Lulla frćnka og lögreglan

  Lulla frćnka var ţađ sem kallast "góđkunningi lögreglunnar".  Ekki vegna ţess ađ hún vćri í neinum afbrotum.  Ţađ var hún ekki.  Alls ekki.  Ekki ţannig lagađ.  Lulla frćnka var strangheiđarleg.  Hitt er annađ mál ađ hún hafđi annan skilning á umferđarlögum en flestir.  Hún tók lítiđ mark á umferđarljósum,  umferđarskiltum og öđru slíku.  Hún var svipt ökuréttindum.  Ţađ breytti engu.  Hún ók eftir sem áđur.  Svo fékk hún ökuskírteiniđ aftur.  Á sjöunda og áttunda áratugnum var mun meira umburđarlyndi gagnvart ţví ađ ökumenn túlkuđu umferđarlög frjálslega en er í dag. 

  Á ţessum árum voru gangandi lögregluţjónar áberandi á gatnamótum.  Einkum í miđbćnum.  Ţegar Lulla ók yfir á rauđu ljósi eđa virti ekki stöđvunarskyldu hlupu lögregluţjónarnir á eftir bíl Lullu og veifuđu ákaft.  Lulla veifađi á móti og flautađi til ađ endurgjalda ţessa vinalegu kveđju frá ţeim.  Hún var upp međ sér af ţví:  "Ég er í miklu uppáhaldi hjá lögreglunni.  Hvert sem ég keyri ţá veifa og veifa lögregluţjónarnir mér eins og ég sé gömul skólasystir ţeirra eđa eitthvađ."   

  Ţegar ég var í heimavistarskóla á Laugarvatni fékk ég einstaka sinnum bćjarleyfi.  Ţá heimsótti ég alltaf Lullu frćnku.  Ţađ var svo gaman.  Í einu bćjarleyfi fékk ég Lullu til ađ skutla mér og Viđari Ingólfs frá Reyđarfirđi,  skólabróđur mínum,  á hljómleika í félagsmiđstöđinni Tónabć.  

  Á leiđinni ókum viđ frammá mann sem gekk yfir merkta gangbraut.  Lulla sló hvergi af né beygđi framhjá manninum.  Hún ók harkalega utan í hann.  Hann flaug í götuna.  Mér var brugđiđ og hrópađi í undrun og taugaveiklun á Lullu:  "Ţú keyrđir manninn niđur!"  

  Ég ćtlađist til ađ Lulla stöđvađi bílinn svo viđ gćtum hugađ ađ slösuđum manninum.  Lulla ók áfram og svarađi sallaróleg eins og ekkert vćri eđlilegra:  "Hann á náttúrulega ekkert međ ţađ ađ vađa svona í veg fyrir umferđina."  

----------------------------

Fleiri sögur af Lullu frćnku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1328591/


mbl.is „Hef ekkert á móti lögreglunni“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst sögurnar ţínar bara hreint út sagt yndislegar. Bćđi af Lullu frćnku og Önnu á Hesteyri. Svo mikill húmor en nćrgćtni. Bestu kveđjur og bíđ spennt til ađ heyra frekari sögum af Lullu.

ingibjörg kr einarsdóttir (IP-tala skráđ) 23.11.2013 kl. 17:37

2 identicon

ţekki ţig ekki rassgat. Enn skemtilegri bloggari er varla til! Mađur grenjar hér viđ ađ lesa ţetta frá ţér. Ég held ađ ţú ćttir ađ taka ađ ţér uppistand eđa e h álíka. Snildar pennni amk!

ólafur (IP-tala skráđ) 23.11.2013 kl. 20:51

3 Smámynd: Jens Guđ

  Ingibjörg,  mikiđ er gaman ađ fá svona viđbrögđ.  Ţađ er hvetjandi og gefandi. 

Jens Guđ, 24.11.2013 kl. 22:58

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ólafur,  bestu ţakkir.  Ég hef ekki gefiđ mig út fyrir ađ vera uppistandara.  Hinsvegar er ég nokkuđ oft fenginn til ađ vera kynnir á skemmtunum eđa flytja ávarp.  Ţá dett ég alltaf í ţann gír ađ segja stuttar sögur af ćttingjum og vinum.

  Ég vinn viđ ađ skrautskrifa fyrir stofnanir,  fyrirtćki og einstaklinga á heiđursskjöl,  meistarabréf,  viđurkenningaskjöl,  kort,  innan í bćkur o.s.frv.  Fyrir 2 eđa 3 árum skilađi ég af mér verkefni til fullorđinnar konu í Kópavogi.  Ég fylgdi henni inn í stofu til ađ sýna útkomuna.  Ţá kom ég auga á útprentun á bloggsögum mínum.  Undrun mín var mikil og ég spurđi hvađ vćri í gangi.  Konan sagđi ađ upplestur á sögunum hafi veriđ skemmtiatriđi á Ţorrablóti aldrađra í Kópavogi.

  Ég hef frétt af fleiri svipuđum dćmum.  Sjálfur hef ég veriđ á skemmtun ţar sem lesnar voru upp bloggsögur mínar á milli annarra atriđa.  Upplesarinn vissi ađ ég vćri í salnum og kallađi mig upp á sviđ ţegar leiđ á dagskrána.  Ţetta er allt dálítiđ gaman.  

  Svo hef ég mjög gaman af ţví ţegar ég rekst á eitthvađ eins og ţetta:

  http://eirikurjonsson.is/buxnalaus-logga-lika/

Jens Guđ, 24.11.2013 kl. 23:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.