Þegar Lulla frænka fór til útlanda

  Lulla frænka hélt að hún væri altalandi á dönsku og ensku.  Það var misskilningur.  Að vísu kunni hún nokkur orð í þessum tungumálum.  En hún var ekki með réttan skilning á þeim öllum.  Til að mynda hélt hún að "spiser du dansk?" þýddi "talar þú dönsku?" (í stað "borðar þú dönsku?").  Þetta kom ekki að sök.  Útlendingar urðu lítið sem ekkert á vegi Lullu frænku.  Þangað til eitt árið að hún fór í utanlandsreisu með skipi.  Það var til Englands og Hollands. 

  Í Hollandi keypti Lulla helling af litlum styttum af vindmillum.  Þær fengu ættingjar í jólagjöf næstu ár.  Fallegar og vel þegnar litlar skrautstyttur.  Í Englandi keypti Lulla fátt.  Ástæðan var tungumálaörðugleikar.  Lulla sagði þannig frá:

  "Það kom mér á óvart hvað Englendingar eru lélegir í ensku.  Það var ekki hægt að ræða við þá.  Þeir skilja ekki ensku.  Ég reyndi að versla af þeim.  Það gekk ekki neitt.  Hollendingar eru skárri í ensku.  Samt eru þeir líka óttalega lélegir í ensku.  En mér tókst að versla af þeim með því að tala hægt og benda á hluti."

----------------------

  Fleiri sögur af Lullu frænku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1330749/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Eins  gott að hún fór ekki að keyra í Englandi.

Hörður Halldórsson, 30.11.2013 kl. 19:39

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

:) Já, það var eina sem virkaði,,,, En mér tókst að versla af þeim með því að tala hægt og benda á hluti."

Ekki fisjað saman heillinni :) .

Sigfús Sigurþórsson., 1.12.2013 kl. 00:47

3 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  svo sannarlega!

Jens Guð, 1.12.2013 kl. 23:41

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigfús,  þetta tókst hjá henni,  blessaðri,  í Hollandi.  En virkaði ekki í Englandi. 

Jens Guð, 1.12.2013 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.