19.10.2013 | 19:41
Broslega heimskir þjófar
Í grófum dráttum skiptast þjófar í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru heimskingjar. Þeir sem falla í þann flokk eru þjófar vegna heimsku. Í hinum flokknum eru menn með meðalgreind eða rúmlega það. Þeir eru siðblindir. Þeir hasla sér helst völl á sviði banka eða stjórnmála.
Heimsku þjófarnir eru skemmtilegri. Þeir eru að auki ekki eins stórtækir.
Einn þjófurinn birtist í búðarlúgu á aktu-taktu skyndibitastað í Halifax. Hann krafðist peninganna úr kassanum. Afgreiðslumaðurinn svaraði því til að staðurinn opnaði ekki fyrr en eftir 10 mín. Með þeim orðum taldi afgreiðslumaðurinn sig vera að upplýsa þjófinn um að það væru engir peningar komnir í kassann. Þjófurinn misskildi þetta og sagði: "Ég hinkra þá bara!" Afgreiðslumaðurinn hringdi þegar í stað í lögguna. Hún kom að vörmu spori og handtók þjófinn þar sem hann sat úti á vegarkanti og beið eftir því að skyndibitastaðurinn opnaði.
Annar þjófur ruddist inn í banka í Edinborg og krafðist 5000 punda (um milljón ísl. kr.). Gjaldkerinn þóttist ekki heyra hvað hann sagði, bað hann um að taka af sér grímuna og tala skýrar. Við það komst styggð að þjófnum. Hann hljóp út úr bankanum og inn í að næsta banka skammt frá. Þar var biðröð við gjaldkerastúkuna. Þjófurinn stillti sér upp í röðina sem styttist hægt. Glöggur starfsmaður bankans hringdi á meðan í lögregluna og tilkynnti um mann með grímu. Löggan mætti í skyndi og handtók þjófinn í þann mund sem röðin kom að honum.
Í Sussex á Englandi rölti öldruð veikburða kona með plastpoka. Þjófur hljóp að henni, hrifsaði af henni pokann og hljóp í burtu. Í pokanum var nokkurra daga safn af hundaskít. Gamla konan hefur þann hátt á að hirða samviskusamlega upp eftir hundinn sinn og safna í poka. Þegar pokinn er fullur röltir kella með hann í grenndargám.
Í London lenti bankagjaldkeri í þrefi við vopnaðan þjóf með grímu. Þjófurinn hafði rétt gjaldkeranum plastpoka og miða. Á miðanum voru afskaplega illa skrifuð fyrirmæli sem áttu að vera: "Put the money in the bag" (Settu peningana í pokann). Gjaldkeranum sýndist sem stæði á miðanum "Put the honey in the bog" (Settu hunangið í mýrarfenið). Gjaldkerinn, hrekklaus og hjálpleg eldri kona, benti þeim grímuklædda á að það væri heilsubúð í næsta húsi. Þar gæti hann fengið hunang. Við það "sprakk" ræninginn úr stressi og öskraði: "Hvers vegna ætti ég að vilja hunang?" Við hrópin rumskuðu aðrir starfsmenn bankans og hringdu í lögregluna. Þegar lögreglan sveif inn í bankann með handjárn á lofti voru gjaldkerinn og ræninginn ennþá að þrefa. Gjaldkerinn var í miðju kafi að upplýsa ráðvilltan ræningjann um mýkjandi eiginleika hunangs við hálsbólgu.
Stálu í stað þess að bjarga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 20.10.2013 kl. 11:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Svo sannarlega er misjafn sauður í mörgu fé, og þeir sem eiga að vinna samkvæmt lögum eru ekki alltaf þeir æruverðugustu, það gerist reyndar líka hér á landi því miður. En svona er þetta bara. Ansi hart að geta ekki treyst löggum eða prestum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2013 kl. 21:24
Ásthildur Cesil, það er full ástæða til að vera á varðbergi þegar kemur að þeim ríkisstarfsmönnum.
Jens Guð, 20.10.2013 kl. 19:43
Jamm, gleymdi lögfræðingum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2013 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.