Er Veðurstofan nauðsynleg?

  Ég hlusta daglega vel og rækilega á Útvarp Sögu.  Fyrir bragðið verð ég fróðari um sitthvað á hverjum einasta degi.  Í gærdag krossbrá mér illilega.  Á Útvarpi Sögu kom fram að starfsmenn Veðurstofu Íslands séu fleiri en tuttugu og fimm og fleiri en fimmtíu og fleiri en hundrað og fleiri en hundrað og fimmtíu.  Starfsmenn Veðurstofunnar eru 152!  Segi og skrifa:  Eitt hundrað fimmtíu og tveir!

  Þeir eru fleiri en meðalstórt þorp;  til að mynda allir íbúar Laugavatns til samans.  Hvað kostar rekstur Veðurstofunnar á ári?  Þarna er allt vaðandi í stjórum (gæðastjóri, hópstjórar, fagstjórar, mannauðsstjóri, vaktstjórar, aðalbókari, bókasafnsfræðingur, framkvæmdastjórar, forstjóri, rannsóknastjóri, verkefnastjóri, náttúruvárstjóri...).  Allir sennilega með sér skrifstofu með tilheyrandi búnaði.  Áreiðanlega hið vænsta fólk, samviskusamt og fullt áhuga. 

  Nú nota flestir Íslendingar norsku veðurstofuna yr.no.  Er þörf á Veðurstofu Íslands?  Ef svo er þá þörf fyrir að íslenska ríkið reki veðurstofu?  Er ekki hægt að einkavinavæða Veðurstofuna?  

  Hvað kostar þátttakan í Nató?  Er ekki hægt að einkavinavæða hana í leiðinni? 

 


mbl.is Blint verður í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð og þörf athugasemd. Veðurstofa Íslands er ofvaxið bákn. Nær væri fyrir stjórnvöld að úthýsa veðurspám fyrir Ísland, t.d. til Noregs, fyrir brot af því fjármagni sem fer í rekstur þessarar eineltisstofnunnar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 13:10

2 identicon

Gleymum ekki einkareknu veðurstofunni, Belgingi. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 13:52

3 identicon

Skyldi sambærilegur ofvöxtur í mannahaldi veðurstofunnar vera algengur í öðrum ríkisstofnunum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 13:54

4 identicon

Ég býst við því að þarna séu taldir upp allir veðurathugunarmenn í hlutastörfum á landinu, en er þó ekki viss ?  Trúi því bara ekki að allur þessi fjöldi sé í fullum störfum.  Versta lægðir sem em hér geysa um þessar mundir eru þegar vissir framsóknarmenn blása, t.d. er Vigdís Hauksdóttir stundum eins og fellibilur og Gunnar Bragi utanríkisráðherra blæs á við verstu norðanstorma, einna mestur er blásturinn á Þorstein Pálsson þessa stundina. Fyrir kosningar blés svo Sigmundur Davíð innihaldslausum loforðum í allar áttir.     

Stefán (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 14:31

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fjallar ekki Veðurstofan um ýmislegt annað en veður, svo sem jarðskjálftamælingar, vöktun á eldfjöllum, snjóflóðavarnir, vatnamælingar, hafísmælingar... ?

Reyndar ýmislegt annað sem lesa má hér:  http://www.vedur.is/um-vi/starfsaherslur/vidfangsefni/

Sem sagt, miklu meira en bara veður...

Ágúst H Bjarnason, 13.11.2013 kl. 16:45

6 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  nákvæmlega!

Jens Guð, 13.11.2013 kl. 20:25

7 Smámynd: Jens Guð

  Kristján B. (#2),  takk fyrir áminninguna um Belging.  Það er lika veðurspárklúbbur á Dalvík sem spáir ókeypis. 

Jens Guð, 13.11.2013 kl. 20:26

8 Smámynd: Jens Guð

  Kristján B. (#3),  það er alveg klárt mál.  Einu sinni var Seðlabankinn bara skúffa í Landsbankanum.  Núna er Seðlabankinn risabákn á mörgum hæðum.  Einu sinni var Umferðarráð einn maður með síma.  Hann hringdi daglega í útvarpið og varaði við hálku og minnti ökumenn á stefnuljósið.  Núna heitir stofnunin Samgöngustofa og starfsmenn eru á við heilan kaupstað úti á landi. 

Jens Guð, 13.11.2013 kl. 20:35

9 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég hef sterkan grun um að allir 152 starfsmennirnir séu í fullu starfi.  Og á bullandi aukavöktum að auki. 

Jens Guð, 13.11.2013 kl. 20:38

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sumir af þessum starfsmönnum hafa vinnu vegna jarðskjálfta og annarra fyrirbæra en beinlínis veðursins.

Hvað snerti betri erlendar veðurstofur má geta þess, að tvö af helstu óhöppum og slysförum í jöklaferðum á síðustu árum urðu vegna þess að menn leituðu uppi erlendar veðurstofur sem spáðu betra veðri en sú íslenska.

