Grallararnir í N-Kóreu gefa í

   Norður-Kórea er lokaðasta ríki heims.  Að vísu er ekkert mál að ferðast til landsins.  Ferðamenn fá meira að segja innfæddan leiðsögumann.  Jafnvel leiðsögumenn.  Þeir fylgja ferðamanninum eins og skugginn, vaka yfir honum dag og nótt og reyna að uppfylla óskir hans.  Langi ferðamanninn að kíkja á pöbb;  ekkert mál.  Langi hann að kíkja á karókí-bar;  ekkert mál.  Það skrítna er að á þessum stöðum er einungis starfsfólk.  Engir gestir aðrir en ferðamaðurinn og leiðsögumaður hans.  

  Það er fleira skrítið í N-Kóreu.  Eiginlega flest.  Innfæddir fá ekki að fara úr landi.  Hvorki sem ferðamenn til annarra landa né til brottflutnings.  Þeir sem reyna að laumast úr landi eru í vondum málum ef þeir eru staðnir að verki.  Þá tekur við vist í þrælkunarbúðum við hryllilegar aðstæður. 

  Þjóðin býr við mikla fátækt og hungur.  Dæmi um vandræðaganginn er að landið er meira og minna rafmagnslaust.  Það sést glöggt á gervihnattamyndum.

nk_ljosanotkun.jpg  N-Kórea er merkt inn með útlínu.  Sunnan við sést ljósadýrðin í S-Kórea og ennþá sunnar í Japan.  Norðan við er Kína.  

  Þrátt fyrir fátæktina býr elítan við lúxus og allsnægtir.  Pabbastrákarnir sem fæddust með silfurskeið í munni og hafa engan skilning á vondum kjörum almúgans. 

NK gamli forsetinn viðrar sig      Eilífðarforseti landsins er afi núverandi leiðtoga og faðir næsta leiðtoga þar á undan.  Sá dó fyrir aldur fram eftir margra ára fyllerí.  Hans stíll var að sitja allsnakinn og þamba fínasta koníak.  Þess á milli samdi hann öll helstu klassísku tónverk sögunnar og fann upp hamborgarann.  Núverandi leiðtogi,  Kim Jong-un,  er meira fyrir að leika sér í vatnsrennibrautum.  Í síðustu viku vígði hann stærsta vatnsrennibrautargarð í heimi.  Engu er til sparað svo elítan geti leikið sér.

NK sundlaug m vatnsrennibrautumNK sundlaugNK sundlaug ANK sundlaug vatnsrennibrautNK sundlaug B  Það er margt einkennilegt ef rýnt er í myndirnar.  Lengst til hægri á næst neðstu myndinni endar vatnsrennibraut óvænt upp úr þurru í góðri hæð og fjarri sundlaug.  Á neðstu myndinni er krökkt af fólki,  stappað,  en ekki einn einasti bíll á rúmgóðu bílaplani.  Illar tungur hvísla að einhver í N-Kóreu sé búinn að læra á fótósjopp.  Rennibrautagarðurinn sé til í raunveruleikanum en ekki eins glæsilegur og myndirnar sýna.

  Annars er aldrei að vita.  Það er svo margt undarlegt í austri.  Vegir eru breiðir og rúmgóðir.  Hinsvegar er hending ef á þeim sést bíll.  Það eru tíðindi til næsta bæjar ef 2 eða 3 bílar sjást samtímis á götu.  Menn smella ljósmynd af svo sjaldgæfri sjón.  Engin eru götuljósin.  Rafmagnsleysinu um að kenna.  Lögregluþjónar stýra umferðinni.  Þeim er iðulega kalt vegna aðgerðarleysis.

NK þung umferð við gatnamót - engin umferðarljós - sparnaður á rafmagniNK breiðar götur 3 bílarNK þjóðvegur

  Til að spara bensín skiptast börn á að ýta skólarútunni.   

NK skólabörn spara bensín

  Ólíkt föður sínum lætur Kim Jong-un ekki sjá sig með gleraugu.  Samt er hann mjög nærsýnn.  Í stað gleraugna notar hann kíki.  Honum þykir meiri reisn yfir því.

NK Kim m kíkirnk_kikir_c.jpgnk_kikir_d.jpg   

 

  

nk_kikir_e_1219393.jpgnk_kikir_f.jpgnk_kikir_j.jpgnk_kikir_k.jpgnk_kikir_l_1219403.jpgnk_kikir_m.jpgnk_kikirinn_enn.jpg     


mbl.is Sjö stjörnu lífsstíll Kim Jong-un
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einmitt leiðin sem íslensku bankaræningjarnir fóru með okkur. Bankahyski sem hér lifði í vellystingum á kostnað almennings og lifir enn í vellystingum hvort sem þeir reka fyrirtæki hér eða fela sig erlendis. Bara Ólafur Ólafsson einn fékk afskriftir upp á 64 milljarða 2011 ef ég man rétt og sauðheimskur landinn lætur fjölmiðlaveldi með vafasaman bakgrunn mjólka heimilin rétt eins og menn hreinsuðu bankana hér innanfrá. Heilbrigðiskerfið á Íslandi er væntanlega í dag á svipuðum standard og er í Norður-Kóreu og öðrum slíkum vanþróunarríkjum. Í dag eru það slitastjórnir bankanna og útgerðaraðallinn sem gengur fyrir hér og er meðhöndlaður rétt eins og Kim Jong-un og félagar í Norður-Kóreu.     

