Búðarhnupl úr sögunni

  Í Asíu,  til að mynda í Suður-Kóreu og Japan,  er búðarhnupl óþekkt í stórmörkuðum.  Vörurýrnun er engin,  0%.  Hvernig stendur á því?  Það er heilmikil vörurýrnun í íslenskum verslunum.  Ekki síst stórmörkuðum.  Ástæðan fyrir þessum mun hefur ekki aðeins að gera með mismunandi siðferði viðskiptavina á Íslandi og í Asíu að gera.  Ástæðan er líka sú að verslanirnar eru ólíkar.

  Í Seúl í Suður-Kóreu sér viðskiptavinurinn vörurnar sem hann girnist.  En hann getur ekki tekið þær úr hillunum.  Þess í stað ýtir hann á mynd af vörunum.  Myndirnar eru snertiskjár.  Um leið og viðskiptavinurinn ýtir á myndirnar færast viðkomandi vörur af lager verslunarinnar og fara í innkaupapoka.  Þegar viðskiptavinurinn kemur að búðarkassanum bíða hans þar vörurnar í innkaupapokum ásamt upplýsingum um verðmæti þeirra.  Viðskiptavinurinn borgar glaður í bragði og fær innkaupapokana afhenta.

  Í fljótu bragði líta hillur stórmarkaðarins út alveg eins og hillurnar í Hagkaup,  Nóatúni,  Nettó og Fjarðarkaupum.  

matvoruverslun_i_seol.jpgstormarka_ur_i_seol-a.jpg  Það er líka hægt að gera innkaupin með snjallsíma.  Ég veit hinsvegar ekkert hvað snjallsími er og veit þess vegna ekki hvernig það gengur fyrir sig.   

 

 

  Þangað til þessi tækni berst seint og síðar meir út fyrir Asíu þurfa verslanir að styðjast við eftirlitsmyndavélar og ljónharða afgreiðslumenn sem slá þjófa umsvifalaust í gólfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hugmynd sem ég er löngu búin að ,,finna upp,, þá var ég fyrst og fremst að hugsa um að losna við að taka,setja í körfu,aftur upp úr,í poka. Þetta er orðið mér ansi erfitt,en þrjóskan stjórnar mér.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2013 kl. 01:10

2 identicon

Ætli stór hluti þjófnaða úr verslunum hér sé ekki framkvæmdur af starfsfólki á lúsarlaunum sem reynir að hækka launin á þennan hátt ? Svo má líka ætla að einhver hluti þjófnaða úr verslunum hér séu tryggingasvik gráðugra verslanaeigenda eða hvað ? Tveir lettar sem nýlega rændu hér úr a.m.k. ellefu sumarbústöðum og stórslösuðu mann mega ekki vera í fangelsi fyrir ,, góðmennsku " dómara ", sem vill frekar að þeir gangi lausir og fái að athafna sig í friði. Þjófaparadísin Ísland ! Fangaparadísin Ísland ! 

Stefán (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 08:22

3 identicon

Nkl !! handeknir og sleppt út aftur..halda svo áfram að berja og ræna !

guðrún (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 08:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta fyrirkomulag myndi henta íslenskum verslunum afar vel. Þetta myndi klárlega auka verslun, viðskiptavinurinn hefði minni eða enga yfirsýn, hve mikið hann væri búinn að versla.

Talandi um erlendu síbrota þjófana, þá er bara ein lausn á því vandamáli. Láta þá hafa íslenskan ríkisborgararétt í hvelli svo glæpir þeirra fari að hafa eitthvert vægi í augum yfirvalda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2013 kl. 15:50

5 identicon

Stefán er greinilega laglega smitaður af snobbisma og stéttahyggju og alls konar viðurstyggð og mannvonsku að halda að afgreiðslufólk sé þjófóttara en aðrir. En lögfræðingar stela ekki? Og kaupsýslumenn? Hvað þá bankafrömuðir? Nei, bara kassahyski frá Póllandi stelur. Og svertingjar. Ekki satt, Stefán? Afsakið meðan ég æli *Gubb*

Einar (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 17:46

6 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  þetta er snjöll uppfinning.

