15.10.2013 | 22:33
Einelti er glæpur
Það er fyrir löngu síðan tímabært að einelti verði tekið föstum tökum sem glæpsamleg hegðun. Einelti á að skilgreina sem glæpsamlegt ofbeldi og gerendur gerðir ábyrgir. Líka þegar um börn á skólaaldri er að ræða. Það þarf að gera kennara og aðra skólastjórnendur ábyrga fyrir því að einelti sé meðhöndlað sem glæpsamlegt athæfi og enginn afsláttur veittur frá því.
Það er óþolandi að eineltismál séu leyst með því að fórnarlambi eineltis sé gert að skipta um skóla. Það er skólaskylda og ÖLLUM á að líða vel í skólanum sínum. Það á að vera gaman að vera í skóla. Það á að vera tilhlökkun alla morgna að mæta í skólann. Grunnskólaár eiga að vera samfelld skemmtun.
Með samstilltu átaki er hægt að útrýma einelti út úr öllum skólum. Það gerist með því meðhöndla einelti eins og hvert annað glæpsamlegt ofbeldi.
Ég held og vona að í flestum skólum sé einelti ekki vandamál. Engu að síður er óþægileg staðreynd að í sumum skólum er einelti viðvarandi árum og áratugum saman. Jafnvel eru dæmi þess að kennari sé forsprakki eineltis.
Sú staða sem meðfylgjandi myndband sýnir á ekki að þurfa að koma upp. Pattaralegi strákurinn sem lagður er í einelti bregst seint og síðar meir til varnar og tekur í hnappadrambið á hrekkjusvíninu. Ofbeldisseggurinn hafði níðst á honum árum saman. Pattinn lét það yfir sig ganga þangað til hann "snappaði" eins og myndbandið sýnir. Jú, jú, gott á hrekkjusvínið. En breytir engu um að þessi staða á ekki að þurfa að koma upp.
Drekktu klór og dreptu þig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Löggæsla, Mannréttindi | Breytt 16.10.2013 kl. 12:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Já Jens minn. Skólaskyldu-vígvöllurinn er of mörgum viðkvæmum börnum of þung raun.
Þegar barn tekur þann kost sem því virðist eina undankomuleiðin, sem er að að fyrirfara sér, þá vakna sumir upp í nokkra daga, og segja að svona megi þetta ekki ganga áfram.
En svo gerist ekkert meir?
Kennarar og skólastjórnendur fara í kjarabaráttu fyrir sínum eigin launakjörum, án þess að sjá brotin á réttindum barnanna, og tilgangsleysi grunnskólagöngunnar og pyntingar-eineltisins á varnarlausum börnunum.
Foreldrar og börn geta þakkað fyrir hvern dag sem enginn fremur sjálfsmorð, og kennarar og skólayfirvöld eru bara föst í blindri deilu um launa-velferð kennara og skólastjórnenda?
Það er svo stórkostlega mikið að í grunnskólakerfinu á Íslandi, að það ná engin orð yfir þá glæpsamlegu eigingjörnu þröngsýni og sauðshátt!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 23:41
Talandi ( reyndar illa talandi ) dæmi um mann sem fór illa út úr slæmu einelti sem barn / unglingur er einmitt núverandi borgarstjóri. Nýjasta dæmið um langvarandi eineltis-skemmd er einmitt það að fara nú fram á að gerð verði brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu. Það væri svona álíka peningasóun og vitleysa og skrípaleikurinn með Hofsvallagötuna. Megi Ingibjörg Sólrún bara dvelja sem allra lengst í Afganistan, við þurfum hvorki myndir né styttur af henni, takk.
Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 08:25
Ég verð alltaf reið þegar ég heyri af svona viðbjóði. Og tek undir hvert orð Jens, það á frekar að taka illvirkjana úr skólunum, svo friður verði fyrir alla hina. Ég tek líka undir að það eru vissir skólar sem eineltið virðist þrífast best og mest, segir bara að starfsmenn og stórnendur slíkra skóla eru ekki vandanum vaxnir. Og sér í lagi þar sem kennarar eða jafnvel skólastjórnendur eru með í eineltinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2013 kl. 10:08
Án þess að vera einhver harður aðdáandi Jóns, þá þykir mér dæmið hjá Stefáni ekki alveg vera það besta.
Jón, maðurinn sem að lenti í miklu og hörðu einelti, nái að verða valdamesta persóna borgarinnar.
Nánast ómenntaður, þekktur fyrir sprell og varla hægt að gagnrýna nema fyrir það að snjór hafi verið óvenju þungur síðasta vetur, svo að erfitt var að ryðja óvænta snjóinn.
Í samhengi við ruglið á eiginhagsmuna braski og álíka, hjá forverum hans, þá er hann að standa sig ansi vel. Þrátt fyrir að þú talir um að hann sé skemmdur af einelti.
Grrr (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 20:19
Anna Sigríður, vel mælt!
Jens Guð, 16.10.2013 kl. 21:04
Stefán, það bráðvantar fleiri útilistaverk og styttur í úthverfi Reykjavík. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku þann illvíga skort upp í sérstaka umræðu í borgarstjórn og kvörtuðu sáran. Fulltrúi VG stakk upp á því að gerð yrði ein stytta af mökum allra karlkyns borgarstjóra sem til eru í styttuformi.
Jón Gnarr tók undir að það hallaði á styttugerð af konum og stakk upp á brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúni. Hinsvegar taldi hann varasamt að gera styttur af elskhugum karlanna því að sumir hefðu vísast til átt karlkyns elskhuga á laun og styttur af þeim myndi ekki rétta kynjahlutfall í styttum borgarinnar.
Í leiðinni stakk Jón Gnarr upp á því að gerð yrði litabók handa börnum um Ólaf Thors og farandstytta af honum þar sem í augnastað yrði vefmyndavélum komið fyrir. Þannig mætti kalla verkið "Reykjvík séð með augum Ólafs Thors".
Jens Guð, 16.10.2013 kl. 21:20
Ásthildur Cesil, mig undrar hvað oftast virðist mildilega tekið á grófu einelti í skólum. Það þarf umræðu um þetta.
Jens Guð, 16.10.2013 kl. 21:21
Grrr, ég man eftir Jóni Gnarr sem unglingi að spila á bassa með pönksveitinni Nefrennsli á pönkhljómleikum Útideildar. Flestir sem þar spiluðu voru skjólstæðingar Útideildar. Sjálfsfróun spilaði þarna og einhverjar fleiri hljómsveitir. Af þeim sem komu fram og ég þekkti hafa flestir átt erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu og sumir eru fallnir frá, langt fyrir aldur fram.
Jón Gnarr skar sig ekki úr í þessum félagsskap. Mér þótti hann vera eins og í bland utan við sig en jafnframt taugaveiklaður. Í dag er staða Jóns Gnarrs önnur og betri en hinna skjólstæðinga Útideildar. Embætti borgarstjóra Reykjavíkur er eitt af mestu virðingarembættum Íslands. Nafn Jóns Gnarrs og orðstír er rómaður út um allan heim og hann hlaðinn lofi af Lady Gaga, Yoko Ono og öðrum megastjörnum.
Það er ekki vond staða.
Jens Guð, 16.10.2013 kl. 21:32
Vissulega þarf meiri umræðu um þetta þjóðfélagsmein, sem bitnar fyrst og fremst á börnum, sem oft á tíðum bíða þess aldrei bætur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2013 kl. 21:44
Margt til í þessu sem þú skrifar Grrrr og líklega er borgarstjórinn mun skemmdari af dópneyslu hér áður fyrr en hinu grófa og ljóta einelti sem hann varð fyrir.
Stefán (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.