Það er draumur að vera með réttar tölur

  Fyrir hálfum fjórða áratug sat kona í kyrrstæðum bíl á Austurstræti.  Út um opinn glugga seldi hún happdrættismiða fyrir Hjartavernd.  Bíllinn var vinningurinn.  Meirihluti þeirra sem keyptu miða hafði dreymt fyrir vinningi.  Aðra hafði dreymt tiltekna tölu eða númer.  Þá þurfti að fletta í gegnum óselda miða til að finna miða með draumanúmerinu.  Ég veit ekki hver varð heppni vinningshafinn.  En töluverðar líkur eru á að með vinningnum hafi draumur ræst.  Berdreyminn vinningshafi.  

  Fyrir nokkrum vikum langaði mig í Malt.  Ég vatt mér inn í sjoppu.  Þar var á undan mér kona sem keypti Lottó-miða fyrir meira en 30 þúsund kall.  Fyrir minn smekk voru þetta stórtæk innkaup.  Mér varð á að nefna það við konuna.  Hún svaraði því til að hana hafi um nóttina dreymt Lottó-vinning.  Ég benti henni á að ef hún væri berdreymin þá ætti 1 Lottó-röð að gilda jafn vel og margar raðir.  Svar hennar var:  "Ég ætla ekki að sitja uppi með það að hafa ekki gert allt sem ég gat til að láta drauminn rætast!"

  Stóri vinningurinn gekk ekki út vikuna sem konan fjárfesti í vinningsmiða.  Kannski var draumurinn ekki nógu skýr.  Kannski átti hún að kaupa miða í öðru happdrætti.  

  Hvað er annars berdreymi?  Hver stýrir draumum fólks og hunda?  Eru það guðirnir?  Eða sprelligosar að gera grín?  Hvað á að taka drauma hátíðlega?  

      

   


mbl.is Dreymdi fyrir vinningsröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir áttu greinilega drauma um að Framsóknarflokkurinn myndi standa við eitthvað af sínum veruleikafirrtu kosningaloforðum, en sumir draumar rætast einfaldlega aldrei.  Hvernig í ósköpunum datt fólki svo sem í hug að frambjóðendur Framsóknarflokksins meintu eitthvað með þessu, þetta var bara draumarugl.    

Stefán (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 11:14

2 identicon

Það að dreyma fyrir svona er örugglega ekkert nema rugluð niðurstaða. Fullt af fólk dreymir einhverjar tölur, kaupir miða með tölunum.. á einhverjum tímapunkti kemur einhver sem vinnur vinning á þessar tölur, það er alveg jafn mikil tilviljun og þegar menn notast við sjálfval, eða krota niður afmæli bla bla bla... ekkert spúkí við þetta

DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 11:55

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  draumfarir kjósenda Framsóknarflokksins eru martraðir í dag. 

Jens Guð, 25.10.2013 kl. 22:38

4 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  draumaiðnaðurinn er góður bissness. 

Jens Guð, 25.10.2013 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.