19.11.2013 | 22:56
Breyttar áherslur
Fyrir mörgum árum ók ég í rólegheitum niður Njálsgötu í átt að Snorrabraut. Skyndilega bakkaði út úr stæði rétt fyrir framan mig bíll. Þetta var svo óvænt að litlu munaði að árekstur yrði. Ég flautaði til að gera vart við mig og afstýra að bíllinn bakkaði á minn bíl. Ég hafði varla látið af flautinu fyrr en bílstjóri hins bílsins stökk út úr bílnum sínum. Hann rauk að mínum bíl, reif sig úr skyrtubol (mig minnir að hann hafi hent bolnum á götuna. Kannski henti hann honum á húddið á sínum bíl?), reif upp bílhurðina hjá mér og öskraði: "Hvað er í gangi? Hvert er vandamálið?" Hann titraði og skalf og var kófsveittur.
Ég bjó mig ósjálfrátt undir áflog, velti snöggt fyrir mér hvernig best væri að standa að þeim en svaraði rólega: "Ég óttaðist að þú værir við það að bakka á bílinn minn. Flautið var til að afstýra því."
Náunginn andaði ótt og títt eins og hann væri að koma úr líkamsrækt. Róleg rödd mín hafði sefandi áhrif á manninn. Hann slakaði á og virtist róast. Hann tók nokkur skref aftur á bak, benti á mig og sagði: "Ekki ögra mér, félagi."
Samskiptin urðu ekki meiri. Gaurinn tók upp skyrtubolinn og settist upp í sinn bíl. Ók á brott og ég líka.
Glæpum á Íslandi fækkar ár frá ári. Einungis er aukning í kærum á kynferðisglæpum. Ekki vegna fjölgunar kynferðisglæpamanna heldur vegna þess að fórnarlömb kynferðisglæpa leita réttar síns í meira mæli en áður.
Þjóðfélag í kreppu, hnípin þjóð í vanda, hefur ekki efni á fyrirhuguðu nýju lúxusfangelsi á Hólmsheiði. Hver fangaklefi þar er lúxsusíbúð með einkabaðherbergi, nuddpotti og öllum stöðlum 5 stjörnu hótels. Þetta er rugl. Þegar er dekstrið við fanga um of. Þeir eru mataðir á Stöð 2, Skjá 1 og veislumat í hvert mál. Bara svo fátt eitt sé upp talið.
Í nágrannalöndum, eins og í Svíþjóð, er vandræðastaða komin upp vegna fækkandi glæpa. Þar er verið að loka fjórum fangelsum vegna skorts á glæpamönnum. Til viðbótar er búið að loka þar gæsluvarðhaldsfangelsi. Skortur á föngum er til vandræða. Er ekki lag að semja við Svía um að fangelsa glæpamenn dæmda á Íslandi? Vistun fanga á Íslandi kostar 100 þúsund kall sólarhringurinn eða eitthvað álíka. Hættum við þetta lúxusfangelsi á Hólmsheiði og virkjum norræna samvinnu.
Reiddist mjög þegar svínað var á hann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt 20.11.2013 kl. 03:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 45
- Sl. sólarhring: 606
- Sl. viku: 1203
- Frá upphafi: 4121585
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 1024
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég veit ekki hvernig á að lesa í það að föngum hafi fækkað.
Þar sem að tilkynntir glæpir hækka ár frá ári
Www.bra.se og fara í statistik og anmalda brott.
Frá árinu 2009 hafa verið um 1.4 milljónir brota tilkynnt í Svíþjóð. Árin áður var töluvert minna um þau.
Eftir smá lesningu er minnkun á föngum aðallega rakin til færri sakfellinga og fleiri glæpa sem að fólk er hætt að reyna að tilkynna.
Víða er viðbragðstími lögreglu svo slakur, út af manneklu, að fólk hringir víst ekki lengur í lögregluna.
Grrr (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 07:04
Það er ekkert að marka einhverjar svona tölur frá mínu gamla heimalandi, Svíþjóð. Þeir fela svo rosalega glæpatíðni og innflytjendavandamál að það er bara vandræðalegt fyrir íbúa þar. Í Ósló hefur glæpatíðni aukist um mörg hundruð prósent á undanförnum árum og þar eru menn ekkert að reyna að fela það fyrir öðrum þjóðum heldur segja bara sem satt er, að glæpafaraldurinn þar og víðar í Noregi er orðinn mjög stórt vandamál. Á Litla-Hrauni er greinilega mjög mikið um dópneyslu og það má ekki leita á gestum þeirra, sem er hrein heimska. Þá fara fangar og gestir þeirra samkvæmt fréttum fram á að fá að stunda kynlíf að vild og fara með það í fjölmiðla ef þeir verða fyrir minnsta ónæði við þá iðkun. Íslenskir fangar virðast vera það ofdekraðir af misvitrum / heimskum yfirvöldum að það getur hreinlega stuðlað að því að eftirsóknarvert verði að komast í allan lúxusinn sem greinilega verður boðið upp á í fangelsinu á Hólmsheiði, sem mun samkvæmt fréttum verða á við allt að fimm stjörnu hótel. Heimska þjóð, heimska þjóð.
