Meira af vafasömum tálbeitum

  Í síđustu bloggfćrslu setti ég spurningamerki viđ notkun tálbeitu.  Ţar í tilfelli eftirlits međ sjoppum sem selja börnum sígarettur.  Ég set líka spurningamerki viđ notkun tálbeitu í eftirliti međ kampavínsstöđum.  Vandamáliđ međ tálbeitu er ţađ ađ hún getur búiđ til glćp sem annars yrđi kannski aldrei framinn.

  Tökum dćmi:  Peningaveski er viljandi skiliđ eftir í aftasta sćti í strćtisvagni.  Farţegi sem rekst á veskiđ er í fjárkröggum.  Íbúđin hans verđur bođin upp eftir nokkra daga ef ekki tekst ađ bjarga afborgun.  Veskiđ blasir viđ eins og óvćntur bjargvćttur.  Farţeginn uppgötvar ađ í veskinu er upphćđ sem getur bjargađ fjölskyldunni frá ţví ađ vera borin út.  

  Farţeginn myndi aldrei stela veski undir öđrum kringumstćđum.  En ţarna vćri hann gripinn glóđvolgur af tálbeitu og settur í járn.

  Ég hef oft hugsađ um ţetta.  Á staurblönkum námsárum mínum fann ég seđlaveski í strćtó.  Ég var svo blankur ađ viđ hjónin lifđum á hrísgrjónagraut og makkarónugraut til skiptis í öll mál.  Heimsóknir til ćttingja var eina tilbreyting á matseđlinum.    

  Međ veskiđ í höndunum barđist ég viđ freistinguna.  Ef ţađ vćri peningur í veskinu (sem var líklegast) ţá kćmu ţeir mér vel.  Svo varđ mér hugsađ til ţess ađ rík manneskja vćri ekki ađ ferđast međ strćtó.  Ég stóđst freistinguna.  En ţorđi samt ekki ađ kíkja í veskiđ.  Ég vissi ekki hvernig viđbrögđ mín yrđu ef há upphćđ vćri í veskinu.  

  Eftir nokkuđ harđa innri baráttu fór ég til vagnstjórans.  Til ađ hann myndi ekki falla í freistni bađ ég hann um ađ kalla upp í stjórnstöđ ađ veski hefđi fundist á ţessari strćtóleiđ.  Sem hann og gerđi.  

   Áđur hafđi ég oft stoliđ úr búđum.  Ađallega hljómplötum.  Líka fatnađi og sćlgćti.  Á ţessum tímapunkti varđ ég stoltur af sjálfum mér fyrir rétta ákvörđun.  Ég upplifđi ţetta atvik eins og stađfestingu á ţví ađ galgopaháttur og siđblinda unglingsáranna vćri ađ baki.  Ţarna var kominn til sögunnar tvítugur mađur međ siđferđisţröskuld.    

  Eina tilfelliđ sem ég er afdráttarlaus samţykkur notkun tálbeitu snýr ađ barnaníđingum.  Ţeir hafa öll spjót úti í leit ađ fórnarlambi.  Ţess vegna er tálbeita ekki beinlínis ađ draga ţá inn í stöđu sem ţeir myndu annars aldrei fara í.  Ţvert á móti er tálbeitan ađeins ađ henda á lofti eitt af ţeim spjótum sem ţeir hafa úti.    


mbl.is Segir lögreglu hafa bođiđ kókaín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Brennandi spurningin hlýtur ađ vera: Hvađ ef einhver hefđi sagt já? Var ţá lögreglan međ kókaín á sér?

Guđmundur Ásgeirsson, 18.11.2013 kl. 23:31

2 identicon

Er virkilega sami lögfrćđingurinn fyrir alla ţessa léttklćddu kampavínsstađi, set alveg spurningarmerki viđ ţađ  ?  Lögfrćđingur sem frćgur er fyrir stuld á ritgerđ, ekki satt ?  Hvernig ćtli ţessi stađir greiđi honum ?

Stefán (IP-tala skráđ) 19.11.2013 kl. 08:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.