Jens Guð, 21.11.2013 kl. 21:21

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  íslenskir dómarar koma stöðugt á óvart.  Það er eins og þeir dvelji á annarri plánetu.  Að minnsta kosti eru þeir gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann. 

Jens Guð, 21.11.2013 kl. 21:23

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún,  dómarar finna til sín þegar þeir hafna beiðni lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir ofbeldisfullum síbrotamönnum. 

Jens Guð, 21.11.2013 kl. 22:30

9 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  snjöll uppástunga!

Jens Guð, 21.11.2013 kl. 22:31

10 Smámynd: Jens Guð

  Einar,  það er ekki óþekkt að starfsfólk í verslunum hnupli.  Ég hef rekið verslanir og þannig dæmi komu upp. 

Jens Guð, 21.11.2013 kl. 22:57

11 identicon

Það er nú reyndar bara staðreynd Einar, að starfsfólk verslana stelur rétt eins og viðskiptavinir og já lögfræðingar og fleirir og fleiri og fleiri. Við búum í þjófóttu og að mörgu leiti vanþróuðu ríki. Persónulega hef ég bara alls ekki neitt á móti afgreiðslufólki, þvert á móti og sama hver litarháttur þeirra er eða frá hvaða löndum þetta ágæta fólk kemur, sem vinnur myrkranna á milli á mannskemmandi lágum launum. En ég lít hins vegar lögfræðinga mjög hornauga og hvað eru þeir t.d. að gera í slitastjórnunum núna. Jú, þeir mata heldur betur krókinn hrægammarnir. Eða þá gráðugu lögfræðingarnir sem græða á tá og fingri á því að verja útrásarvíkingana sem komu þjóðinni á hvolf. ,, Afsækið á meðan ég æli ".    

Stefán (IP-tala skráð) 22.11.2013 kl. 08:25

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Afbrigði af þessu er að nálgast. Var í Austurískum stórmarkaði (H&M) um daginn og fann loksins peysu sem hentaði mér. Ekki fékk ég að taka hana heldur var mér fenginn miði og vísað í langa biðröð á neðstu hæð og svo kom peysan fljúgandi þangað.

Sæmundur Bjarnason, 22.11.2013 kl. 09:36

13 Smámynd: Jens Guð

  Stefán (#11),  slitastjórnir og lögmenn bankaræningjanna standa upp að hnjám í peningaaustri sem þeir mylja undir sig að vild. 

Jens Guð, 22.11.2013 kl. 21:08

14 Smámynd: Jens Guð

  Sæmundur,  þetta er þróunin.

Jens Guð, 22.11.2013 kl. 21:08

15 identicon

Er þetta ekki einhverskonar kúltúr þjóða sem skiptir máli hér. Í danmörku þar eru endalausir rekkar af vörum fyrir utan verslunina.. þetta mundu verslunareigendur aldrei gera ef þjófnaður úr verslunum væri mikill.. aftur á móti er öðru hverju reiðhjóli í danaveldi stolið, samt er þeim jafnan læst kyrfilega, sem dugar þó misvel. Ergo.. danir stela hjólum en láta búðarþjófnað vera..danskir verslunareigendur vinna eftir þessari vitneskju. íslendingar gera þetta á hinn veginn.. hvernig skal berjast gegn því.. það veit ég ekki

runar (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 13:21

16 identicon

Trúlegt að enginn steli úr búð í Danmörk. Meira hvað menn vaða hér í ranghugmyndum og alhæfingum segji ég bara.

Pirraður (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 21:41

17 Smámynd: Jens Guð

  Rúnar,  þetta hefur kannski eitthvað að gera með það að allir Danir nota reiðhjól.  Á Íslandi nota engir þjófar reiðhjól.  Þess vegna stela þeir frekar bílum. 

Jens Guð, 24.11.2013 kl. 22:53

18 Smámynd: Jens Guð

  Pirraður,  ég frétti einu sinni af þjófi í Danmörku sem stal tveimur vínberjum fyrir utan matvöruverslun.  Þetta vakti mikla undrun, umtal og forvitni.  Eftir ítarlega rannsókn tókst að hafa upp á þjófnum mörgum dögum síðar.  Þá kom í ljós að hann var Íslendingur.   

Jens Guð, 24.11.2013 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.