Hræðilegar niðurstöður um ökumenn

  Almennt eru Bretar betri,  þægilegri,  kurteisari og tillitssamari bílstjórar en Íslendingar.  Bretarnir þekkja bílinn sinn betur og vita til hvers hin ýmsu tæki og takkar í honum eru.  Þar munar mestu um stefnuljósið.  Flestir Bretar vita af því og meirihlutinn kann að nota það.  Rannsókn á hegðun breskra ökumanna er tæplega hægt að yfirfæra á íslenska ökumenn.  Samt er fróðlegt og merkilegt að skoða niðurstöðuna.  Rannsóknin náði til 2000 breskra ökumanna:

   Fjórðungur skilgreinir sig lélegan bílstjóra.  Algengasta klúðrið er að nota ekki stefnuljós,  hvorki á hringtorgum né þegar beygt er við gatnamót.    

  60% telja að þeir myndu ekki standast ökupróf ef þeim væri skellt í það í dag.

  70% viðurkenna að aka reglulega yfir leyfilegum ökuhraða.  Jafnvel stunda hraðakstur.

  Fjórðungur játar á sig ölvunarakstur.    

  Jafn margir hafa dottað undir stýri.  Kannski er samhengi þar á milli.

  Þriðjungur hefur keyrt utan í aðra bíla við að leggja í stæði eða aka úr stæði.  

  Það tók þennan bílstjóra innan við fimm mínútur að aka út úr bílastæði og út af bílaplaninu.  Það sem skipti mestu máli:  Hann rakst ekki utan í neinn bíl.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í dag ók ég í halarófu 30 bíla á eftir "lestarstjóra" sem hélt allri umferð frá Kömbum austur á Selfoss í gíslingu. Hraðinn var um 60 km/klst en undir 50 niur Kambana. Kyrfilega ekið við miðlínu og engum hleypt fram úr, þótt sérstök hægakstursöxl sé í Kömbunum.

Í hringtorgum gaf ökumaðurinn stefnuljós til vinstri, þ. e. að hann ætlaði að aka upp á eyjuna!

Ekki er vitað til þess að lögregla hafi nokkurn tíma á Íslandi haft afskipti af eða áhuga á að athuga aksturslag svona ökumanna.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2013 kl. 16:05

2 identicon

Ómar: "Ekki er vitað til þess að lögregla hafi nokkurn tíma á Íslandi haft afskipti af eða áhuga á að athuga aksturslag svona ökumanna."

Ekki alveg rétt.

Höskuldur Þórhallsson - http://www.visir.is/thingmadur-missti-bilprof-vegna-olvunaraksturs/article/2012120609135

Sigurður Kári - http://www.visir.is/thingmadur-missti-bilprof-vegna-olvunaraksturs/article/2012120609135

Eyþór Arnalds - http://www.visir.is/eythor-arnalds-handtekinn-fyrir-olvunarakstur/article/200660514030

Guðmundur Franklín Jónsson - http://www.dv.is/frettir/2012/4/14/thetta-er-algjort-domgreindarleysi-af-minni-halfu/

Og svona mætti lengi telja.

Grrr (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 01:00

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég ók á eftir lögreglubíl um daginn.  Hann beygði inn á hliðargötu án þess að stefnuljós væri brúkað. 

Jens Guð, 20.10.2013 kl. 19:41

4 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  þetta er fróðlegt safn. 

Jens Guð, 20.10.2013 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.