Ómar Ragnarsson, 13.11.2013 kl. 20:47

11 Smámynd: Jens Guð

  Ágúst,  jú, jú.  Þessir 152 starfsmenn Veðurstofunnar eru ekki allir að fylgjast með veðrinu út um gluggann.  Sumir fara offari í snjóflóðavörnum,  samanber baráttu Ásthildar Cesil á Ísafirði:  http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1325699/

  Aðrir mæla vatn og mæla hafís.  Einn er meira að segja sérfræðingur í að lesa á hitamæli.  Einkaaðilar geta alveg séð um að lesa á mæla.  Sjáandinn, spámiðillinn og sölumaður skjálftaheldra einingarhúsa,  Lára,  spáir reglulega fyrir stórum jarðskjálftum.  Alveg ókeypis.  

  Það sem ég er að benda á er að Veðurstofa Íslands er rándýrt bákn sem engin ástæða er til að ríkið reki.  Ég er ekkert að hvetja til þess að hún verði lögð niður.  Þess í stað mæli ég með því að hún verði einkavinavædd.  Það er nauðsynlegt að skera utan af bákninu.  Stöðug fjölgun á aðstoðarmönnum ráðherra Framsóknarflokksins er þegar búinn að þenja þann kostnað út um 40 milljónir.  Opnun nýs sendiráðs Íslands á Grænlandi kostar aðrar tugi milljóna.  Einnig fjölgun ráðherra um 1 og Framsóknarmenn eru hvergi hættir að fjölga ráðherrum.   Þannig má áfram telja.

  Það verða allir að leggjast á eitt með að benda á leiðir til niðurskurðar og hagræðingar á móti hækkandi útgjöldum.  Veðurstofuna má selja.  Norska veðurstofan sem flestir styðjast við í dag, yr.no, er einkafyrirtæki.  

Jens Guð, 13.11.2013 kl. 20:55

12 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  það er spurning hvort að einkaaðilar geti ekki séð um jarðskjálftaspár og veðurspá.  Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af þeim gríðarlega kostnaði sem ríkissjóður situr uppi með vegna reksturs Veðurstofu Íslands.    

Jens Guð, 13.11.2013 kl. 21:04

13 identicon

Ég verð að koma því að ég sá bók í vinnunni um daginn sem var að minnsta kosti 300 blaðsíður og hét því skemmtilega nafni Saga Veðurstofu Íslands. Þar hlýtur að vera útlistað nákvæmlega hvernig þessi miklu starfsmannafjöldi er tilkominn :)

IngveldurKristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 22:44

14 Smámynd: Jens Guð

  Ingveldur,  þessi bók verður á náttborði margra yfir jólin. 

Jens Guð, 13.11.2013 kl. 23:15

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þjónusta Veðurstofunnar verður einkavædd, kostar hún þá ekkert? Þekkir þú einhverja Jens, sem vilja fjármagna þessa þjónustu án þess að taka til sín ríflegan arð af þeirri fjárfestingu, eins og í öðrum einkarekstri? Sá þáttur vill víst æði oft gleymast í einkavæðingaráróðrinum öllum, viljandi tel ég, til að dæmið líti betur út.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2013 kl. 00:15

16 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  ef Veðurstofan verður einkavinavædd þá losnar ríkissjóður við árlegan kostnaðarlið upp á sennilega vel á annan milljarð kr.  Það er ekkert nema í góðu lagi að einkarekstur skili arði.  Vinsælasta veðurstofan, yr.no, er einkafyrirtæki.  Líka íslenska veðurstofan belgingur.is. 

Jens Guð, 16.11.2013 kl. 15:46

17 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

Langar mig að nefna m.a. þegar rafmagnið fór af LSH og vararafstöð spítalans virkaði ekki 16. febrúar 1981 einnig rifnaði þakið af viti menn óveður skall á Ísland

Elsabet Sigurðardóttir, 17.11.2013 kl. 14:48

18 Smámynd: Jens Guð

  Elsabet,  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 17.11.2013 kl. 20:12

19 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

óveður skall á og veðurstofa ísl. sá það ekki fyrir 16.02.1981 létust aðrir einstaklingar á LSH vegna þessa! þöggun kerfisins þegar alvarlegt gerist sem rekja má til yfirvalda en þeir telja sig ómissandi eins og aðrar ríkisstofnanir sem sjá um öryggismál landans eigin-hagsmunastofnanir eins og hefur sýnt sig í stjórnunarstöðum alls hins opinberra

Elsabet Sigurðardóttir, 17.11.2013 kl. 21:25

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er nú meiri þvælan. Og ekki eru flestar athugasemdirnar skárri.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.11.2013 kl. 16:52

21 Smámynd: Jens Guð

  Elsabet,  það er margt til í þessu hjá þér. 

Jens Guð, 19.11.2013 kl. 22:02

22 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Þór,  ég túlka þetta komment þitt sem stuðning við að Veðurstofan kosti ríkissjóð áfram mörg hundruð milljónir króna árlega.  Hátt í eða um yfir milljarð á ári. 

Jens Guð, 19.11.2013 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.