeins betur áður en ég fullyrði eitthvað meir.
Ökuréttindi eru alla vega glæpsamlega dýr, miðað við að hver einasti einstaklingur sem kann að keyra bíl getur kennt á bíl.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.