Stefán (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 09:50
Athyglisverður pistill, Jens, bæði upphafið (dæmigerður dólgsháttur) og tillagan um sænsku fangelsins gæti orðið heldur kostnaðarsöm, ef fylgt yrði. Og ætti ríkið svo að borga heimsóknar-ferðalögin fyrir aðstandendur fanganna? Jafnvel þótt ljóst væri, að þau yrðu ódýrari en ferða- og dagpeningaútlát stjórnarráðsstarfsmanna og pólitíkusa, þá hlýturðu að vita, að þetta gengur ekki. Við verðum að hafa okkar eigin fangelsi, án óhófs, og nýta þau, sem eru.
En þú ritar: "Vistun fanga á Íslandi kostar 100 þúsund kall sólarhringurinn eða eitthvað álíka." Þetta myndi gera 36,5 milljónir króna á ári og 146 millj. kr. kostnað ríkissjóðs vegna hvers fjögurra ára fangelsisdóms.
En kostnaðartölu þína held ég úr lofti gripna, enda virtistu ekki sjúr á henni! Mig rekur minni til þess að hafa heyrt fyrir fáeinum árum í fjölmiðlum um 5 millj. kr. árskostnað vegna hvers fanga og tel þá tölu miklu líklegri. Einhver ætti að upplýsa okkur hér um nákvæma kostnaðartölu.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 20.11.2013 kl. 14:32
Grrr, takk fyrir upplýsingarnar.
Jens Guð, 20.11.2013 kl. 21:34
Stefán, það er einkennilegt hvað vel er búið að föngum hérlendis í samanburði við aldraða. Það er líka einkennilegt hvernig allt flýtur í dópi í fangelsunum. Úrvalið er víst mjög fjölbreytt og ýmsir verðflokkar í gangi.
Jens Guð, 20.11.2013 kl. 21:40
Jón Valur, fangar úr Reykjavík eru vistaðir á Akureyri án þess að fjölskylda þeirra sé aðstoðuð við að heimsækja þá. Fangar frá Austfjörðum og Vestfjörðum eru vistaðir á Eyrarbakka. Þeir fá aldrei heimsókn.
Mér þykir ómögulegt að ráðist verði í byggingu lúxusfangelsins á Hólmsheiði. Það rosalega dýr framkvæmd og rekstrarkosntaður verður svakalegur. Hugsanlega er miklu ódýrara að nýta nú auð fangelsi í Svíþjóð til að taka kúfinn af á meðan afbrotum fækkar jafnt og þétt. Við erum þegar byrjaðir að senda einstaka fanga til afplánunar í heimalandi þeirra. Núna eru um eða yfir 20 fangar með erlent ríkisfang á Litla-Hrauni. Er ekki betri lausn að vista þá í Svíþjóð heldur en byggja yfir þá á Hólmsheiði.
Þetta eru bara vangaveltur. Það vantar pening til að loka fjárlagagatinu.
Kostnaðartölur nefni ég eftir (stopulu) minni. Fangelsmálastofnun reiknar út kostnað við hvern fanga upp á um 20 þúsund kall á dag. Það er fullt og lystugt veislufæði, vasapeningar, gríðarlegur lyfjakostnaður, áskrift að sjónvarpsstöðvum, áskrift að dagblöðum og tímaritum og annarri afþreyingu og svo framvegis.
Hin talan, um eða yfir 100 þúsund kall, er fengin úr einhverju reiknisdæmi sem Fjármálaráðuneytið lét taka saman. Þar var allur heildar kostnaður sem snýr að föngum og fangelsum tekinn saman. Það er svo margt sem er ekki tekið með í reikninginn í 20 þúsund kr. pakkanum.
Meðal þess sem þar er ekki má nefna heilmikinn flutningskostnað (föngum er ekið þvers og kruss um landið, sumir sóttir til útlanda, stöðugur akstur með þá til og frá tannlækni, á slysavarðsstofu, á sjúkrahús, í allskonar útréttingar á borð við bankastúss, í réttarsali...), viðhald á húsnæði og tækjum, endurnýjun á húsgögnum (það er ekkert verið að kaupa það ódýrasta í IKEA), tækjum og tólum, nýkaup á allskonar leiktækjum, þar á meðal líkamsræktargræjum, ýmis efniskostnaður, greiðslur til ótal verktaka, vinna geðlækna, sálfræðinga...
Ég held að í dýra pakkanum sé einnig kostnaður við að rannsaka sakamál, afla sönnunargagna, rannsókn á DNA og öðrum sýnum...
Jens Guð, 20.11.2013 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.