Stefán (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 08:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ah, sósíalíska paradísin, þar sem allir hafa það jafnt. Nema þetta hálfa prómill sem hefur það bara gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.10.2013 kl. 19:30

3 identicon

Ef að Harpa jafngildir vatnsrennibraut, þá eru líkindin sláandi.

Grrr (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 20:45

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  afskriftir hjá íslenskum höfðingjum eru höfðinglegar.  Bakkabræður hafa fengið afskrifaðar skuldir upp á 170 þúsund milljónir.  Og sér hvergi þar fyrir enda á.  Byggingarfyrirtækið Bygg hefur fengið þurrkaðar út 100 þúsund milljónir.  Björgúlfur gamli slapp með afskrifaðar 96 þúsund milljónir.  Til samanburðar er hlegið að smotteríi eins og Domino's.  Aðeins afskrifaðar 2 þúsund milljónir og Morgunblaðið 4 þúsund milljónir. 

  Svo er vælt og grenjað undan því að Landspítalanum vanti 200 milljónir til að loka fjárlagagati.  Úrelt tæki.  Einhverjar hundruð þúsund milljónir í NATO.  Fjármögnun Davíðs Oddssonar og Hallgríms Ásgrímssonar á pyntingasveitum í Irak.  Þessum sem bora í sundur hnéskelar á föngum.  

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 22:27

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásgrímur,  þarna erum við að tala um svo mikinn jöfnuð að sumir eru miklu jafnaðri en aðrir. 

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 22:29

6 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  góður punktur!

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 22:29

7 Smámynd: Davíð

Núna er ég ánægður með þig . Ég skrifaði svipaða færslu um daginn en þá var meira verið að gera grín af hernum í norðurkóreu.

Fólk þarf stundum að líta út fyrir landsteinana og gera smá grín af öðrum, svo getur verið gott að kíkja aftur heim og sjá hvort ekki sé eitthvað hér heima sem hægt er að sjá í nýju ljósi. Það á víst að fara að slökkva öll ljós á Íslandi á næstu dögum, menn eru farnir að verða allt of upplýstir. 

Davíð, 22.10.2013 kl. 22:44

8 Smámynd: Jens Guð

  Davíð Örn, Það er alltaf þannig í þjóðfélagi með áherslu á jöfnuð að sumir verða jafnari en aðrir. 

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 23:28

9 identicon

Já, endalausar afskriftir hjá glæponom og þjóðarræningjum á tímum ,, norrænu velferðarstjórnarinnar " og það án nokkurra athugasemda þeirra sem áttu að hugsa um hag almennings á meðan, enda fékk sú rotna, úldna stjórn rækilega á baukinn í kosningum. Þess í stað kusu menn ,, innantóma loforðastjórn ".

Stefán (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 08:15

10 identicon

http://www.theblaze.com/stories/2013/10/22/the-system-isnt-working-ron-paul-breaks-down-his-homeschooling-curriculum-in-glenn-beck-interview/

Ef thu kyst fjorflokkinn, tha kyst thu obreitt astand. Oruggasta leidin sem eg veit um til ad kasta atkvaedi sinu a glae.

gudmundur asmundsson (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 15:34

11 Smámynd: Jens Guð

  Davíð Örn,  ég hafði gaman af færslunni þinni um herinn.  Ég ætlaði að hafa nokkrar skemmtilegar myndir af hernum með í minni færslu.  Þegar á reyndi fannst mér færslan vera orðin næstum því of löng hjá mér og yrði alltof löng ef ég hefði myndir af hernum með.  Lesendur geta smellt á hlekkinn hjá þér í staðinn til að kynnast hernum.

Jens Guð, 23.10.2013 kl. 20:52

12 Smámynd: Jens Guð

  Stefán (#9),  ef ég man rétt duttu 20 þúsund atkvæði "dauð" vegna þess að alltof mörg framboð toguðust á um þau.  Fjórflokkurinn græddi algjörlega á því. 

Jens Guð, 23.10.2013 kl. 20:55

13 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  nákvæmlega!

Jens Guð, 23.10.2013 kl. 20:56

14 Smámynd: Högni Snær Hauksson

Þetta er magnað fyrirbæri þessi Norður Kórea...maður veit ekki hvort maður eigi að hlægja eða gráta ..hér er pistill sem ég skrifaði um þetta í den.     http://kliddi.blog.is/blog/kliddi/entry/1262459/

Högni Snær Hauksson, 23.10.2013 kl. 20:57

15 Smámynd: Jens Guð

  Högni Snær,  takk fyrir ábendinguna.  Þetta er skemmtileg færsla hjá þér.

Jens Guð, 23.10.2013 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband