Forvitnilegir fróđleiksmolar um ţakkargjörđardaginn

  Öldum saman út um allan heim hafa bćndur fagnađ uppskerulokum međ veisluhöldum.   Á mínum uppvaxtarárum í Skagafirđi var veislan kölluđ töđugjöld.  Ég hef grun um ađ töđugjöld hafi lagst af eftir ađ heyskapur vélvćddist gróflega.  
  Önnur íslensk uppskeruhátíđ,  slćgjur,  lagđist af um ţarsíđustu aldamót.  Viđ af slćgjum tók almennt skemmtanahald sem kallast haustfagnađur.  Međ ţví ađ smella á eftirfarandi slóđ má lesa um elstu heimild um slćgjurhttp://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1331030/
.
sara pálína og uppskeruhátíđin
.
  Í Norđur-Ameríku fögnuđu frumbyggjar, indíánar,  haustuppskerunni međ kalkúnaveislu löngu áđur en ţeir kynntust evrópskum nýbúum.   
  Á 17. öld flúđi hópur breskra pjúritana undan trúarofsóknum til Norđur-Ameríku.  Indíánar kenndu ţeim ađ rćkta korn og koma ţví í hlöđu fyrir veturinn.  Indíánarnir kenndu ţeim matreiđslu.  Ţar á međal ađ matreiđa kalkúna.       
  Um haustiđ héldu indíánarnir og ensku pjúritanarnir sameiginlega uppskeruhátíđ.  Pjúritanarnir ţekktu til hliđstćđrar uppskeruhátíđar međal mótmćlendatrúar á Englandi.  Fyrstu árin sem indíánar og pjúritanar héldu sameiginlega uppskeruhátíđ var veislan einfaldlega kölluđ uppskeruhátíđ.  Löngu síđar var fariđ ađ kalla hana ţakkargjörđardag.   
.
  Ţakkargjörđardagur hafđi ţá veriđ haldinn hátíđlegur árlega í Kanada frá ţví á 16. öld.  Ţar var ekki um uppskeruhátíđ ađ rćđa heldur fögnuđ enskra sćfara yfir ţví ađ hafa náđ landi í Kanada eftir miklar hrakningar á sjó.   
  Franskir nýbúar í Kanada héldu hinsvegar uppskeruhátíđ. 
.
  Á 19. öld varđ uppskeruhátíđin,  ţakkargjörđardagurinn,  opinber frídagur í Kanada og Bandaríkjunum.  Í Kanada er hann annan mánudag í október.  Í Bandaríkjunum er hann síđasta fimmtudag í nóvember. 
  Víđa um heim er uppskeruhátíđin kennd viđ ţakkargjörđ. 
  Í Ţýskalandi er uppskeruhátíđin kölluđ emtedankfest (ţakkargjörđarhátíđ).  Hluti af hátíđarhöldunum er bjórhátíđin Oktoberfest.
  Í Grenada er ţakkargjörđardagurinn 25. október opinber frídagur.  Uppruni hans er ađ minnsta kosti jafn gamall og uppskeruhátíđirnar í Kanada og Bandaríkjunum.
  Í Japan heitir dagurinn verkalýđs-ţakkargjörđardagurinn.  Hann er opinber frídagur 23. nóv.
  Í Líberíu er ţakkargjörđardagurinn fyrsta fimmtudag í nóvember.
  Ţannig mćtti áfram telja.
.
  Íslenskar verslanir og veitingastađir hafa valiđ bandaríska ţakkargjörđardaginn sem fyrirmynd.  Bćđi dagsetninguna, kalkúnann og međlćtiđ.  Ţađ sem vantar inn í íslensku útgáfuna er ađ í Kanada og Bandaríkjunum er ţakkargjörđarhelgin samverustund stórfjölskyldunnar.  Safnast er saman heima hjá ćttarhöfđingjum fjölskyldunnar (nema um annađ sé samiđ).  Hefđin er svo sterk ađ ţeir yngri ferđast um langan veg til ađ sameinast stórfjölskyldunni. 
 
  Annar bandarískur siđur, tengdur ţakkargjörđarhelginni,  er svarti föstudagurinn.  Hann er ađ ryđja sér til rúms hérlendis.  Hann er daginn eftir ţakkargjörđardaginn.  Ţá byrja jólainnkaup međ látum.  Verslanir bjóđa upp á verulegan afslátt.  Lengst af voru verslanir opnađar snemma á föstudeginum.  Á allra síđustu árum hefur opnunartíminn fćrst sífellt framar.  Undanfarin ár hefur veriđ miđnćturopnun ađfaranćtur föstudags.  Í ár ţjófstörtuđu verslanir ađ kvöldi ţakkargjörđardags.  
 
  Trix verslananna er ađ bjóđa ađeins örfá eintök af hinum ýmsu vörum á veglegu afsláttarverđi.  Ţetta skilar sér í ţví ađ múgurinn safnast saman fyrir framan verslanirnar mörgum klukkutímum fyrir opnun.  Ţegar opnađ er verđur allt brjálađ.  Fólk slćst,  stingur hvert annađ međ hnífum.  kýlir,  brýtur bein og er ćst.  Öryggisverđir standa í ströngu.  Ţađ hentar Íslendingum vel ađ trođast út af lćkkuđu verđi á minnislykli úr 980 kr. í 890 kr.         
 



mbl.is Kalkúnninn sprakk í loft upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.