Forvitnilegir fróðleiksmolar um þakkargjörðardaginn

  Öldum saman út um allan heim hafa bændur fagnað uppskerulokum með veisluhöldum.   Á mínum uppvaxtarárum í Skagafirði var veislan kölluð töðugjöld.  Ég hef grun um að töðugjöld hafi lagst af eftir að heyskapur vélvæddist gróflega.  
  Önnur íslensk uppskeruhátíð,  slægjur,  lagðist af um þarsíðustu aldamót.  Við af slægjum tók almennt skemmtanahald sem kallast haustfagnaður.  Með því að smella á eftirfarandi slóð má lesa um elstu heimild um slægjurhttp://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1331030/
.
sara pálína og uppskeruhátíðin
.
  Í Norður-Ameríku fögnuðu frumbyggjar, indíánar,  haustuppskerunni með kalkúnaveislu löngu áður en þeir kynntust evrópskum nýbúum.   
  Á 17. öld flúði hópur breskra pjúritana undan trúarofsóknum til Norður-Ameríku.  Indíánar kenndu þeim að rækta korn og koma því í hlöðu fyrir veturinn.  Indíánarnir kenndu þeim matreiðslu.  Þar á meðal að matreiða kalkúna.       
  Um haustið héldu indíánarnir og ensku pjúritanarnir sameiginlega uppskeruhátíð.  Pjúritanarnir þekktu til hliðstæðrar uppskeruhátíðar meðal mótmælendatrúar á Englandi.  Fyrstu árin sem indíánar og pjúritanar héldu sameiginlega uppskeruhátíð var veislan einfaldlega kölluð uppskeruhátíð.  Löngu síðar var farið að kalla hana þakkargjörðardag.   
.
  Þakkargjörðardagur hafði þá verið haldinn hátíðlegur árlega í Kanada frá því á 16. öld.  Þar var ekki um uppskeruhátíð að ræða heldur fögnuð enskra sæfara yfir því að hafa náð landi í Kanada eftir miklar hrakningar á sjó.   
  Franskir nýbúar í Kanada héldu hinsvegar uppskeruhátíð. 
.
  Á 19. öld varð uppskeruhátíðin,  þakkargjörðardagurinn,  opinber frídagur í Kanada og Bandaríkjunum.  Í Kanada er hann annan mánudag í október.  Í Bandaríkjunum er hann síðasta fimmtudag í nóvember. 
  Víða um heim er uppskeruhátíðin kennd við þakkargjörð. 
  Í Þýskalandi er uppskeruhátíðin kölluð emtedankfest (þakkargjörðarhátíð).  Hluti af hátíðarhöldunum er bjórhátíðin Oktoberfest.
  Í Grenada er þakkargjörðardagurinn 25. október opinber frídagur.  Uppruni hans er að minnsta kosti jafn gamall og uppskeruhátíðirnar í Kanada og Bandaríkjunum.
  Í Japan heitir dagurinn verkalýðs-þakkargjörðardagurinn.  Hann er opinber frídagur 23. nóv.
  Í Líberíu er þakkargjörðardagurinn fyrsta fimmtudag í nóvember.
  Þannig mætti áfram telja.
.
  Íslenskar verslanir og veitingastaðir hafa valið bandaríska þakkargjörðardaginn sem fyrirmynd.  Bæði dagsetninguna, kalkúnann og meðlætið.  Það sem vantar inn í íslensku útgáfuna er að í Kanada og Bandaríkjunum er þakkargjörðarhelgin samverustund stórfjölskyldunnar.  Safnast er saman heima hjá ættarhöfðingjum fjölskyldunnar (nema um annað sé samið).  Hefðin er svo sterk að þeir yngri ferðast um langan veg til að sameinast stórfjölskyldunni. 
 
  Annar bandarískur siður, tengdur þakkargjörðarhelginni,  er svarti föstudagurinn.  Hann er að ryðja sér til rúms hérlendis.  Hann er daginn eftir þakkargjörðardaginn.  Þá byrja jólainnkaup með látum.  Verslanir bjóða upp á verulegan afslátt.  Lengst af voru verslanir opnaðar snemma á föstudeginum.  Á allra síðustu árum hefur opnunartíminn færst sífellt framar.  Undanfarin ár hefur verið miðnæturopnun aðfaranætur föstudags.  Í ár þjófstörtuðu verslanir að kvöldi þakkargjörðardags.  
 
  Trix verslananna er að bjóða aðeins örfá eintök af hinum ýmsu vörum á veglegu afsláttarverði.  Þetta skilar sér í því að múgurinn safnast saman fyrir framan verslanirnar mörgum klukkutímum fyrir opnun.  Þegar opnað er verður allt brjálað.  Fólk slæst,  stingur hvert annað með hnífum.  kýlir,  brýtur bein og er æst.  Öryggisverðir standa í ströngu.  Það hentar Íslendingum vel að troðast út af lækkuðu verði á minnislykli úr 980 kr. í 890 kr.         
 



mbl.is Kalkúnninn sprakk í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband