Það er svo undarlegt með unga menn í bakgrunni

  Það er ekki alltaf nægilegt að "pósa",  stilla sér upp fyrir ljósmyndatöku.  Það þarf að hyggja að fleiru.  Til að mynda öðru fólki.  Fólkinu í bakgrunni sem veit ekki af fyrirhugaðri myndatöku.  Það er sérlega skætt.  En það er jafnframt það sem gerir marga ljósmyndina bráðskemmtilega þegar betur er að gáð. 

fur_umynd5.png   Manninum í bakgrunninum er greinilega illa brugðið við að sjá tvær huggulegar dömur kyssast innilega.  Hann gapir af undrun og augun standa á stiklum. 

fur_umynd4.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hvað er maðurinn í bakgrunni að gera?  Miðað við hvernig skyrtubolurinn lyftist og hvernig lúkurnar snúa virðist sem gaurinn sé í frjálsu falli.  Ég hef séð mann drepast áfengisdauða á nákvæmlega þennan hátt.

 

   Drengurinn neðst til vinstri á myndinni virðist vera að leita að einhverju sem hann hefur týnt.

fur_umynd3.png   

 

 

 

 

 

 

   Maðurinn montar sig af upphandleggsvöðvunum.  Stelpan tekur ekki eftir því.  Enda upptekin við að kasta upp.

 furðumynd2

  Hvað ergir drenginn?  Varla er bjórinn svona vondur.

fur_umynd1.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem þú finnur upp á Jens

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2013 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband