3.11.2013 | 20:34
Þjófar stela músík
Á sjötta áratug síðustu aldar áttu fáir plötuspilara. Samt alltaf einhver í hverri sveit. Í sumum sveitum jafnvel tveir. Plötueign var af skornum skammti. Framboð var rýrt og platan dýr. 75 snúninga plasthnullungur. Þó að hún innihéldi aðeins tvö lög þá þótti fyrirbærið göldrum líkast. Nágrannarnir fjölmenntu í heimsókn til eiganda plötuspilarans og fengu að hlusta.
Í hvert sinn sem þeir hlustuðu þá fengu höfundar söngvanna engan pening. Ekki flytjandinn heldur. Hlustendur hlustuðu ókeypis. Þetta var þjófnaður á höfundarvörðu efni. Ég hafði áhyggjur af þessu. Það var ekki gripið í taumana og ennþá eru Soffía og Anna Sigga rændar. Ég man ekki hvers vegna ég braut plötuna með Soffíu og Önnu Siggu. Mig minnir að ég hafi notað hana eins og frisby disk.
Í sveitum þar sem plötuspilari var á tveimur bæjum var gengið enn frekar á höfundarréttinn. Plötueigendur skiptust á að lána hver öðrum plötur. Þeir hlustuðu dögum saman á plötur sem þeir áttu ekki sjálfir. Alveg ókeypis. Tónlistarmennirnir á plötunum fengu ekki krónu í sinn vasa þegar menn hlustuðu á lánsplötur. Þetta var þjófnaður.
Hægt og bítandi fjölgaði plötuspilurum. Plötuúrval batnaði. Til viðbótar við 75 snúninga hnullunginn komu á markað þunnar, léttar og mjúkar vinylplötur. Minni gerðin var 45 snúninga. Stærri gerðin var 33ja snúninga og gat geymt marga söngva. Jafnframt fjölgaði þjófunum sem hlustuðu ókeypis á plötur sem þeir höfðu ekki sjálfir keypt.
Ástandið súrnaði þegar menn komust yfir segulbandstæki. Þau voru kölluð Real-to-Real. Stór og klunnaleg tæki með stórum spólum. Segulbönd voru notuð til að afrita músík af plötum. Segulbandseigendur borguðu tónlistarmönnunum aldrei neitt. Þetta var þjófnaður.
Þegar leið á sjöunda áratuginn flæddu lítil og nett ferðasegulbönd yfir markaðinn. Þau voru með litlum kassettum. Kassettutæki voru nánast á hverju heimili. Flestir notuðu tækin til að hljóðrita lög úr útvarpinu. Svo voru þessi lög spiluð í tíma og ótíma. Þetta var þjófnaður á höfundarvörðu efni. Gríðarmikill og grófur þjófnaður.
Á níunda áratugnum kom geisladiskurinn á markað. Nokkru síðar var hægt að kaupa svokallaða skrifara. Það var tæki sem gat afritað tónlist af plötum og diskum yfir á "tóma" diska. Fáir fjárfestu í skrifara. Kúvending varð þegar tölvan flæddi inn á öll heimili. Tölvan var með skrifara. Næstum því allir eiga skrifara í dag. Upp til hópa er það fólk ósvífnir þjófar. Þeir afrita heilu plöturnar og skrifa þær á diska. Þeir ósvífnustu gefa öðrum skrifaða diska. Tónlistarmennirnir fá ekkert fyrir sinn snúð þegar höfundarvörðu efni er rænt á þennan hátt.
Á ensku heitir þetta "burn". Plötubrennur eins og tíðkuðust með Bítlaplötur í Bandaríkjunum fengu nýja merkingu.
Nú er internetið helsti vettvangur glæps. Fólk getur flett upp á allskonar tónlist á netinu og hlustað á hana ókeypis. Það er hægt að hala tónlist niður og geyma hana. Það gerir fólk sér til hagræðis. Þá þarf ekki að leita aftur að laginu. Eftir situr tónlistarmaðurinn slippur og snauður með grátstaf í kverkunum. Hann fær ekki aur. Hann er svangur. Hann er svekktur og sár, fúllyndur spældur. Í hvert sinn sem hlustað er á lag hans þá er hann rændur. Líka þó að hann hafi áður stolið laginu frá öðrum höfundi.
Heiðarlegast er að hlusta á tónlist í útvarpinu. Því lengur og ákafar sem hlustað er þeim mun heiðarlegra.
Næst besti kostur tónlistarmannsins er að helga líf sitt baráttu við að verja bankaræningja. Brauðmolarnir sem hrökkva af borði bankaræningja geta vegið upp á móti aurunum sem tapast þegar hlustað er ólöglega á stolin lög.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Útvarp, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
Nýjustu athugasemdir
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Bjarni, góður! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Starfsmaður var ráðin til vinnu og stóð sig þokkalega. Það var ... Bjarni 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Jóhann, Nonni lærði sína lexíu af þessu. Nú tortryggir hann a... jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Nonni hefði átt að athuga með manninn sem átti að vera rafvirki... johanneliasson 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Vinur minn sem var að vinna við lyftu á Kleppi var mikill grall... sigurdurig 5.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður Þ, heldur betur! jensgud 4.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Mikið djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru ... Sigurður Þórólfsson 3.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður I B, svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út! jensgud 29.10.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 4
- Sl. sólarhring: 963
- Sl. viku: 1681
- Frá upphafi: 4108902
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1440
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
"Heiðarlegast er að hlusta á tónlist í útvarpinu. Því lengur og ákafar sem hlustað er þeim mun heiðarlegra. "
Ef við erum að tala um rás 2, þá myndi ég vilja skipta út hugtakinu "heiðarlegra" fyrir "leiðinlegra "
hilmar jónsson, 3.11.2013 kl. 20:50
Ég held að sumir séu að hugga sig við lélega sölu á plötum, með því að klína því alfarið á þjófa (réttara orð er afritari, þar sem að það er ekki bókstaflega tekið neitt). Ekki að horfa á það hvað þeir sjálfir eru orðnir ómerkilegir og lítil sem engin eftirspurn út frá því.
Grrr (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 20:52
Sæll Jens,
Þú skrifar :"Á níunda áratugnum kom geisladiskurinn á markað. Nokkru síðar var hægt að kaupa svokallaða skrifara. Það var tæki sem gat afritað tónlist af plötum og diskum yfir á "tóma" diska...."
STEF sá nú við þessu og setti sérstakt gjald á "tóma/auða/nýja geisladiska fljótlega eftir að þeir komu og virðist þá vera sátt í þessu máli og allt vera í lagi. Allavega frá þeirra hálfu. - Eða hvað heldur þú ?
Már Elíson, 3.11.2013 kl. 20:56
Góð grein. Það eru örfáir risar sem tapa á móti hverjum þúsundum tónlistarmanna sem hefðu aldrei komist á framfæri án þessarar "ólöglegu tækni". Bönd frá Íslandi geta orðið vinsæl 1, 2 og 3 í Japan, og hafa orðið, einmitt út af þessum "þjófnaði". En litlir strákar í bílskúrsböndum sem hafa ekki milljónera umba á bak við sig eiga auðvitað að blæða svo Prince og Britney Spears megi græða?
Jaq (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 20:58
Hilmar, það má rúnta á milli útvarpsstöðva. Gott að hafa í bland rásir RÚV (og Rondo), X-ið og Útvarp Sögu. Útvarp Saga á skilið hrós fyrir að spila töluvert af norrænni músík (færeyskri, danskri, norskri og sænskri).
Jens Guð, 3.11.2013 kl. 21:27
Grrr, það er margt til í þessu hjá þér. Í færslunni er ég að draga fram að undanfarna sex áratugi hafa unnendur tónlistar hlustað vel og lengi á tónlist án þess að borga höfundarlaun í hvert skipti. Eftir því sem afritun á tónlist hefur aukist og orðið almennari þá hefur plötusala jafnframt margfaldast.
Á gullaldarárum kassettunnar vorum við vinirnir duglegir við að skiptast á svokölluðum "blandspólum". Þannig kynntum við fyrir hver öðrum áhugaverðustu músíkina sem okkur áskotnaðist hverju sinni. Oftar en ekki urðu þessar spólur til þess að kveikja áhuga fyrir tilteknum tónlistarmönnum. Það leiddi til plötukaupa.
Mér er minnisstætt þegar Viðar Júlí á Reyðarfirði sendi mér á blandspólu lag með Bob Marley. Þá hafði ég aldrei heyrt í honum. Viðbrögð mín urðu þau að kaupa þegar í stað þær 3 plötur sem Marley hafði þá þegar gefið út og allar plötur hans eftir það. Jafnframt keypti ég allar reggí-plötur sem ég fann næstu árin.
Nýjar rannsóknir erlendis hafa leitt í ljós að þeir sem mest niðurhala "ólöglega" af músík eru jafnframt stórtækustu kaupendur tónlistar.
Fyrir daga niðurhals á netinu var það frétt til næsta bæjar þegar plata náði 20 þúsund eintaka sölu á Íslandi. Það þurfti öfluga og hnitmiðaða markaðssetningu til. Núna í miðju niðurhalsfárinu eru tónlistarmenn eins og Mugison og Ásgeir Trausti að moka út 30 - 40 þúsund eintökum af stakri plötu. Og það eiginlega fyrirhafnarlaust (les = án öflugs markaðsátaks).
Jens Guð, 3.11.2013 kl. 21:45
Már, Björn Bjarnason setti þjófagjald á skrifanlega diska. Skilaboðin voru: Þú ert að borga fyrir að eiga eftir stela höfundarvörðu efni.
Jens Guð, 3.11.2013 kl. 21:53
Jaq, þetta er áhugaverður punktur hjá þér.
Jens Guð, 3.11.2013 kl. 21:54
Ég man eftir miklum Moody Blues aðdáanda sem átti fyrstu fimm plötur þeirra á real-to-real spólu. Í partíi var fyrri hluti spólunnar alveg að klárast þegar einn gestanna, sem þekkti lítið til MB, spurði: „Er þetta lag ekki bráðum að klárast?"
Matthíaas (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 21:55
Matthíaas, góður! Þegar ég var 11 ára lánaði heimilisvinur okkur Real-to-Real tækið sitt til margra mánaða. Á spólunni var "Sgt. Peppers..." plata Bítlanna. Við hlustuðum daglega á spóluna mánuðum saman. Ólöglega. Stálum hverri einustu spilun á plötunni gróflega frá Bítlunum. Þeir fengu ekki krónu fyrir. Síðar keypti ég plötuna á vinyl. Og aftur á geisladisk. Tveir bræður mínir líka. Og sonur minn. Og fleiri ættingjar. Að sjálfsögðu skammast ég min mjög mikið fyrir að hafa kynnst plötunni fyrst ólöglega. Þetta var þjófnaður.
Jens Guð, 3.11.2013 kl. 23:30
Eg man eftir fyrstu segulbandstækjunum þessum stóru, real to real, eða hvað þau hétu. Það var alveg heilmikið sýsl í kringum það. Eg man líka eftir að fólk var að taka upp úppúr útvarpinu með þeim. Þá voru útvörpin ekki endilega fullkomin og engin bein leiðsla á milli - en segulbandið var með hljóðnema sem var þá settur upp að útvarpinu og það var alveg furðulegt hvað náðust sæmileg gæði. Eða allavega nógu góð til að hægt væri að hlusta á músikkina endalaust. Þetta þótti bara fín gæði í þá daga. En þá varð að vera þögn í herberginu þegar tekið var upp. Annars var allt ónýtt. En þá var alltaf hægt að taka bara yfir það aftur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2013 kl. 23:30
Ómar Bjarki, takk fyrir þessar upplýsingar. Real-to-Real tækið sem ég kynntist fyrst var ekki hægt að tengja beint við útvarp. Að minnsta kosti ekki útvarpstækið á mínu heimili. Hinsvegar var hægt að tengja það beint við plötuspilara. Eflaust hafa einhver nýrri útvarpstæki verið þannig að hægt væri að beintengja við segulbandið. Fyrsta kassettutæki sem ég kynntist gat tekið beint upp úr útvarpi (án hljóðnema). Hljómgæði voru vond engu að síður. En maður var ekkert vanur góðum hljómgæðum á þessum árum.
Jens Guð, 3.11.2013 kl. 23:54
Það sýnir sig að fólk kaupir tónlist þegar það hefur áhuga á henni, hvort sem er með aðgang að niðurhali eður ei. Besta dæmið er Adel, platan 21 kom út 2011 þegar niðurhalið er að 'drepa tónlistariðnaðinn'. Það stoppar ekki söluna, komin í 26 milljón eintaka á heimsvísu sem gerir hana að 34. söluhæstu plötu sögunnar, sæti fyrir ofan Nevermind með Nirvana og Svörtu plötunnar með Metallicu.
Auðjón (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 00:01
Ég þekki ógeðslegan, fyrirlitlegan þjóf! Hann neitar að borga áskrift sína hjá Stöð 2 og Skjá Einum eins og almennilegum íslenskum plebba sæmir, og borgar þess í stað skitinn þúsundkall til einhverra kalla út í Ameríku. Kanamella og föðurlandssvikari segi ég nú bara! Ótýndur þjófur og mér þykir alveg jafn sjálfsagt að stöðva þessi ólöglegu viðskipti hans við Ameríkanana eins og að banna að fólk velji að verla Amerískan fatnað, matvöru eða afþreyingarefni, fremur en íslenskt undir nokkrum kringumstæðum. Lögreglan hefur of lítið að gera og sjálfsagt að setja vopnaða lögreglumenn við bíóhúsin til að koma í veg fyrir farið sé á Amerískar bíómyndir, þegar íslenskar eru í boði, nema auðvitað bíóeigendurnir séu eigendur Stöð2/Skjá Eins. Alla vega þarf það að vera skírt og skjalfest í lögum að ENGINN Íslendingur megi horfa á Amerískt efni nema fara fyrst gegnum rammíslenskan hreinræktaðan íslenskan millilið og borga sérstakan refsitoll fyrir skort á föðurlandsást og undirrita yfirlýsingu um tryggð við íslenska auðmenn!!! Sveiattan Netflix skrýll, anarkistar og píratar! Skammist ykkar! Afhverju að borga 1000 krónur fyrir heila seríu af uppáhaldsþættinum hvenær sem þú villt þegar þú getur setið og hlýtt og horft á þetta á tilskipilegum og löglegum tímum samkvæmt útlistunum ÍSLENDINGA! Föðurlandssvikarar! Aumu Kanasleikjur! Sýnið smá sjálfsaga og verið ekki að horfa á Ameríska lágmenningu á nóttunni eða liggja í henni heilan sunnudag! FRELSI EINSTAKLINGSINS LIFI! = NIÐUR MEÐ NETFLIX! Hlýddu! Anarkisti! Og hættu að tala niður til mín! Þú getur sjálfur verið háttvirtur!!!!!!!!!
Gobbi (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 02:34
hehehe snillingur, já og ég tók upp lög unga fólksins á kasettutæki sem þú gafst mer örugglega alveg grunlaus um þjófeðli litlu systir ;)
Sá einmitt viðtal við Sóley sem er með 15 milj. sem hafa horft á eitt lagið hennar, getur verið að það se öfund i gömlum mönnum sem eru búnir að missa Coolið á góðri íslensku
sæunn (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 05:21
Einn maður er ekki par sáttur með niðurhal á tónlist og það er gamli gúanórokkarinn sem mætti illa fyrir kallaður og sveittur í settið hjá Gísla Marteini, notaði fuck you orðin og svitnaði enn meira í gegnblautri peysu. Kanski var hann svona sveittur af því að hafa labbað úr frosnu rósabeðinu uppi við Meðalfellsvatn eða kanski kom hann bara labbandi úr Skaftahlíðinni á hnausþykkum gönguskónum. Ég vorkenndi bæði Gísla Marteini og píratanum að þurfa að hafa karlinn þarna mannígan og sveittan, bölvandi og rekandi upp sveitt hlátrarsköll, vááá ! Alveg frábær auglýsing fyrir komandi jólaplötu, hallelúja ,, ekki niðurhala jólalögunum mínum, fuck you " !
Stefán (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 08:22
Bubbi, sá sem mest ólmast yfir höfundarréttinum, sýndi sínum höfundarrétti ekki meiri virðingu en svo að hann seldi einhverjum bankanum höfundarréttinn af lögum sínum hér um árið þegar hann þurfti að gæða og braska eins og allir hinir. Græðgin leiddi hann út í fenið, hvar hann tapaði öllu.
Höfundarréttarlög ná yfir meira en tónlist og eru meingölluð. Hvaða vit og skynsemi er t.d. í því að höfundarréttur nái út yfir gröf og dauða. Arkitekt getur t.d. ráðið því hvernig húsið þitt er á litinn, svo erfa afkomendur hans þann rétt!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2013 kl. 10:58
Ha, ha, ha, góðir punktar hjá þér Axel Jóhann. Þarna er gamall, gráðugur gúanórokkari og verðandi jólalagaraulari sem nú hangir á spenanum hjá 365 miðlum og er talsmaður útrásarvíkinga. Hver tekur svo sem mark á slíkum manni þó að hann æsi sig kófsveittur í umræðuþætti á sunnudagsmorgni ?
Stefán (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 13:49
Ég þekki mann sem keypti sér kók í Ameríku. Það var ekki gegnum Vífilfell. Hann tók þetta með heim í ferðatöskunni og borgaði ekki toll. Sparaði sér 200 kall. "Stöðvið þjófinn!!!!!!!!!" hrópaði ég á flugvellinum og það horfðu allir bara á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Hvers á Vífilfell að gjalda spyr ég nú bara. Ég vona þeir verði styrktaraðili minn á næsta jólaballi. Og kannski fæ ég að vera dómari í "Iceland got tricked" eða "Icelandic Idiot 2013"? En ég skelf á beinunum og nötra því það er orðinn svo mikill þjófnaður í samfélaginu. Ég prentaði út ljóð af netinu um daginn og lét vin minn hafa og fór beint í kirkjuna að gera syndajátningu.
Dubbi (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 15:37
Ég játa á mig þjófnað. Dóttir mín var í morgun að raula lag meðan hún klæddi sig og ég hlustaði án þess að borga. Nú er það bara næsta apotek og eyrnatappar svo ég gerist ekki brotlegur aftur.
Hábeinn (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 16:43
Ég held að menn séu líka ansi týndir í "markaðnum" og græðginni. List sprettur út frá þörf til að tjá sig. Svo eru peningar og vesen komið í pakkann. Ef að við lítum til fortíðar, þá er þetta rifrildi ekki til staðar. Voru glöggir menn skammaðir fyrir að endursegja vísu? Ég held að þeir sem að bjuggu til vísurnar urðu glaðir yfir því að sem flestir heyrðu/sæju þær.
Ég efast um að hellisbúa forfeður okkar seldu inn á hellamálverkin.
Þetta er bara spurning um hversu gráðugur listamaðurinn er.
Grrr (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 20:27
Svo má ekki gleyma þeim sem gefa ekki út heldur kynna sína tónlist beint á youtube og álíka miðlum og fá hlustn (áhorf) upp á rúmar 15 milljónir.... svo leitar þetta fólk að viðkomandi tónlistarmanni/konu í plötubúðum eða tónleikasölum og endar svo á að versla af viðkomandi listamanni fyrr eða síðar...
Ef þú stelur, þá skiptir engu hverju þú ert að stela hvort heldur það er kópía eða frumefni listamans þá ertu alltaf þjófur.... bara mis auðvelt eða erfitt að stela, fer eftir kunnáttu eða getu ekki satt. ?
Sverrir Einarsson, 4.11.2013 kl. 21:33
Það er nokkuð ljóst að þarna hefur græðgin ein teymt gamlan sveittan gúanórokkara út á eyðilegan akur þar sem hann er týndur og talar við sjálfan sig. Rósirnar í beðinu við Meðalfellsvatnið löngu frosnar og svartnættið framundan. Rokkarinn líka frosinn raulandi jólalög í ellinni, en nennir nokkur að niðurhala jólalög ?
Stefán (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 08:27
Ég kýs Pírataflokinn og ég er aðhyllist internetfrelsi, og ég er dauðhræddur við þær afleiðingar fyrir lýðræðið sem takmarkanir á frelsi okkar á netinu og óhóflegt eftirlit getur haft. En Grrr hefur rangt fyrir sér. Listamenn eru ekki "gráðugir". Listamaður nær sjaldan að vera með meðaltekjur og telst standa vel að vígi og vera lánsamur ef hann nær lágmarkslaunum en getur lifað á listinni, svona miðað við sína kollega. Að vera vinnuþræll frá 9-5 í dæmigerðu nútímastarfi og skapa list...það fer illa saman. Ímyndum okkur Shakespeare eða Van Gogh hefðu haft margfallt minni tíma. Þýðir það ekki margfallt færri listaverk? Hefðu Kjarval og Kiljan geta afkastað miklu stritandi á kassanum í Bónus frá 9-5 eða vinnandi sem lögfræðingar? Kannski ef þeir ættu ekkert líf og neituðu sér um að eignast fjölskyldu á sínum tíma? En á listamaður að færa fórnir eins og kaþólskur prestur? Eiga listamenn ekki skilið eðlilegt líf. Listamenn eru bara að biðja um að fá að lifa og eru ekkert gráðugri en aðrir menn. Þeir vilja geta borgað reikningana sína og borðað eins og aðrir, og gefið börnunum sínum föt. Hvenær ætlið þið að skilja það? En nú er hagkerfið að breytast og listamenn verða að aðlaga sig eins og aðrir. Listamenn sitja ekki einir uppi með að vera að missa tekjur sínar ef þeir aðlaga sig ekki, heldur við flest. Núverandi störf verða mörg hver ekki til eftir örfá ár, heilu stéttirnar þurrkaðar út úr kerfinu eftir 10 ár. Listamenn munu lifa þær breytingar af betur en flestir. Við þurfum öll að aðlaga okkur því að það eru að taka við skörp skil og framtíðin líkist nútímanum minna en nútíminn miðöldum. Gamla kerfið verður að víkja ef mannkynið á að eflast.
M (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 08:43
M: Þú segir að ég hafi rangt fyrir mér og nefnir Shakespeare og Van Gogh. Þeir voru báðir bláfátækir þegar að þeir voru upp á sitt besta, hvað varðar að skapa flotta list.
Shakespeare var eftirlýstur fyrir veiðiþjófnað og vildi verða leikari - samdi svo leikrit og tókst vel upp. Hann gerði það ekki til að græða, hann gerði það væntanlega fyrir eigin skemmtun.
Van Gogh er annað gott dæmi. Hann græddi ekkert á list sinni nema að þurfa ekki óttast um að verða kalt á 2 eyrum, aðeins einu.
Hann gerði sína list því að hann hafði þörf fyrir það að skapa.
Það má endalaust velta því fyrir sér "hvað ef...". Sem dæmi, hefðu þeir verið ríkir í grunninn, hefðu þeir haft meiri tíma til að skapa? Kannski, en hefði þeir þá haft þá sömu þrá til að skapa?
Ég held að flest virkilega merkileg list hafi sprottið upp úr leiðindum og þörf til að tjá sig. Ekki man ég eftir neinum sem að var vel stæður og fór allt í einu að skapa merkilega list.
Dickens, Dostoyevski, Tolstoy... endalaust mætti telja. Allt voru þetta bláfátækir menn sem að sköpuðu. Ekki til að verða ríkir, heldur til að skemmta sér og öðrum.
Tolstoy er kannski eitt besta dæmið. Hann gaf frá sér allan höfundarréttinn. Konan hans var svo gráðug að það skapaði vandræði á milli þeirra.
Grrr (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 20:28
Shakespeare og Van Gogh höfðu lágmarks arf og styrki til að halda þeim uppi. Í íslensku samfélagi er gamalt og fólk öryrkjar að stela úr búðum til að geta borgað. Þú trúir kannski á þá sannkaþólsku hugsjón að fórna sér, en það geri ég ekki, og lít ekki á listamenn sem réttmæt fórnardýr fyrir samfélagið. Það er líka spurning um samfélagslega þrýsting. Van Gogh og þeir stunduðu aldrei venjulega vinnu. 'I þá daga var það í góðu lagi og virðing borin fyrir listamönnum. Í íslensku samfélagi er litið á slíkan mann sem landeyðu og aumingja. Hefði Van Gogh skapaði list vinnandi frá 9-5? Nei, ekki mikla. Hann fórnaði öllum sínum tíma og stundum fyrir listina, eins og hann ÁTTI að gera samkvæmt Platónskri heimspeki sem kennir allir eigi að eyða tíma sínum í það sem hæfileikar þeirra standa til. Kristur sagði reyndar það sama. Þér BER að ávaxta þínar "talentur". En okkar samfélag kennir að allir eigi að vera eins, passa inn í ákveðið mót og leggja sig fram um að vera "venjulegir" menn. Fáir standast þann hópþrýstin og þess vegna lítið um gæða listsköpun hér. Skapandi fólk er alveg jafn mannlegt og aðrir.
Y (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 21:37
*Borðað átti það að vera, ekki borgað. Þú skapar ekki mikla list vannærður og heilsulaus. Tékkaðu bara á lífeðlisfræðinni. Og matur í þá daga var næringarmeiri og heilsusamari og menn lifðu ekki á úrgangi frá stórfyrirtækjum eins og í dag. Heilinn gat því starfað betur sem þýddi betri list. Í dag starfa fæstir menn eðlilega lengur og fleiri eru sjúkir en ekki af aukaefnum og viðbjóði.
Y (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 21:38
Auðjón, nákvæmlega!
Jens Guð, 6.11.2013 kl. 00:21
Gobbi, já.
Jens Guð, 6.11.2013 kl. 00:22
Sæunn, fátt er verra en að missa kúlið.
Jens Guð, 6.11.2013 kl. 00:23
Stefán (#16), það er pinleg staða að fá ekki að raula Bítlalag inn á jólaplötu.
Jens Guð, 6.11.2013 kl. 00:26
Alvöru list sprettur aldrei upp úr "leiðindum" eða einhvers konar sjálfhverfri þörf til að "tjá sig". Og þeir sem tala þannig skilja ekkert hvað list er. Listin kemur frá ólíkt merkilegri stað.
021 (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 02:22
Og að listamenn séu alltaf fátækir? Þvílík steypa? Þess vegna góndu allir á Burns afþví þeir voru svo gáttaðir á Bretlandi, einni mestu bókmenntaþjóð allra tíma, að maður af lægri stigum gæti ort ljóð? Og hann lifði góðu lífi sem eins konar circus dýr? Og Lord Byron, var hann ekki auralaus? Listin hefur ekkert með stéttir og stöðu að gera. En list fátækra er haldið niðri og hún kemst síður að. Líka afþví þeir sárfátæku hafa sjaldnast tíma né þrek til að skapa list. Hlutfall ríkra versus blankra milli- og lægristéttar listamanna var misjafnt á hverjum tíma og fór eftir ástæðum sem koma listinni lítið við. Það var ólíkt á ólíkum tímabilum, í ólíkum samfélögum og ólíkum listgreinum. Allt annað eru bara klisjur illa menntaðra plebba sem vilja smætta listina niður í auðskiljanlegt efnahagslegt samhengi byggt á froðusnakki, visku kjaftakellinga og litlum lestri, og engri upplýsingu.
021 (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 02:29
Já, gamli gúanórokkarinn er fyrir löngu síðan búinn að missa kúlið. Nú er hann bara gamall skallapoppari, raulandi jólalög og nauðgandi fallegu bítlalagi.
Stefán (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 08:11
Axel Jóhann, (ekki háttvirti - að eigin ósk) Bubbi fór út í brask með höfundarlaun sín. Uppskriftin var ekki vitlausari en margt annað. Banki fyrirframgreiddi honum höfundarlaun. Verra var að "ekki háttvirti" fjárfesti klaufalega. Reyndar ótrúlega klaufalega.
Ég man ekki hvað höfundarréttur gildir í mörg ár. Það er eins og mig minni að hann hafi gilt í 50 ár en verið fyrir nokkrum árum framlengdur í 70 ár.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 01:25
Stefán (#18), þetta var vondur dagur hjá "ekki háttvirtum".
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 01:28
Dubbi, þetta er anarkismi. Það er allt í klessu.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 01:30
Hábeinn, vonandi raulaði stelpan ekki lag eftir "ekki háttvirtan". Annars skuldið þið honum hellings pening: Andvirði eftirprentunar á málverki eftir Kjarval.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 01:33
Grrr (#23), það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 01:40
Sverrir, góður punktur.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 01:41
Stefán (#23), ég veit ekki hvot að það sé þörf á að niðurhala jólalögum. Ég held ekki.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 01:43
M, ég flokka mig og mína vinnu til skapandi greina. Ég menntaði mig í myndlist og útskrifaðist eftir fjögurra ára nám úr MHÍ sem grafískur hönnuður. Vann sem grafískur hönnuður til margra ára. Sérhæfði mig í skrautskrift og vinn við fagið. Bæði sem skrautritari og skrautskriftarkennari.
Það er ekki hægt að alhæfa um fólk í skapandi greinum að enginn sé fégráðugur. Sumir eru fégráðugir og selja sál sína og hvað sem er fyrir aurinn. Margir í skapandi greinum eru tekjuháir. Margir tónlistarmenn, listmálarar, leikarar, rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn eru auðmenn. Reyndar flestir útlendingar. Líka nokkrir Íslendingar.
Flestir sem ég þekki í skapandi greinum eru ekki að eltast við peninginn. Þeir stjórnast af sköpunargleðinni, sköpunarþörfinni. En hinir eru líka til: Þeir sem selja sig á öllum vígstöðvum sem bjóðast.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 02:01
Grrr (#25), enn og aftur kemur þú með góðan snúning á dæminu.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 02:03
Y (#26), ég dreg í efa að gamalt fólk og öryrkjar séu upp til hópa að stela úr búðum. Er það ekki frekar þannig að þetta fólk gleymir að borga?
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 02:05
Y (#27), það er rétt hjá þér að nútímamaðurinn snæðir í flest mál aukaefni og viðbjóð.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 02:07
021 (#32), ekki segja mér að ég viti ekki hvað list er. Ég vann við myndlist í mörg ár áður en ég hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Það nám tók 4 ár. Samtímis stundaði ég kvöldnám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Líf mitt og tilvera snérist um myndlist árum saman. Ég vann sem grafískur hönnuður í áratugi. Ég stundaði einnig nám í Söngskóla Reykjavíkur í nokkur ár og vann um hríð við að syngja klassískan söng við píanóundirleik. Ég held því fram að listsköpun ráðist af ástríðufullri þörf fyrir að tjá sig.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 02:17
021 (#33), þarna ertu með punkta sem ég get samþykkt.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 02:19
Stefán (#34), "ekki háttvirtur" missti þarna illilega kúlið. Eða svo heyrist mér á fólki og virðist af umræðu á fésbók og víðar. Ég held reyndar að kúlið hafi fjarað út fyrir mörgum árum og beðið endanlegt skipbrot þegar afstaða til íslensku bankaræningjanna í kjölfar bankahrunsins kom til sögunnar.
Jens Guð, 7.11.2013 kl. 02:24
Var að tala við einn kommentaranna (hvernig segir maður það?), fyrirgefðu. Hann alhæfði að listamenn væru yfirhöfuð af lágstéttum og alls konar hlutir sem standast bara ekki sögulega skoðun og benda til lítillar listþekkingar. List er sammannleg og ekki bundin við sérstakar stéttir eða hópa. Því síður að hún sé bundin við meiriháttar áföll og að hýrast á hanabjálka, drekka ótæpilega af alkahóli og deyja úr sult. Þetta er lísseiga steríótýpa, en hún er ekki byggð á raunveruleika. Ef þú til að mynda skoðar bókmenntir Breta þótti það nýlunda og sérstakt að alþýðumaðurinn Burns gæti ort ljóð. Alveg eins og kannski á einhverjum ákveðnum tíma voru flestir myndlistarmenn frekar fátæir. Og öðrum voru flest tónskáld í uppihaldi hjá aðlinum. Og á öðrum verkamenn frá Liverpool. Og svo framvegis. Það er ekkert svona mynstur að alhæfa um. Að mínu mati hefur kommentarinn samt rangt fyrir sér því þessi steríótýpa um sárfátæka, svelltandi, drekkandi og þjáða listamanninn sé komin frá þeim sem hata og fyrirlíta listamenn, og vilja því líta svo á listamenn verði að "fórna sér" til að samfélagið fái list. Raunin er sú að óreglulíf, fátækt og eymd hindrar menn í að skapa frekar en hitt. Að vísu er sköpun oft einhvers konar úrvinnsla á þjáningu. En þjáning fylgir því einu og sér að vera manneskja. Og sulturinn og eymdin gerir hana ekki göfugri eða betur fallna til listsköpunar. Fyrir mér er þetta bara eins og að segja "Negrinn verður að svellta. Svo hann geti dansað". Þvaður, þvættingur og hatur. Þeir sem tala svona vilja listamönnum illt.
021 (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 08:31
Þú sem skrifar hér a ofan undir heitinu 021, úps, ég skil bara ekkert hvert þú ert að far minn kæri / kæra - Er þetta kanski kafli úr bók sem þú ert að gefa út fyrir Jólin ??? Ég tel reyndar að þú sért að skálda það alveg sem þú þykist hafa eftir einhverjum sem hefur sett inn komment hér að ofan.
Stefán (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 10:42
Ég er ekki listamaður og mun ekki gefa út neinar bækur. Er það lítil virðing borinn fyrir listamönnum að verji þá einhver hljóti það að vera einn þeirra? Eða er það leiðin til að tala niður til fólks að ásaka það um tilraunir til bókaútgáfu? Er niðrandi að gefa út bækur? Vera listamaður? Það gerir menn alla vega kvenlega, eða hvað? Ég er ekki að skálda neitt, þar sem ég hef enga hæfileika til skáldskapar af neinu tagi og slæðist ekki eftir þeim. Þeir sem hafa slíka hæfileika þeim ber að rækta þá og samfélaginu ber að styðja þá til að vera þeir sjálfir. Ekki endilega með fjárstyrkjum, heldur með sömu virðingu fyrir þeirra starfi og annarra. Afnám fordóma er fyrsta skrefið. Listamenn eiga ekki að veslast upp úr fátækt og drekka sig í hel og það er ekki göfug fórn eða nauðsynleg fyrir listina. Svona fordómar eru miklu algengari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar afþví að stærstur hluti þjóðarinnar var lengst af bláfátækur og drykkjumenn áberandi í öllum stéttum. Sú mýta varð til þetta væri bara hluti af listinni, henni til framdráttar og eitthvað sem ætti að sætta sig við. Mýtan er bleikur fíll, byggð á engu og veldur engu nema skaða.
021 (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.